Í nýjsta tölublaði Nýs lífs má finna nokkrar góðar og girnilegar uppskriftir frá GulurRauðurGrænn&salt og meðal annars þennan skemmtilega rétt að fylltum kjúklingabringum með eplum- og osti sem þið verðið hreinlega að prufa. Epla- og ostafylltar kjúklingabringur Fyrir 4-5 4 – 5 kjúklingabringur salt og pipar 2 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla teninga...
Category: <span>Lágkolvetna fæði</span>
Syndsamlega góðar kjötbollur í kókoskarrýsósu
Ég hef ekki farið leynt með það hversu hrifin ég er af asískri matargerð og þá sérstaklega vegna ferskleika hráefnisins og hollustunnar sem fylgir því að elda og gæða sér á þannig mat. Ég birti um áramótin færslu þar sem ég sagði stuttlega frá ferð fjölskyldunnar til Tælands yfir jólin ásamt því að gefa uppskrift af...
Ofnbökuð fajitas veisla
Mexíkóskur matur er alltaf jafn góður og á mínu heimili var kominn tími á klassískar tortillur með fullt af grænmeti og góðum kjúklingi. Ég rakst á spennandi uppskrift þar sem kallaði á mig en þar var einfaldleikinn í fyrirrúmi og ég hreinlega varð að prufa. Hér er grænmeti og kjúklingi blandað saman í ofnfast mót...
Einfaldur rósmarínkjúklingur í parmaskinku
Þó svo að vorið sé ekki komið til okkar að þá má engu að síður þykjast. Hér er á ferðinni léttur og ljúffengur réttur sem færir okkur að minnsta kosti sól í hjarta. Nýja uppáhaldið mitt eru kjúklingalæri sem eru ljúf tilbreyting frá kjúklingabringunum en þau eru oft mýkri og safaríkari. Í þessari uppskrift notaði...
Ítölsk tortellini tómatsúpa
Ef það er einhver tímann rétti tíminn fyrir heita súpu að þá myndi ég halda að það væri núna en þegar þessi færsla er skrifuð er úti hin klassíska blanda af rigningu og roki. Ég rakst á þessa ítölsku tortellinisúpu á Food.com og leist svo vel á að ég ákvað að prufa. Hér er á...
Gestabloggarinn Ragga Nagli
Það er ekki eingöngu þegar að maður er lítið barn sem maður velur sér fyrirmyndir í lífinu. Fyrirmyndirnar hafa að sjálfsögðu breyst eftir því sem árunum hefur fjölgað og nú eru fyrirmyndirnar mínar meðal annars fólk sem er einlægt, hefur jákvæðni að leiðarljósi, býr yfir einstakri reynslu sem það nær að miðla áfram og er...
Kjúklingasalat í öllum regnbogans litum
Þetta kjúklingasalat er í miklu uppáhaldi hjá mér og það nægir í rauninni bara að horfa á það til að átta sig á því af hverju. Allir þessir fallegu litir komnir saman í matarmikla, næringarríka og ljúffenga máltíð. Reyndar svo ljúffenga að börnin borða þetta með allra bestu lyst, þó kannski sé fussað og sveiað...
Kjúklingaréttur með hnetusmjörsósu
Ummmm! Ég fékk góða gesti í heimsókn um daginn. Þar bauð ég upp á þennan dýrindis kjúklingarétt með sósu sem er að mínu mati æðri öllum öðrum sósum sem ég hef bragðað. Gestirnir sleiktu diskinn þegar ég sá ekki til og ég sleikti diskinn þegar að þeir sáu ekki til. Meðmælin gerast ekki betri en...
Spicy kjúklingaleggir með gráðostasósu
Í gamla gamla gamla daga, vann ég á veitingastað þar sem fjörug tónlist ómaði, íklædd stuttum hvítum kjól sem var allur útnældur. Þessi staður hét Hard Rock Café og var staðsettur í Kringlunni. Matseðillinn samanstóð af réttum sem enn þann daginn í dag standa fyrir sínu eins og ostastangirnar, salatvefjurnar, grísaborgarinn, grænmetisborgarinn, brownie ístertan, djöflatertan...
