Það er eitthvað við þennan árstíma sem fær mig til að langa að nota pekanhnetur í alla eldamennsku og bakstur. Ætli ég sé ekki undir Bandarískum áhrifum þar enda þakkagjörðahátíðin ekki langt undan og pekanhnetur mikið notaðar í kringum þann mat hvort sem það er í fyllingu, í sósur eða kökurnar. Aldrei skulu þessir ofurljúfu pekanhnetubitar...
Category: <span>Jólin</span>
Allra bestu smákökurnar?
Uppskriftina* að þessum súkkulaðibitakökum rakst ég á um daginn og þar sem því var haldið fram að þessi uppskrift væri sú allra allra allra besta. Það hljómar náttúrulega ofurvel og því ákvað ég að henda í þessa uppskrift í dag þegar að löngunin í eitthvað sætt (og pínu jóló (nei ég sagði þetta ekki!!!!)) kom...
Himneskar bollarkökur með vanillu og sykurpúðakremi
Ég ákvað að taka þetta afmælisdæmi alla leið. Kannski spilaði það inn í að mig langaði í köku, mögulega, en mér tókst að minnsta kosti auðveldlega að sannfæra mig um að það væri ekkert afmæli án köku og gerði því þessar einföldu, æðislegu og ómótstæðilegu bollakökur. Þær eru svo bragðgóðar að ég get ekki hætt...
Smákökur með súkkulaði og hnetusmjöri
Ég ætlaði að gera eitthvað hollt en það var svo mikil rigning að ég hætti við og gerði þessar súkkulaðibitasmákökur í staðinn….hlutirnir verða ekki rökréttari! Þetta var ást við fyrsta bita enda ólýsanlega bragðgóðar. Stökkar en um leið mjúkar, með mildu hnetusmjörbragði sem blandast ljúflega við súkkulaðidropana og salthnetubitana. Það besta er að það tekur...
Ceviche lúða
Þessi réttur sérstaklega einfaldur og dásamlegur á bragðið. Hann er gerður sólahring áður en bera á hann fram. Fiskurinn eldast í sýrunni af limesafanum og verður við það þéttur í sér og einstaklega ferskur á bragðið. Fullkominn hollur og bragðgóður forréttur eða sem smáréttur og það án mikillar fyrirhafnar. Chevise lúða 800 g smálúða (eða...
Jarðaberja & spínatsalat
Uppskriftina að þessu dásamlega bragðgóða og sæta jarðaberja- og spínatsalati fékk ég hjá henni Eddu Jónasdóttur fyrir mörgum árum. Edda er kokkur af guðs náð og allt sem hún eldar og bakar er ólýsanlega gott. Hún mun koma við sögu síðar sem gestabloggari hjá mér en þangað til hvet ég ykkur til að prufa þetta....
Jólagjafahugmyndir matgæðingsins
Í kringum jólin er svo gaman að koma færandi hendi og gleðja vini og vandamenn með smá góðgæti. Hér koma hugmyndir að 7 bragðgóðum, tiltölulega einföldum og skemmtilegum jólagjöfum sem munu hitta í mark hjá þeim sem þær fá. 1. Smákökur með trönuberjum og hvítu súkkulaði Þessar komast algjörlega á topp tíu listann yfir bestu...
Snjókornakonfekt
Hér kemur eitt einstaklega fallegt og jólalegt nammi, konfektnammi með sykurpúðum, trönuberjum og hvítu súkkulaði. Það verður varla mikið amerískara en þetta! Ef þið finnið sykurpúða í bleikum lit er flott að blanda því saman við hvíta. Macademia hnetur fást léttsaltaðar í sumum matvöruverslunum og vel hægt að nota þær. Snjókornakonfekt 250 gr sykurpúðar (marsmellows),skornir...
Smákökur með haframjöli, kókos og súkkulaðibitum
Nú er aðventan runnin upp. Dásemdar tími sem á að snúast um að hafa það notalegt og njóta. Bakstur með börnunum er fyrir mér órjúfanlegur hluti þess að gera aðventuna notalega. Þessar gerðum við um daginn og er ásamt þessum unaðslega góðu smákökum með betri sem ég hef bragðað. Ég vona að þið njótið desembermánaðar...
