Eftirréttir geta líka verið næringarríkir og hollir – gleymum því ekki! Hér er einn slíkur á ferðinni og dásamlega bragðgóður að auki. Ferskt og ljúffengt ávaxtasalat þar sem avacado kemur skemmtilega á óvart og chia jógúrtsósan setur svo punktinn yfir i-ið. Rétturinn kemur úr matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera sem kom út árið...
Category: <span>Eftirréttir & ís</span>
Jarðaberjakaka með vanillurjóma, makkarónum og Daimsúkkulaði
Ef við erum ekkert að flækja þetta að þá er þetta klárlega einfaldasti og besti eftirréttur sem ég hef gert og bragðað. Tekur innan við 10 mín í gerð og bragðast dásamlega. Mæli svo mikið með þessari dásemd. Jarðaberjakaka með vanillurjóma, makkarónum og Daimsúkkulaði 1 kg jarðaber 200 g Daim súkkulaði 200 g...
Ristaðar möndlur með hvítu súkkulaði og lakkrísdufti
Ég bragðaði um daginn trylltar möndlur með lakkrísdufti sem ég hreinlega gat ekki lagt frá mér fyrr en þær voru búnar. Mig langaði að kanna hvort ég gæti ekki bara gert svona sjálf og fór að prufa mig áfram. Til að gera langa sögu stutta að þá er þessi uppskrift með möndlum, hvítu súkkulaði og...
Dásamlegir Dumle nammibitar
Hvar á ég eiginlega að byrja. Þetta eru náttúrulega stórhættulegir nammibitar enda alltof góðir og ég mæli eiginlega með því að þið séuð ekki ein þegar þið prufukeyrið þá..einu sinni byrjað og þið getið ekki hætt! Dumle nammibitar Styrkt færsla 30-40 stk. 250 g Dumle karamellur 50 g smjör 5 dl Rice Krispies 125...
Eton Mess með súkkulaðimarengs
Eton Mess er þessi einfaldi og frábæri eftirréttur sem allir elska að elska. Hann er einfaldur í undirbúningi þar sem marengsinn er gerður deginum áður þannig að þegar gestirnir mæta þarf í raun að þeyta rjóma og setja hann saman. Hér er súkkulaðiútgáfan af þessum snilldarrétti og punkturinn yfir i-ið er dásemdar hindberjamauk. When life...
Tyrkisk Peber Panna cotta
Einn af uppáhalds eftirréttum fjölskyldunnar er Panna Cotta en sá réttur er mitt í milli þess að vera ís og búðingur og er mjög einfaldur í gerð. Kosturinn við hann er að hann má gera nokkrum dögum áður en hans er notið. Áður hef ég birt uppskrift af Panna Cotta með hindberjasósu en hér er...
Hátíðlegur límónufrómas
Hjá mörgum er ómissandi hlutur að bjóða upp á frómas í eftirrétt á jólunum eða öðrum tyllidögum. Hér er uppskrift af einum dásamlegum límónufrómas sem er sérstaklega einfalt er að gera. Þeyttur rjómi setur hér punktinn yfir i-ið. Hátíðlegur límónufrómas 5 matarlímblöð 4 eggjarauður, gerilsneyddar 4 eggjahvítur, gerilsneyddar 120 g sykur 1 vanillustöng 3...
Ískaka með Baileys makkarónukurli
Fyrir þá sem elska einfalda eftirréttir og smá Baileys þá er þessi dásemdin ein. Hér eru makkarónur látnar liggja í Baileys í nokkra stund sem gefur ískökunni ljúfan karamellukeim. Ef kakan er ætluð börnum og þið viljið standa ykkur sæmilega í foreldrahlutverkinu, þá er hægt að skipta Baileys út fyrir súkkulaðimjólk. Ískakan er síðan toppuð...
Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og heitri hindberjasósu
Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og hindberjasósu er kaka sem allir súkkulaðielskendur ættu að prufa. Kakan er einföld í gerð, inniheldur ekki hveiti og svo dásamlega bragðgóð. Þvílík dásemd! Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og súkkulaðiglassúr 400 g marsipan 4 egg 45 g olía 5 msk kakó Glassúr 100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði 1 msk smjör Skraut Valhnetur, saxaðar...
Hin sívinsæla saumaklúbbskaka
Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þessa dásemdar skyrköku en það skiptir kannski ekki öllu hún slær alltaf í gegn, bæði hjá mér og þeim sem hana bragða. Það besta við þessa uppskrift er svo hversu ótrúlega litla fyrirhöfn það tekur að útbúa hana. Það skal því engan undra að þessi hafi verið...
