Helgin nálgast og því ekki að gera sér glaðan dag og fá sér dásaemdar pastarétt með pepperoni og piparostasósu. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð og elskaður af öllum sem hann bragða. Í þennan rétt notaði ég nýja uppáhalds pastað mitt sem er ferskt og kemur frá RANA. Ég notaði í þetta sinn hvítt og grænt...
Category: <span>Kjöt</span>
Eina kjúklingauppskriftin sem þú þarft að kunna
Ef þú ættir aðeins eina kjúklingauppskrift þá myndir þú eflaust vilja að það væri uppskrift sem slær alltaf í gegn og þú gætir borðað alla virka dag en gætir jafnframt boðið upp á í fínu matarboði fyrir forsetann. Tadararaaaaa…leitið ei lengra – uppskriftin er þessi dásemdar kjúklingur sem er svo safaríkur að hann næstum bráðnar...
Stökkar og bragðmiklar kjötbollur í hoisinsósu
Kjötbollur eru alltaf jafn dásamlegar og þær höfum við gert í ýmsum útgáfum sem allar virðast vekja jafn mikla lukku og þær vinsælustu á GulurRauðurGrænn&salt eru einföldu ítölsku kjötbollurnar syndsamlega góðu kjötbollurnar í kókos – karrýsósu og svo þessar klassísku kjötbollur í brúnsósu. Nú er kominn tími á enn eina dásemdin en hér kynnum við til leiks...
Grillað lambalæri með bláberja- og hunangsmarineringu
Könguló könguló vísaðu mér á berjamó! Eftir þetta dásamlega sumar er berjauppskeran í hámarki og falleg og safarík ber finnast víða. Hvort sem á að nýta berin í sultur, eftirrétti, kökur eða hristinga þá hvetjum við ykkur til að skella ykkur út í náttúruna í berjatínslu. Fyrir fólk sem veit ekki hvar það á að...
Grillað Kofta með guðdómlegri tzatziki sósu og flatbrauði
Það er vel við hæfi að nota þessa síðustu daga sumarsins í að grilla eins og enginn sé morgundagurinn. Þessi réttur, sem að hluta til kemur frá skemmtilegu matarbloggi sem kallast The Kitchn sló allhressilega í gegn á mínu heimili enda hrein dásemd. Uppskriftin er einföld og fljótleg og jafnvel flatbrauðið sem er án gers...
Chilíborgarar með hvítlauksparmesan ostasósu!
Það er erfitt að gera upp á milli barnanna sinna og það sama á svo sannarlega við um góðar uppskriftir. Ég hef lengi dýrkað Chilí mayo smáborgarana sem slógu allrækilega í gegn þegar þeir birtust fyrst, og fundist þeir bestu sem ég hef á ævinni bragðað. Svo koma þessir dásamlegu grillborgarar inn í líf mitt....
Hin fullkomna steik á 6 mínútum
Í eldamennskunni sem og öðrum hlutum í þessu lífi hefur maður ákveðnar hamlanir og hvað eldamennskuna varðar eru mínar hamlanir klárlega steikur og sósur. Það kitlaði mig samt eitthvað þegar ég rakst á uppskrift að hinni fullkomnu nautasteik “for dummies”. Þarna var mögulega eitthvað fyrir mig. Ég brunaði því út í búð og keypti í...
Nautasalat með sweet chillí-lime sósu
Ég hef sagt það oft áður en tælensk matargerð er í miklu uppáhaldi og þá sérstaklega vegna þeirra staðreyndar að fersk hráefni eru þar ávallt í hávegum höfð. Þetta sumarlega Thai nautakjötssalat er ofboðslega hollt og gott og algjör óþarfi að rjúka út í búð og kaupa allt sem nefnt er í uppskriftinni. Það er...
Mexíkóskur ostborgari með heimagerðu guagamole og tómatasalsa
Takið upp grillið, opnið bjórinn og útbúið þennan mexíkóska ostborgara með guagamole og tómatsalsa. Hann er ofureinfaldur í gerð þó svo að hráefnin séu nokkur og smellpassar með kartöflubátum eða nachos. Mexíkóskur ostborgari 1 kg nautahakk 3 hvítlauksrif, smátt söxuð 45 g brauðmylsnur 1 egg ½ tsk kóríanderkrydd ½ tsk cumin (ath ekki kúmen)...