Stökkir súkkulaði & karamellubitar
Ég efast um að ég geti verið mikið spenntari yfir því að láta inn uppskrift eins og ég er núna. Ég er gjörsamlega að missa mig því þessir bitar eru R.O.S.A.L.E.G.I.R! Karamellan er snilld, hún inniheldur ekki hreinan sykur, er ótrúlega einföld og mun hollari en þessi karamella sem við þekkjum best. Nú heyri ég...
Jólatrésbrauð
Nú er minna en mánuður til jóla og uppáhalds tíminn minn að renna upp, aðventan. Á aðventunni nýt ég stundarinnar og geri bara það sem er skemmtilegt. Matarboð, bakstur með börnunum, kertaljós, jólagjafir, jólabjór, jólarauðvín, jólasúkkulaði jóla jóla jóla! Það fer eitthvað minna fyrir einhverri allsherjar jólahreingerningu, enda svo dimmt á þessum árstíma að það...
Gestabloggarinn Högni S. Kristjánsson
Gestabloggarinn að þessu sinni er matgæðingurinn Högni S. Kristjánsson lögfræðingur. Högni er mikill áhugamaður um matargerð og duglegur að prufa sig áfram með nýja og spennandi rétti og það er ávallt tilhlökkunarefni að vera boðið í mat til hans, enda á maður þar alltaf von á góðu. Ég er svo glöð með að hann skyldi...
Dásamlegar & danskar eplaskífur
Eplaskífur hafa fylgt mér frá barnæsku enda er mamma hálf-dönsk og fyrir okkur var það að fá eplaskífur svipað og að fá pönnukökur. Strákarnir mínir sögðu að þessi uppskrift yrði að fara inn á síðuna enda elska þeir að fá eplaskífur og finnst skemmtilegt að koma með vini sína í heimsókn og kynna fyrir þeim...
Pavlova í sparifötunum
Nigella á heiðurinn að þessari fallegu og sparilegu súkkulaðipavlovu. Nigella er ein af mínum uppáhalds sjónvarpskokkum enda á hún margar frábærar uppskriftir og er bæði heillandi og skemmtilega óhefðbundin. Sumir gætu kannski verið komnir með leið á því þegar hún “vaknar” um miðja nótt og laumast í smá snarl og ég viðurkenni að það er...
Ómótstæðileg peacan pie
Peacan pie finnst mér passa svo vel við á þessum árstíma. Brakandi stökk peacanpie með ís í kaffinu eða sem eftirréttur eftir góða máltíð er algjör snilld. Þessa uppskrift fann ég á allrecipes.com og er hún frábrugðin upprunarlegu bökunni að því leiti að þessi inniheldur ekki sýróp og er alveg dásamleg á bragðið. Ég vona...
SúkkulaðibitaBomba
Ommnommmnommm……þessi eftirréttur er fyrir alla eftirrétta elskendur þarna úti. Það tekur enga stund að skella í eina svona dásamlega stökka súkkulaði-karmellusnilld og upplifunin er himnesk. Skelltu tveimur stjörnuljósum í og þú ert komin með áramótaréttinn þetta árið. Það er engin þörf fyrir fleiri orð…þessi selur sig alveg sjálf! SúkkulaðibitaBomban 1 bolli = 230 ml 230...
Smákökur með trönuberjum og hvítu súkkulaði
Nú nálgast jólin óðfluga sem er fáránlegt því mér finnst eins og sumarið sé nýhafið. En þessi árstími hefur sko alveg sinn sjarma og fátt jafn kósý og göngutúr í kuldanum, teppi, heitt kakó og nýbakaðar smákökur. Þessar komast algjörlega á topp tíu listann yfir bestu smákökur sem ég hef á ævinni bragðað á. Trönuber...
Wonton ravioli
Algjörlega perfecto humarravioli Ég elska ravioli og finnst gott ravioli dásamlegra en allt dásamlegt. Hinsvegar getur það verið mjög tímafrekt sé það gert frá grunni og oft verður deigið utanum raviolíið of þykkt. Nýlega uppgötvaði ég hinsvegar snilldina við að nota wonton filmur í stað venjulegs pastadeigs. Það er svo óendanlega sniðugt að ég ætla...