Indversk kjúklingasúpa
Helgin mín var heldur betur skemmtileg en ég var að kynna nýju matreiðslubókina mína – Fljótlegir réttir fyrir sælkera – á bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar bauð ég gestum og gangandi upp á Kúlugottið dásamlega. Ég bjó til 5000 stykki fyrir helgina sem kláruðust öll og í hvert skipti sem fólk smakkaði heyrði ég alltaf..ummmmm. Þarna voru...
Kalkúnn með majonesmarineringu
Að bjóða upp á og borða kalkún er fyrir mér afskaplega hátíðlegt. Kannski er það vegna þess hversu sjaldan ég elda kalkún eða vegna þess að þegar það er gert að þá hóar maður í stóran hóp af vinum og vandamönnum og reynir að gera skemmtilega stemmningu í kringum máltíðina. Það eru til margar aðferðir...
Fræhrökkbrauðið góða
Hér er góð útgáfa af þessu sívinsæla, holla og næringarríka fræhrökkbrauði sesm tilvalið er að hafa sem snarl yfir daginn eða bjóða upp á í saumaklúbbnum. Vekur ávallt lukku! Fræhrökkbrauð ½ dl sólblómafræ ½ dl sesamfræ 3/4 dl hörfræ ½ dl graskersfræ ½ tsk salt 1 dl maizenamjöl ½ dl matarolía 1 ½ dl sjóðandi vatn...
Ofureinfaldur kjúklingaréttur með sveppum og þistilhjörtum
Kjúklingaréttur með þistilhjörtum Þegar maður kemst á bragðið með að borða þistilhjörtu er erfitt að hætta. Fersk eru þau einhver allra fyrirhafnarmesti matur sem finnst – og í þokkabót grátlega lítið ætt af hverju og einu. En bragðið heldur manni við efnið. Marineruð í olíu í krukku eru þau aðeins auðveldari viðfangs. Og ekkert síðri....
Omnom salatvefja með chilíkjúklingi
Salatvefjur minna mig alltaf á Bandaríkin. Ef ég er svo heppin að vera á leiðinni þangað er það alltaf á “to-do” listanum að fá mér salatvefju! Það hljómar kannski ekki spennandi, en þeir sem hafa prufað þær og það á stað sem er kenndur við ostakökuverksmiðju vita hvað ég meina. Þar eru þær ólýsanlega góðar...
Kjúklingaréttur með kókosmjólk og rauðu karrý
Ummmm hér er á ferð réttur að mínu skapi – fullt af fallegum litum, hollustan í fyrirrúmi og svona matur sem maður upplifir að næri bæði líkama og sál! Rétturinn er meðalsterkur með 1 kúfaðri msk af rauðu karrýi og rífur aðeins í sem er voða gott að mínu mati en auðvitað misjafnt hvað fólk...
Ítalskar kjötbollur eldaðar af snillingi
Ég held því oft fram að langflestar uppskriftirnar á GulurRauðurGrænn&salt séu einfaldar og fljótlegar í gerð og við allra hæfi, líka þeirra sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í eldhúsinu. Ég ákvað hinsvegar einn daginn að láta á það reyna og tilkynnti 11 ára syni mínum að nú myndi hann sjá um kvöldmatinn....
Ítalskur fiskréttur með tómata og basilblöndu
Við byrjum nýja viku á uppskrift af dásamlegum fiskrétti með ítölskum blæ. Tómatar, hvítlaukur og fersk basilíka ásamt bræddum mozzarella gera þennan einfalda fiskrétt hreint ótrúlega bragðgóðan. Ítalskur fiskréttur með tómata og basilblöndu fyrir 4 7-800 g hvítur fiskur safi úr 1/2 sítrónu ólífuolía salt og pipar 1 box kirsuberjatómatar, skornir í tvennt 1 lúka...
Ítalskur sinnepskjúklingur með rótargrænmeti
Haustin er tími rótargrænmetis og þá streymir það í búðirnar nýtt og ferskt í öllum regnbogans litum. Það er gaman að elda úr rótargrænmeti og fjöldinn allur af uppskriftum í boði en að þessu sinni ætla ég að koma með skothelda uppskrift af ítölskum sinnepskjúklingi með rótargrænmeti. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð, fljótlegur og alveg...