Þessar kúlur eru sannkallaðar ofurkúlur en þær innihalda meðal annars chia fræ, haframjöl og möndlusmjör. Möndlusmjörið í þessa uppskrift fékk ég í Bónus frá Himneskt og fagna ég því mjög að geta loksins keypt það í almennum matvöruverslunum enda er ég farin að nota það mikið í bakstur. Það er hinsvegar einfalt að útbúa sitt...
Category: <span>saumaklúbbsréttir</span>
Kjúklingasalat með ljúfri hunangssósu
Það er óhætt að segja að maturinn sem sumarið kemur með sé í miklu uppáhaldi, enda spilar litríkt grænmeti og ávextir þar stórt hlutverk, þannig að úr verður matur sem sér algjörlega um að skreyta sig sjálfur. Kjúklingasalöt skipa stóran sess í sumarmat fjölskyldunnar enda bæði einföld í gerð, létt í maga, bragðgóð og full...
Hinn fullkomni eftirréttur
Fyrsta matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera kom út stuttu fyrir jól og fékk frábærar viðtökur. Bókin hefur að geyma rétti sem einfalt og fljótlegt er að útbúa og þar sem hráefnum er haldið í lágmarki og flækjustiginu jafnframt. Í þessari bók má finna bragðgóðar uppskriftir að bragðgóðum kvöldmat, meðlæti og eftirréttum. Í tilefni...
Silkimjúk eplakaka með heitri vanillusósu
Við þurfum ekki að hafa mörg orð um þessa dásemd. Silkimjúk eplakaka nýkomin úr ofninum og borin fram með heitri vanillusósu….Ójá – þetta gerist ekki mikið betra! Eplakaka með heitri vanillusósu 120 g smjör, mjúkt 200 g sykur 2 egg 2 tsk vanilludropar 250 g hveiti 2 tsk matarsódi 1/2 tsk salt 2 tsk...
Ofnbökuð fajitas veisla
Mexíkóskur matur er alltaf jafn góður og á mínu heimili var kominn tími á klassískar tortillur með fullt af grænmeti og góðum kjúklingi. Ég rakst á spennandi uppskrift þar sem kallaði á mig en þar var einfaldleikinn í fyrirrúmi og ég hreinlega varð að prufa. Hér er grænmeti og kjúklingi blandað saman í ofnfast mót...
Súkkulaðikaka á einni mínútu
Suma daga þarf ég að fá súkkulaði ekki seinna en núna! Löngunin hellist skyndilega yfir mig og ég geri dauðaleit af bökunarsúkkulaðinu sem stundum er til. Reyni að fá mér rúsínur til að róa sykurpúkann, en hann lætur ekki blekkjast. Í tilfellum sem þessum kemur þessi uppskrift eins og himnasending. Hér fær fljótlegt nýja merkingu...
Marengskaka með ávaxtarjóma og karmellusúkkulaðikremi
Það er fátt sem heillar jafn mikið á góðum degi þegar gera á vel við sig og marengsterta. Þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér enda dásamlega bragðgóð. Botninn með púðursykri og Rice krispies með jarðaberjarjóma og kreizí góðu súkkulaðikarmellukremi. Kaka sem er bæði mjúk og stökk í senn og fær viðstadda til að stynja....
Pestófyllt fléttubrauð
Þetta fallega pestófyllta fléttubrauð er hluti af færslu sem birtist frá GulurRauðurGrænn&salt í fermingarblaði Morgunblaðsins á dögununum en hér er á ferðinni brauð sem gaman er að bera fram í veislum. Brauðið er mjúkt og bragðgott og lítur skemmtilega út. Það má fylla með í rauninni hverju sem er, pestó að eigin vali, sólþurrkuðum tómötum,...
Thai kjúklingapítsa með heimagerðri sataysósu
Ég elska pítsur, hef prufað ýmsar útgáfur af þeim og flestar bara tekist þrusuvel. Það er hinsvegar gaman að prufa eitthvað nýtt og öðruvísi og enn betra þegar það síðan slær í gegn. Hér er á ferðinni fljótleg og frábær útgáfa af kjúklingapítsu þar sem pítsabotninn er naanbrauð, pítsasósan er himnesk heimagerð sataysósa og áleggið...