Tilbrigði við Boeuf Bourguignon
Að þessu sinni bjóðum við velkomna góða gestabloggara til okkar en það eru þau Guðrún Hrund Sigurðardóttir hönnuður og fyrrverandi ritstjóri Gestgjafans og Hörður Harðarson húsasmiður, en þau eru fólkið á bak við fyrirtækið Meiður. Meiður er lítið framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig aðallega í handunnum framreiðslu-og skurðarbrettum, kökukeflum og ýmsum öðrum munum úr gæðavið....
Kjötbollurnar sem við elskum öll
Það er viðeigandi á þessum dásamlega bolludegi að birta uppskrift af sænskum kjötbollum í brúnsósu, sem við elskum öll. Kjötbollurnar og sósan, borin fram með kartöflumús og tytteberjasultu er fullkomnun ein og ég tala nú ekki um þegar börn eiga í hlut. Hér verða allir sáttir og njóta vel! Sænskar kjötbollur Gerir um 24 stk...
Kínverskt nautakjöt í spicy appelsínusósu
Það er langt síðan við höfum boðið upp á góða uppskrift af nautakjöti en hér kemur ein ómótstæðileg. Hún er eins og allar uppskriftir sem við elskum svo mikið, einföld, fljótleg og ó-svo bragðgóð. Mælum með þessari snilld. Kínverskt nautakjöt í spicy appelsínusósu 700 g nautakjöt 2 tsk fínrifinn appelsínubörkur 120 ml appelsínusafi 50...
Fylltur lambahryggur með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti
Gamli góði lambahryggurinn er ávallt dásamlegur en hér er hann í örlítið sparilegri útgáfu og skorinn í lambakórónur í kjötborðinu með hreint út sagt himneskri fyllingu. Þessi uppskrift gerðum við fyrir tímaritið Sumarhúsið og garðinn en þar má finna fleiri girnilegar uppskriftir sem henta vel fyrir jólahátíðina. Lambakjötið er ávallt góður kostur sem hátíðamatur og...
Huggulegur haustmatur lambaskankar með rótargrænmeti
Leyfið mér að kynna nýja æðið mitt, lambaskanka. Dásamlegur “comfort food” sem smellpassar á dimmum rigningardegi, við kertaljós og rauðvínsglas. Lambaskankar með rótargrænmeti 2 lambaskankar salt 2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 3 gulrætur, saxaðar 2 sellerístilkar, saxaðir 4 kartöflur, skornar í fernt 1 hvítlauksrif, pressað 300 ml vatn + 1 lambateningur 1 tsk timíankrydd...
Tælenskur chilíkjúklingur á 10 mínútum
Tælensk matargerð er í miklu uppáhaldi hjá mér og þessi tælenski chilíkjúklingaréttur er minn besti vinur á virkum kvöldum, þegar tíminn er af skornum skammti. Hann er ofureinfaldur í gerð og tekur einungis 10 mínútur í undirbúningi og bragðast ó-svo-vel. Tælenski chilíkjúklingurinn Fá hráefni og einfaldur í gerð Omnomm Tælenskur chilíkjúklingur 2 msk...
Grískt lambalæri með tómat- og ólífusósu
Einn af mínum uppáhalds réttum til að bjóða upp á þegar gesti ber að garði er gamla góða lambalærið. Þarna erum við einfaldlega að tala um rétt sem allir elska, jafnt ungir sem aldnir og gaman er að bera fram. Lambalærið er réttur sem hentar svo ótrúlega vel þegar að fjöldi gesta er í meira...
Kóresk rif sem hreinlega falla af beinunum
Mér finnst þetta hreinlega tilheyra á fallegu sumarkvöldi að dundast við að marinera rif, grilla þau og borða svo með bestu lyst. Ég er mjög hrifin af bbq svínarifjum en þessi uppskrift að kóreskum rifjum gefur hinum ekkert eftir. Í þessari uppskrift gildir í raun að því lengur sem rifin eru marineruð því betri verða...
Fyllt lambafillet með með myntu, döðlum og mozzarellaosti
Uppskriftin af þessum fylltu lambafillet birtist í Árbæjarblaðinu fyrr í vor en í því blaði má oft finna ansi girnilegar uppskriftir frá matgæðingum búsetta í Árbænum. Það voru þau Halldór Már Sæmundsson og Hrund Pálmadóttir sem gáfu lesendum þessa uppskrift sem ég mátti til með að prufa og óhætt að segja að rétturinn hafi slegið í...