Innihaldslýsing

Smjör 4 msk
Hveiti 4 msk
Mjólk 2 bollar
Cheddar ostur 3 bollar
Salt 2 tsk
Cayanne pipar 2 tsk
Jalapeno (eftir smekk)
Við Matarmenn erum heldur betur komnir í Eurovision fýling. Okkur langaði að deila með ykkur okkar uppáhalds ostasósu sem hefur slegið rækilega í gegn í Mexico veislunum okkar. Gæðin leyna sér ekki í hverjum bitanum og langar okkur í raun að vara ykkur við þessari sósu því hún er hættulega góð ! Njótið í botn...

Leiðbeiningar

1.Bræðið smjörið á miðlungshita
2.Bætið hveitinu saman við og hrærið
3.Leyfið ,,bollunni'' að byrja að bubbla og hrærið í mínútu frá þeim tímapunkti
4.Mjólkin fer nú saman við ,,bolluna''
5.Hrærið öllu saman þangað til mjólkin er farin að þykkjast áberandi mikið (Svipað þykk og súrmjólk)
6.Takið pottinn af hellunni og bætið rifna ostinum saman við smá saman í einu á meðan þið hrærið vel
7.Þegar allur osturinn er orðinn að sósu bætið þið salti og cayanne pipar saman við
8.Ef að þið kjósið að hafa Jalapeno með er því bætt saman við eftir að osturinn er bráðinn og leyft að malla á vægum hita.

Við Matarmenn erum heldur betur komnir í Eurovision fýling. Okkur langaði að deila með ykkur okkar uppáhalds ostasósu sem hefur slegið rækilega í gegn í Mexico veislunum okkar. Gæðin leyna sér ekki í hverjum bitanum og langar okkur í raun að vara ykkur við þessari sósu því hún er hættulega góð !
Njótið í botn , Hatrið mun sigra.

Þið getið fylgst með Matarmönnum á Instagram undir @Matarmenn

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.