Þetta salat er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég er beðin um uppskrift af einhverju himnesku, hollu, en einföldu um leið, Tælenskt kjúklingasalat sem færir manni smá sól í hjarta með öllum þessum fallegu litum, er fljótlegt í gerð, himneskt á bragðið og með dressingu sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið. Tælenskt...
Category: <span>Snarl</span>
Nachos með mozzarella og chorizo pylsu frá Tapas barnum
Ég er mikill aðdáandi spænskrar matargerðar og þykir fátt skemmtilegra en að gæða mér á tapasréttum í frábærum félagsskap. Mér þótti það því spennandi þegar að ég frétti að Tapasbarinn væri farinn að selja hágæða chorizo pylsu til viðskiptavina sinna sem þeir geta svo sjálfir notað í eldamennsku eða hreinlega smellt henni beint á ostabakkann....
San Sebastian og grillaðar tígrisrækjur með hvítlauk
Eins og kannski mörg ykkar vitið var það ferð til Barcelona og allur góði maturinn sem ég fékk þar sem varð innblásturinn að þessari síðu. En það gefur mér ótrúlega mikið að fara til annarra landa og fá að kynnast matarvenjum og siðum innfæddra. Ég hef nokkrum sinnum farið í heimaskipti en þá skiptum við...
Mangósalat með grilluðum andabringum
Ég veit ekki hvort ég gæti verið mikið spenntari að deila með ykkur þessari uppskrift. Hún er svo mikið uppáhalds að það eina sem ég get sagt er – gerið þessa! Uppskriftin er hvort í senn dásamleg í einfaldleika sínum og svo bragðgóð að ég hreinlega get ekki beðið eftir því að elda hana aftur....
Snúðar með súkkulaðifyllingu
Himneskir snúðar með súkkulaðifyllingu sem bræða hjörtu og minna mig helst á gott sumar í París þar sem allir dagar byrja á nýbökuðu súkkulaðicroissant og góðum kaffibolla….ahhhhhh! Himneskir snúðar með súkkulaðifyllingu nýkomnir úr ofni Snúðar með súkkulaðifyllingu Gerir um 18 stk 240 ml mjólk, volg 75 g smjör, brætt 60 g sykur 1 pakki...
Ofurkúlur með súkkulaði og chia fræjum
Þessar kúlur eru sannkallaðar ofurkúlur en þær innihalda meðal annars chia fræ, haframjöl og möndlusmjör. Möndlusmjörið í þessa uppskrift fékk ég í Bónus frá Himneskt og fagna ég því mjög að geta loksins keypt það í almennum matvöruverslunum enda er ég farin að nota það mikið í bakstur. Það er hinsvegar einfalt að útbúa sitt...
Kjúklingasalat með ljúfri hunangssósu
Það er óhætt að segja að maturinn sem sumarið kemur með sé í miklu uppáhaldi, enda spilar litríkt grænmeti og ávextir þar stórt hlutverk, þannig að úr verður matur sem sér algjörlega um að skreyta sig sjálfur. Kjúklingasalöt skipa stóran sess í sumarmat fjölskyldunnar enda bæði einföld í gerð, létt í maga, bragðgóð og full...
Orkunammi með tröllahöfrum,döðlum, möndlum og dökku súkkulaði
Hér er á ferðinni smá sælgæti sem er stútfullt af góðri næringu og gefur manni orkuskot þegar að maður þarf sem mest á því að halda. Það er gott að hafa þessar við höndina. YumYum! Orkunammi 14 stk 100 g tröllahafrar 50 g dökkt súkkulaði, saxað 50 g rúsínur 50 g steinlausar döðlur, saxaðar 25...
Ofnbakaður hafragrautur með ferskum jarðaberjum
Nú skulu þið setja ykkur í stellingar kæru lesendur því ég ætla að gera á ykkur smá próf. Setjist niður, róið hugann og prufið í eina mínútu að hugsa um allt nema….bleikan fíl. Það ætti ekki að vera mikið mál enda, í alvörunni, hver hugsar nokkurn tíman um bleikan fíl??? Látið mig vita hvernig þetta...
