Ég hef sagt það áður en segi það aftur – mikið er gott að fá góðan fiskrétt. Hráefni sem ég elda ekki nægilega oft en veitir vellíðan og með réttri uppskrift hinn mesti veislumatur. Þessi uppskrift er einföld og fljótleg og í hana má nota hvaða fisk sem er í rauninni. Klikkar aldrei. Fiskur í...
Category: <span>Fiskur</span>
Humarvefjur með hvítlauks aioli
Síðastliðinn þriðjudag var frumraun mín í sjónvarpi þegar Sjónvarp Símans sýndi þáttinn Ilmurinn í eldhúsinu sem unnin var af SKOT production. Það verður nú að viðurkennast að það var skrítið að horfa á sjálfan sig í svona löngum þætti, en ég er sátt við útkomuna og þakka ég því fagmönnum sem að þessum þáttum stóð....
Hungangsbleikja með möndluflögum
Bleikja þykir mér alltaf svo bragðgóð og best elduð á einfaldan hátt. Þrátt fyrir að ég sé alsæl með bleikju steikta uppúr smjöri með steinselju og hvítlauk (namm) þá langar mig að gefa ykkur uppskrift af bleikju með hunangi og möndluflögum sem er reyndar einnig mjög einföld og virkilega góð. Njótið vel! Einfalt og...
Lax með döðlum og gráðosti
Þessi réttur er einn af þessum sem slær alltaf í gegn bæði hjá þeim sem hann elda og borða. Ástæðan er einfaldlega sú að eldamennskan verður hreinlega ekki einfaldari en bragðið er út úr þessum heimi. Uppskriftin sem er lax með döðlum og gráðosti kemur af bloggi Elínar Traustadóttur sem heitir KOMDUADBORDA en Elín hefur...
Himneskt humarsalat með hvítlauk, chilli og graskersfræjum
Hún Elín Traustadóttir grunnskólakennari heldur úti dásamlega girnilegri uppskriftasíðu sem ber nafnið Komdu að borða. Elín er mikil áhugamanneskja um mat og matargerð og fær mikla ánægju út úr því að stússast í eldhúsinu og matreiða hollan og góðan mat. Það sem einkennir eldamennsku hennar er einfaldleikinn og á síðunni má finna uppskriftir sem allir...
Tælenskar fiskibollur “Tod Man Pla” með dásemdar chilí sósu
Við elskum hreinlega þessar dásamlegu fiskibollur sem kallast “Tod man pla” og henta vel í léttan hádegis eða kvöldverð en er einnig skemmtilegt sem forréttur. Borið fram með dásemdar heimagerðri chilísósu sem mun vekja mikla lukku. “Tod Man Pla” Tælenskar fiskibollur með ómótstæðilegri chilísósu 400 g laxaflök, roðlaus (eða fiskur að eigin vali)...
Pestófyllt tortellini með reyktum laxi og parmesan
Ég hef undanfarið verið í leit að góðu pastasalati eins þessu sem hefur verið í öllum veislum sem ég hef haldið síðustu 10 ár og loksins fann ég annað jafn æðislegt. Reyktur lax, klettasalat, ómótstæðileg parmesandressing og svo það sem setur punktinn yfir i-ið dásamlega bragðgott og ferskt pasta frá RANA. Reyndar svo gott að flestir...
Mango chutney bleikja sem slær öllu við!
Mér féllust gjörsamlega hendur þegar ég gerði þennan fiskrétt í fyrsta sinn. Börnin sem nokkrum mínútum áður höfðu horft á mig illum augum þegar þau fréttu að það væri fiskur í matinn spurðu hvort ég gæti ekki gert meira eftir að þau höfðu sleikt diskana sína. Bleikja í mangóchutney með söxuðum hvítlauk er himneskur réttur...
Grillaðar chillí risarækjur með fersku avacadósalsa
Um daginn fór ég í dásamlegum félagsskap með Icelandair til Edmonton. Þó stoppið hafið verið stutt var ferðin yndisleg og einkenndist af gleði, verslunarferð, sól, hvítvíni og góðum mat. Yndislegt alveg hreint. Ég steingleymdi að taka mynd af veitingastöðunum og matnum, sem þýðir að ég var líklega bara í fríi að njóta, en verð samt...
