Hér er á ferðinni ansi skemmtileg uppskrift að bragðgóðum chilí kasjúhnetum sem slá í gegn hjá öllum sem þær bragða. Þetta hefur verið mitt snarl undanfarna daga enda hættulega bragðgóðar. Flottar sem millimál, kvöldsnarl nú eða með góðum fordrykk. Bragðmiklar kasjúhnetur Styrkt færsla 5 dl kasjúhnetur 3 msk hrásykur (eða púðursykur) 1 msk vatn...
Category: <span>saumaklúbbsréttir</span>
Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum
Einfalt og gott salat sem hentar vel sem forréttur, létt grænmetismáltíð eða sem meðlæti með góðri steik. Hér fara hollusta og gott bragð vel saman. Njótið vel! Litríkt – fallegt – bragðgott Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum 1/2 eggaldin, skorið í þunnar sneiðar langsum 3-5 msk extra virgin ólífuolía, t.d. frá Philipo Berio...
Mexíkóskur nachoskjúklingur í mole súkkulaðisósu
Kjúklingur í mole sósu er vel þekkur réttur í mexíkóskri matargerð en í honum er kjúklingurinn eldaður upp úr þessari himnesku mole sósu sem samanstendur af súkkulaði og chilí. Bæði sæt og bragðmikil í senn. Þessi réttur getur tekið óratíma í undirbúningi, sem getur verið mjög gaman, en fyrir komandi vinnuviku fáið þið uppskrift af...
Heimsins besta pizza með pepperoni, feta, piparosti, jalapeno og stökku nachos
Ok..Arnar Smári sonur minn hafði í nokkrar vikur verið að tala um pizzu sem hann gerði með Ragnari frænda sínum og vildi meina að væri sú allra besta. “Nei sko mamma hún er roooooosaleg!” Drengurinn linnti ekki látum fyrr en ég samþykkti að leyfa honum að elda hana fyrir fjölskylduna. Skemmtilegt er frá því að...
Hollar karamellu kókoskúlur gestabloggarans sem er með brennandi áhuga á heilsu
Næsti matarbloggari heitir Jóhanna S. Hannesdóttir er þjóðfræðingur, rófnabóndi, blaðamaður og höfundur bókarinnar “100 heilsuráð til langlífis”. Hún er með með brennandi áhuga á öllu sem viðkemur heilsu móður jörðu og andlegum málefnum. Ég rakst á þessa ótrúlega girnilegu uppskrift af þessum girnilegum nammibitum á Sunnlenska og Jóhanna var svo almenninleg að leyfa mér að...
Heimsins besta Tiramisu og dásamlegt Sjöstrand kaffi
Kaffiunnendur geta nú glaðst, og ég gleðst mikið, því það er komin frábær nýjung í íslensku kaffiflóruna. Margir þekkja Sjöstrand eflaust nú þegar en espressovélin þeirra er tímalaus og falleg sænsk hönnun, úr ryðfríu stáli með glansandi áferð. Sjöstrand var stofnað á Ingarö í Skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Þrátt fyrir að vörurnar seljast nú út um allan heim...
Vanillubúðingur með karamellubotni og hvítu súkkulaði
Ein af fjölskylduhefðum okkar á aðfangadag snerist í kringum þennan skemmtilega eftirrétt. Grauturinn var settur í skálar og í eina skálina var látin heil mandla. Svo kom annar aðili en sá sem lét möndluna i skálina og lét á borð þannig að enginn vissi hvar mandlan væri falin. Svo gæddum við okkur á ljúffenga grautnum...
Rice Krispies Sörurnar hennar Hrefnu sem slegið hafa í gegn
Ilmurinn úr eldhúsinu eru nýjir jólaþættir sem voru gerðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir sem unnir voru af SKOT production eru fjórir og í hverjum þætti elda matgæðingar sinn uppáhalds jólamat og segja frá sínum matarhefðum. Matgæðingarnir eru Ragnar Freyr, Læknirinn í eldhúsinu, Jói Fel, Hrefna Sætran og undirrituð fyrir hönd GRGS. Þættirnir eru hinir glæsilegustu...
Lúxus Twix hafraklattar
Þessa hef ég bakað áður við mikla lukku enda eru hér á ferðinni lúxus útgáfa af hafraklöttum sem innihalda saxað Twix súkkulaði. Einfaldir og fljótlegir en ofboðslega ljúffengir. Twix hafraklattar 250 g smjör, lint 180 g púðursykur hrært vel saman með smjörinu 2 egg bætt við og hrært vel saman 1 tsk vanillusykur...