Ristaðar pekanhnetur
Jólin nálgast, hátíð ljóss og friðar. Og matar – mjög, MJÖG mikils matar. Baggalútur er búinn að syngja og umla og stynja um það í frægu lagi. Þó það lag fjalli vissulega aðallega um að borða matinn þarf jú alltaf einhver fyrst að búa hann til. Og jólin fá jafnvel hin eldhúsfælnustu af okkur til...
Spicy kjúklingaleggir með gráðostasósu
Í gamla gamla gamla daga, vann ég á veitingastað þar sem fjörug tónlist ómaði, íklædd stuttum hvítum kjól sem var allur útnældur. Þessi staður hét Hard Rock Café og var staðsettur í Kringlunni. Matseðillinn samanstóð af réttum sem enn þann daginn í dag standa fyrir sínu eins og ostastangirnar, salatvefjurnar, grísaborgarinn, grænmetisborgarinn, brownie ístertan, djöflatertan...
Brokkolísalatið sem beðið er eftir
Ég setti um daginn uppskrift að fræhrökkkexinu sem vakti mikla lukku hjá ykkur lesendur góðir. Á myndinni sást glitta í girnilegt brokkolísalat sem ég hef nú fengið margar fyrirspurnir um hvenær ég muni nú eiginlega birta uppskriftina af!!! Satt best að segja að þá átti hún löngu að vera komin inn – en eins og...
Pizza bianca með heimagerðri hvítlauksolíu, klettasalati og parmaskinku
Gestabloggarinn að þessu sinni er hann Ragnar Freyr Ingvarsson sem heldur úti matarblogginu Læknirinn í eldhúsinu en hann var að gefa út sína fyrstu bók. Bókin heitir Læknirinn í eldhúsinu og inniheldur nýjar og freistandi uppskriftir. Alls 500 blaðsíður af nautn og rjóma. Kjöti og safa. Sósum og unaði. Kryddum og kitlandi sælu. Ostum, lundum, hvítlauk...
Ostafyllt eggaldin
Ég er oft á höttunum eftir girnilegum grænmetisréttum. Réttum sem ég get boðið upp á þegar vinkonurnar koma í heimsókn og borið fram með glasi af hvítvíni. Þetta er slíkur réttur, léttur og skemmtilega öðruvísi. Ostafyllt eggaldin hentar sem forréttur, smárréttur og einnig er hægt að hafa hann sem meðlæti með kjúklingi eða fiski ásamt...
Morgunmúslí sem sló í gegn!
Ég get algjörlega óhikað sagt frá því að þetta múslí er það allra besta sem ég hef bragðað. Það inniheldur fullt af fræjum, hnetum og höfrum sem eru stökkir og bragðgóðir og hér með dásamlegu karmellubragði. Ég borða þetta út á súrmjólkina á morgnana og laumast svo í krukkuna yfir daginn og fæ mér smá....
Baka með aspas, beikoni og rjómaostafyllingu
Það er skemmtilegt að útbúa bökur og raða í þær þeim hráefnum sem hugurinn girnist hverju sinni. Að þessu sinni sameinast mín uppáhalds hráefni í dásamlega böku sem gaman er að bjóða upp á. Bökur er gott að útbúa deginum áður og bera fram kalda eða hita örlítið í ofni áður en hún er borin...
Partýostur með basilpestó og sólþurrkuðum tómötum
Partý, partý, partý! Það er svo gaman að prufa nýja rétti sem gott er að nasla í þegar góðir vinir koma saman. Partýostinn tekur ekki langan tíma að gera og er dásamlegur með kexi, brauði eða nachos og góðu rauðvíni og/eða öl. Ég mæli með því að þið gerið basilpestóið sjálf, það er svo miklu...
Smáborgarar með brie, sultuðum lauk og chillí mayo
Ég hélt á dögunum smá veislu þar sem ég bauð meðal annars upp á þessa litlu, krúttlegu og veisluvænu hamborgara. Til að gera langa sögu stutta að þá slógu þeir allrækilega í gegn og gerðu þar af leiðandi veisluna enn betri fyrir vikið. Góðir hamborgarar á sumarkvöldi koma svo sannarlega sterkir inn og það er...