Humarpasta með tómatbasilpestói
Frábær helgi framundan þar sem margir Íslendingar munu njóta þess að horfa á Íslendinga keppa við Frakka á EM í fótbolta næstkomandi sunnudag. Ég veit í alvörunni ekki hvort taugarnar mínar þoli þetta og það í 90+ mínútur. Við sem verðum ekki í París á sunnudaginn þurfum endilega að gera okkur glaðan dag og hóa...
Asískur lax með hunangsgljáa
Vonandi áttu þið öll góða páska, þar sem þið gædduð ykkur á góðum mat í enn betri félagsskap. Ég naut mín að minnsta kosti í botn í mat, drykk, góðum félagsskap og yndislegu umhverfi í Austurríki þar sem ég var í skíðaferð. Fyrir alla skíðaáhugamenn sem hafa ekki látið verða af því að skíða erlendis...
Lax með hunangs- og balsamikgljáa toppaður með tómata- og furuhnetukryddjurtamauki
Lax er ávallt vinsæll hjá mínum fjölskyldumeðlimum og þá þegar hann er eldaður samkvæmt þessari uppskrift. Hér er fiskurinn penslaður hunangs- og balsamikgljáa og toppaður með kryddjurtamauki með tómötum, furuhnetum og steinselju. Rétturinn er himneskur á bragðið og svo einfaldur og fljólegur í gerð. Lax með balsamikgljáa, furuhnetum, tómötum og kryddjurtamauki 700 g laxaflak 200...
Fish and chips með jógúrtsósu og heimagerðum frönskum
Fiskur og franskar eru hinn fullkomni réttur þegar þið viljið reyna að vinna upp fiskneysluna án þess að missa ykkur i hollustunni. Fiskurinn er stökkur og ferskur með nýkreystri sítrónu og hér toppaður með dásamlegri sósu sem er einföld í gerð og heimagerðum frönskum. Réttur sem er bestur í góðum félagsskap og ekki verra...
Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum
Ómótstæðilegt kartöflusalat sem er öðruvísi en allt annað sem þið hafið bragðað. Frábært með indverskum mat, rajtasósu og naan brauði en passar einnig með öðrum mat og þá sérstaklega fiski og kjúklingi eða bara eitt og sér sem grænmetisréttur. Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum 1 msk engifer, smátt söxuð 1 stór sæt kartafla, skorin...
Sushi í veisluna
Sushi er ávallt vinsæll réttur og þá sérstaklega þegar margir koma saman. Sushi er einstaklega ljúffengt og létt í maga og tiltölulega einfalt í gerð. Hér eru hrísgrjónin aðalmálið mikilvægt að gefa sér smá tíma í að nostra við þau. Ef að þau eru gerð á réttan hátt eru manni allir vegir færir og hægt...
Hunangsmarineruð bleikja með soyasósu og pistasíuhnetum
Ég fékk svo dásamlega sendingu frá Ektafiski um daginn eða ýmsar tegundir af hágæðafiski frá þeim. Það kom sér heldur betur vel enda er ég stöðugt að reyna að auka fiskineyslu fjölskyldunnar. Í sendingunni var meðal annars þessi fallega bleikja sem kemur frá Rifósi í Kelduhverfinu og er víst með þeim betri á markaðinum. Ég gerði marineringu sem...
Frábær fiskréttur í rjómasósu með grænmeti og fetaosti
Jæja er þá ekki kominn tími á góðan fiskrétt sem er hollur en samt smá “gúrm”? ‘Þennan rétt er einfalt að gera og í raun hægt að nota það grænmeti sem til er í ískápnum hverju sinni og nýta þannig það sem þið eigið nú þegar. Verið óhrædd við það. Fiskréttinn er hægt gera bæði...
Fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti
Hér er á ferðinni fiskréttur fyrir lúxusgrísi og nautnaseggi með meiru sem láta sér engan veginn nægja að fá soðna ýsu. Einfaldur en gjörsamlega ómótstæðilegur fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti sem gleður! Fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti 3 græn epli, afhýdd og skorin í bita 1 paprika (græn eða rauð), skorin...