Dumle karamellubitar tilbúnir á 5 mínútum
Þá er komið að notalegasta mánuði ársins, að mínu mati, og loks orðið fullkomlega löglegt að missa sig í smá jólastemmningu. Ég elska þennan árstíma og nýt hans i botn. Undanfarið hefur verið töluvert mikið í gangi með útgáfu nýju matreiðslubókar minnar GulurRauðurGrænn&salt, flutningar á nýtt og dásamlega heimili, ásamt öllu þessu sem maður sinnir...
Hafrakökur með kókos og súkkulaðirúsínum & ný matreiðslubók GRGS
Ég er að komast í jólaskap – ójá ég er ein af þessum sem kemst í jólaskap aðeins of snemma. Kannski er ein ástæða þess sú að hjá mér byrjar undirbúningur fyrir jólauppskriftir strax í haustbyrjun, jafnvel fyrr. Í fyrra gerði ég til dæmis jólakökubækling í júní. Þannig að jólaskap í nóvember í því samhengi...
Heimagerðir hraunbitar með söltuðum möndlum og daimkurli
Þessir heimagerðu sælgætisbitar eru algjört æði. Þeir minna helst á hraunbita þar sem saltaðar möndlur og Daimkurl setja punktinn yfir i-ið. Ókosturinn við þessa annars dásamlegu bita er að þrátt fyrir að vera fljótlegir í gerð þá klárast þeir oftast enn hraðar. Því er gott að tvöfalda uppskriftina bara strax. Varist að vera ein heima...
Mexíkósk súpa með rjómaosti og salsasósu
Veturinn minnti svo sannarlega á komu sína um helgina með hressilegri lægð og mikið sem það var gott að þurfa ekkert að fara út úr húsi meðan hún gekk yfir. Þrátt fyrir að sumarið sé dásamlegur tími og veturinn geti oft á tíðum reynt á andlegu hliðina að minnsta kosti til lengdar þá er eitthvað...
Kjúklingasalat með kasjúhnetum, beikoni og geggjaðri balsamikdressingu
Á mínum yngri árum var hægt að ganga að því sem vísu að ef kjúklingasalat var á matseðli á veitingarstað þá var ég búin að ákveða hvað yrði pantað í það skipti. Flóknara var lífið ekki – ahhh sælla minninga. Í seinni tíð hefur úrvalið aðeins aukist en þó er ávallt jafn ánægjulegt að gæða...
Bingókúlu Rice Krispies kaka
Rice Krispies kökurnar hafa lengi verið vinsælar og koma í ýmsum útgáfum. Þessi er að mínu mati sú allra besta. Dísæt og dásamleg. Það er ekkert verið að grínast með þetta yndi! Bingókúlu Rice Krispies kaka Botn 100 g smjör 100 g suðusúkkulaði 3 msk síróp 150 g bingókúlur 200 g Rice Krispies Lakkríssósa 150...
Beikonvafðar kjúklingabringur með salthnetu- og fetaostafyllingu
Þessar kjúklingabringur eru fylltar með geggjaðri fyllingu sem samanstendur af salthnetum, fetaosti og ferskri basilíku. Beikoni er síðan vafið utanum bringurnar áður en þær fara í ofninn. Réttur sem einfalt er að gera og á alltaf vel við með góðu salati. Þið sláið í gegn með þessum rétti! Geggjaðar kjúklingabringur Beikonvafðar kjúklingabringur með...
Súkkulaðikaka í hollari kantinum
Ný vika heilsar og hún byrjar einfaldlega svo miklu betur með sneið að lungamjúkri og volgri súkkulaðiköku. Þessi er reyndar í hollari kantinum með döðlum og möndlum – en bragðið er himneskt. Uppskriftin er að fyrirmynd döðlukökunnar af hinu góða matarbloggi Húsið við sjóinn. Súkkulaðikaka í hollari kantinum 175 g döðlur 3 msk vatn 140...
Sætar kartöflur með fajitas fyllingu
Þá er haustið mætt og ég er endurnærð enda nýkomin aftur til landsins eftir dásamlega ferð til Króatíu þar sem ég byrjaði daginn á yoga á klettasyllu með útsýni yfir tærbláan sjóinn ásamt því að fara á kajak, fjallgöngur og hjólreiðar um eyjuna Vis. En ég mun fjalla meira um það síðar. Eftir smá pásu...