Gestabloggarinn Ragga Nagli
Það er ekki eingöngu þegar að maður er lítið barn sem maður velur sér fyrirmyndir í lífinu. Fyrirmyndirnar hafa að sjálfsögðu breyst eftir því sem árunum hefur fjölgað og nú eru fyrirmyndirnar mínar meðal annars fólk sem er einlægt, hefur jákvæðni að leiðarljósi, býr yfir einstakri reynslu sem það nær að miðla áfram og er...
Tagliatelle með kjúklingi, þistilhjörtum, sólþurrkuðum tómötum og rjómalagaðri hvítlaukssósu
Hér er á ferðinni vinsæll pastaréttur með einni útgáfu af hinni frægu Alfredo sósu. Matarmikill réttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og þistilhjörtum toppað með rjómalagaðri hvítlaukssósu og beikonbitum. Að sjálfsögðu má leika sér með hráefnin og oft bæti ég sveppum saman við. Sósuuppskriftin er vel stór enda misjafnt hversu mikið af sósu fólk kýs með...
Kjúklingasalat í öllum regnbogans litum
Þetta kjúklingasalat er í miklu uppáhaldi hjá mér og það nægir í rauninni bara að horfa á það til að átta sig á því af hverju. Allir þessir fallegu litir komnir saman í matarmikla, næringarríka og ljúffenga máltíð. Reyndar svo ljúffenga að börnin borða þetta með allra bestu lyst, þó kannski sé fussað og sveiað...
Súkkulaði Baileys bomba
Þessi kaka er fyrir alla súkklaði og Baileys elskendur þarna úti, sem ég ímynda mér að sé dágóður fjöldi fólks, enda fátt sem slær þessari tvennu út. Samankomin í köku mætti segja að hér sé hrein fullkomnun á ferð. Hér skiptir miklu máli að ofbaka ekki kökuna þannig að hún sé mjúk og jafnvel pínu...
Hollustubrownies sem bráðna í munni
Ég hef sagt það áður að ég hef sérstaklega gaman af því að gera hráfæðikökur þar sem hollusta og einfaldleiki fara saman. Uppistaðan í þessari uppskrift eru hnetur, döðlur og kakó og yfir þær fer silkimjúkt súkkulaðikrem með avacado sem ég mæli með því að þið prufið að gera. Margir kunna að hræðast að nota...
Tæland og vandræðalega góð kjúklingasúpa með hnetusmjöri og rauðu karrý
Í desember flaug fjölskylda mín til Tælands nánar tiltekið til Bangkok og þaðan var haldið á stað rétt utan við Pattaya (við Jomtien Beach) þar sem við nutum okkur í heilar þrjár vikur. Veðrið var dásamlegt allan tímann eða í kringum 30 gráðurnar og ávallt mild og notaleg gola. Maturinn var sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og...
Súkkulaði með karmellu Rice Krispies
Hér er tilbrigði við víðfrægan og óskeikulan barnaafmælisklassíker og sannkölluð lúxusútgáfa. Súkkulaðið er einfalt í gerð en alveg ótrúlega gott og kemur skemmtilega á óvart. Tilvalið sem einfaldur eftirréttur eftir góðan mat – eða bara hvenær sem hugurinn girnist. Súkkulaði með karamellu Rice Krispies 110 g sykur 2 msk vatn 50 g rice krispies 450...
Ristaðar pekanhnetur
Jólin nálgast, hátíð ljóss og friðar. Og matar – mjög, MJÖG mikils matar. Baggalútur er búinn að syngja og umla og stynja um það í frægu lagi. Þó það lag fjalli vissulega aðallega um að borða matinn þarf jú alltaf einhver fyrst að búa hann til. Og jólin fá jafnvel hin eldhúsfælnustu af okkur til...
Sara Bernhardt hinnar uppteknu húsmóður
Nú er loksins komið að því að fá til okkar góðan Gestabloggara sem að þessu sinni er hún Lára Betty Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Noregi. Lára gerði á dögunum óvenjulegar Sörur sem hafa heldur betur slegið í gegn og þá sérstaklega hjá þeim sem elska að borða Sörur en vilja...