Heimagerðar og hollar súkkulaðirúsínur
Hver kannast ekki við að hafa óstjórnlega þörf fyrir súkkulaðirúsínur…jafnvel á hverjum degi eða oft á dag. Guilty as charge segi ég nú bara og gladdist því ekki lítið þegar ég uppgötvaði þessa uppskrift að heimagerðum rúsínum. Hér má leika sér með súkkulaði að eigin vali en fyrri hollari gerðina mæli ég með 50-70% súkkulaði....
Hindberjasnittur með hvítsúkkulaðiglassúr
Þessar hindberjasnittur færa mig aftur um nokkur ár. Til tíima þegar hraðinn var minni, ömmur sátu og prjónuðu, sólin skein allt sumarið og þegar varla var hægt að opna hurðina fyrir snjó á veturnar…..ahhh þú ljúfa nostalgía. En nóg um það, kökurnar eru jafn góðar og mig minnti ef ekki bara betri. Stökkar með hindberjamarmelaði...
Ostakaka með ferskum jarðaberjum og kókosrjóma
Ofureinfaldur og meinhollur eftirréttur sem allir munu elska. Hér þeyti ég kókosrjóma en honum má auðveldlega skipta út fyrir hinn venjubundna rjóma. Yndislegur eftirréttur alveg hreint. Ostakaka með ferskum jarðaberjum og kókosrjóma 250 g Philadelphia rjómaostur 60 g flórsykur 1 dós Blue dragon full fat kókosmjólk* 1 kg fersk jarðaber, skorin í fernt 15...
Frosin jógúrt á 5 mínútum
Þegar ég var í Barcelona á sínum tíma var mér bent af spænskri fjölskyldu á ísbúð sem seldi heimsins besta jógúrtís. Ísbúðin heitir Bodevici og er staðsett í Gracia hverfinu, nánar tiltekið á Torrijos street og ég get tekið undir það að þar má finna einn þann allra besta ís sem ég hef bragðað. Fyrir ykkur sem...
Grillaður ananas með kókos, pistasíuhnetum og heitri súkkulaðisósu
Grillaður ananas með kókos, pistasíuhnetum og heitri súkkulaðisósu er dásamlega ferskur, hollur og bragðgóður eftirréttur. Grillaður ananas með kókos, pistasíuhnetum og heitri súkkulaðisósu 1 ananas skorinn í sneiðar 100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði, brætt kókosmjöl Pistasíuhnetur Grillspjót, lögði í bleyti Stingið grillspjótunum í ananasbitana. Grillið ananasinn þar til hann er farin að hitna og...
Ofneysla sykurs, markaðsöfl og áhrif. Hvert viljum við stefna?
Á dögunum fór ég á ráðstefnu sem bar heitið Foodloose þar sem mataræði nútímamannsins og áhrif þess á lífsstílssjúkdóma var skoðað frá mörgum hliðum. Þar var fjallað um hvort vísindin sem við byggjum baráttu okkar gegn lífsstílssjúkdómum standi á sterkum grunni og þar af leiðandi hvort skilningur okkar á grunnforsendum í meðhöndlun þessara sjúkdóma sé...
Oreo ostakaka með hnetusmjörrjóma sem ekki þarf að baka
Fyrir okkur sem elskum Oreokexkökur, hnetusmjör og rjóma og allt sem tekur enga stund að gera að þá er þetta rétta kakan fyrir ykkur. Himnesk, einföld og unaðslega góð Oreo ostakaka með hnetumjörrjóma og salthnetum. Oreo ostakaka með hnetusmjörrjóma sem ekki þarf að baka 20 stk Oreo kexkökur 60 g smjör, brætt 225 g...
Bananakaka með möndlu- og döðlubotni toppuð með kókossúkkulaðikremi
Hvort sem þið elskið eða elskið ekki hrákökur, þá munið þið öll elska þessa sælu. Þessi dásamlega kaka er stútfull af góðri næringu eins og möndlum, döðlum, eggjahvítum, kókosmjólk og bönunum. Hún er einföld í gerð og algjört sælgæti í munni. Bananakaka með möndlu- og döðlubotni og kókossúkkulaðikremi 4 þeyttar eggjahvítur 1 dl döðlumauk (heitu vatni...