Þessi eftirréttur er fyrir okkur, forföllnu Oreo aðdáendurna. Ekki nóg með það er hann einnig tilvalinn fyrir þá sem vilja henda í eitthvað gúrm á stuttum tíma. Eftirréttinn má gera með góðum fyrirvara og verður bara betri ef eitthvað er sólahring síðar. Ofureinföld og girnileg súkkulaðimús Oreo súkkulaðimús Fyrir 6 300 g...
Category: <span>Kökur & smákökur</span>
Frábærar múslí brownies
Þessar brúnkur rjúka út í öllum boðum og ávallt er beðið um uppskriftina sem ég gef að sjálfsögðu með glöðu geði. Sonur minn sagði að þetta væri í alvörunni bestu kökur sem hann hafði bragðað og ég get alveg tekið undir það að þær komast ansi ofarlega á listann. Svo elskum við hvað þær eru...
Bláberjamuffins með hnetumulningi og hvítu súkkulaði
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum hjá kökumeistaranum sjálfum henni Kristínu Viktors en hún heldur úti Ævintýrakökur Stínu sem gerir ævintýralega fallegar kökur fyrir ýmis tilefni. Uppskriftin að þessum kökum gleymdist þar til nú – en betra er seint en aldrei. Þessar eru gjörsamlega ómótstæðilegar. Bláberjamuffins með hnetumulningi og hvítu súkkulaði Ca. 12...
Ricotta pönnukökur ala Nigella
Þessar pönnukökur sem koma frá hinni dásamlegu Nigellu Lawson eru frábrugðnar hinum hefðbundnu pönnukökum að því leyti að þær innihalda ricotta sem gerir þær dásamlega létta og ljúffengar. Með því að velta léttþeyttu eggjahvítunum út í ricotta blönduna í lokin fæst þessi yndislegi léttleiki. Pönnukökurnar smellpassa með ferskum berjum og hlynsírópi. Gleðilegt væntanlegt sumar! ...
Krispy Kreme ostakaka með saltkaramellu
Haldið ykkur fast! Fyrir hina fjölmörgu aðdáendur Krispy Kreme er komin ein rooooosaleg og gjörsamlega ómótstæðileg ostakaka með súkkulaðibotni og saltkaramellu. Þessi slær í gegn svo um munar! Krispy Kreme ostakaka með saltkaramellu Styrkt færsla 20 súkkulaði samlokukex 3 msk smjör, brætt 3 (225 g) pakkar rjómaostur, við stofuhita 170 g sykur...
Músli sælgætisbitar með hnetusmjöri og sykurpúðum
Nú ætla ég að gefa ykkur uppskrift af múslí sælgætisbitum með hnetusmjöri og sykurpúðum sem eins og nafnið bendir til eru hættulega góðir. Ekki vera ein heima með þessum! Múslí sælgætisbitar 250 g súkkulaðihafrakex 200 g smjör, skiptist niður 100 g hnetusmjör 150 g síróp 50 g sykur 40 g sykurpúðar 250 g Kellogg’s...
Vegan brownie með kókos, döðlum, chia og gojiberjum
Það er svo dásamlegt að gæða sér á góðri súkkulaðiköku og enn betra ef hún inniheldur góða næringu sem veitir okkur vellíðan – bæði á líkama og sál. Þessi dásamlega brownie kemur frá Monique sem heldur úti síðunni Ambitious Kitchen. Þar má finna margt gómsætt og girnilegt og ég kolféll fyrir þessari uppskrift sem ég...
Ofureinföld eplakaka með stökkum múslímulningi
Hvað er betra en nýbökuð ylvolg eplakaka með ís og..já ég sagði OG rjóma. Þessi uppskrift er ofureinföld í gerð og bragðast hreint út sagt dásamlega. Kanillegin epli með karmellukeim og stökkum múslímulningi sem setur punktinn yfir i-ið í þessari frábæru uppskrift. Bakið – borðið og njótið! Frábær eplakaka og svo ofureinföld Eplakaka...
Hin fullkomna kaka fyrir kvöldkaffið
Er það bara ég eða eru fleiri með sjúklega nostalgíu fyrir kvöldkaffi. Eitthvað nýbakað, sem ilmar dásamlega, kannski smá óhollt, rétt áður en þú ferð að bursta tennurnar. Þessi vanillukaka með kanilfyllingu inniheldur sýrðan rjóma sem kemur í veg fyrir að hún verði þurr ein og margar kökur af svipuðum toga. Þessi er svvvooo mjúk,...
Allra besta hráfæðikakan – tilbúin á 15 mínútum!
Ég er mjög spennt að deila þessari góðu súkkulaðiköku með ykkur. Hún er ótrúlega einföld í gerð og svo ótrúlega góð. Þessi kaka er svo góð að ég segi án þess að hika að hún sé sú allra besta sem ég hef bragðað. Hlakka til að heyra hvað ykkur finnst! Nei sko –...
Ótrúlega ljúffenga súkkulaðikakan hans Ottolenghi
Yotam Ottolenghi tekst alltaf að koma með uppskriftir sem heilla og í matreiðslubók sinni SWEET sem hann gerði í samvinnu við Helen Goh kemur hann með uppskrift að því sem þau kalla Heimsins besta súkkulaðikaka! Reyndar hefði hún allt eins geta verið kölluð heimsins einfaldasta súkkulaðikaka en bæði á vel við. Þessi er algjörlega ómótstæðileg. Það...
Hollar karamellu kókoskúlur gestabloggarans sem er með brennandi áhuga á heilsu
Næsti matarbloggari heitir Jóhanna S. Hannesdóttir er þjóðfræðingur, rófnabóndi, blaðamaður og höfundur bókarinnar “100 heilsuráð til langlífis”. Hún er með með brennandi áhuga á öllu sem viðkemur heilsu móður jörðu og andlegum málefnum. Ég rakst á þessa ótrúlega girnilegu uppskrift af þessum girnilegum nammibitum á Sunnlenska og Jóhanna var svo almenninleg að leyfa mér að...
Rice Krispies Sörurnar hennar Hrefnu sem slegið hafa í gegn
Ilmurinn úr eldhúsinu eru nýjir jólaþættir sem voru gerðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir sem unnir voru af SKOT production eru fjórir og í hverjum þætti elda matgæðingar sinn uppáhalds jólamat og segja frá sínum matarhefðum. Matgæðingarnir eru Ragnar Freyr, Læknirinn í eldhúsinu, Jói Fel, Hrefna Sætran og undirrituð fyrir hönd GRGS. Þættirnir eru hinir glæsilegustu...
Lúxus Twix hafraklattar
Þessa hef ég bakað áður við mikla lukku enda eru hér á ferðinni lúxus útgáfa af hafraklöttum sem innihalda saxað Twix súkkulaði. Einfaldir og fljótlegir en ofboðslega ljúffengir. Twix hafraklattar 250 g smjör, lint 180 g púðursykur hrært vel saman með smjörinu 2 egg bætt við og hrært vel saman 1 tsk vanillusykur...
Hafrakökur með kókos og súkkulaðirúsínum & ný matreiðslubók GRGS
Ég er að komast í jólaskap – ójá ég er ein af þessum sem kemst í jólaskap aðeins of snemma. Kannski er ein ástæða þess sú að hjá mér byrjar undirbúningur fyrir jólauppskriftir strax í haustbyrjun, jafnvel fyrr. Í fyrra gerði ég til dæmis jólakökubækling í júní. Þannig að jólaskap í nóvember í því samhengi...
Heimagerðir hraunbitar með söltuðum möndlum og daimkurli
Þessir heimagerðu sælgætisbitar eru algjört æði. Þeir minna helst á hraunbita þar sem saltaðar möndlur og Daimkurl setja punktinn yfir i-ið. Ókosturinn við þessa annars dásamlegu bita er að þrátt fyrir að vera fljótlegir í gerð þá klárast þeir oftast enn hraðar. Því er gott að tvöfalda uppskriftina bara strax. Varist að vera ein heima...
Bingókúlu Rice Krispies kaka
Rice Krispies kökurnar hafa lengi verið vinsælar og koma í ýmsum útgáfum. Þessi er að mínu mati sú allra besta. Dísæt og dásamleg. Það er ekkert verið að grínast með þetta yndi! Bingókúlu Rice Krispies kaka Botn 100 g smjör 100 g suðusúkkulaði 3 msk síróp 150 g bingókúlur 200 g Rice Krispies Lakkríssósa 150...
Súkkulaðikaka í hollari kantinum
Ný vika heilsar og hún byrjar einfaldlega svo miklu betur með sneið að lungamjúkri og volgri súkkulaðiköku. Þessi er reyndar í hollari kantinum með döðlum og möndlum – en bragðið er himneskt. Uppskriftin er að fyrirmynd döðlukökunnar af hinu góða matarbloggi Húsið við sjóinn. Súkkulaðikaka í hollari kantinum 175 g döðlur 3 msk vatn 140...