Ég get ekki látið það vera að setja þessa dásamlegu köku inn á síðuna. Hér er þó ekkert nýtt á ferðinni, heldur hin dásamlega og ofureinfalda franska súkkulaðikaka sem svo margir kannast við. Hana hef ég eldað í mörg ár og mun eflaust gera í mörg ár í viðbót, enda hefur þessi aldrei klikkað og...
Category: <span>Vinsælast</span>
Letipasta
Ég er alveg ótrúlega spennt að kynna uppskriftina að þessum dásamlega pastarétti fyrir ykkur. Ástæðan fyrir því er aðallega sú að hér gengur allt upp. Rétturinn getur ekki verið einfaldari þar sem öllu er blandað saman í einn pott og soðið í 10 mínútur, hann er gífurlega fljótlegur í undirbúningi (10 mínútur) og er einn...
Kjúklingur fyrir heimska
Þennan kjúkling hef ég eldað frá því að ég byrjaði að búa. Uppskriftina fann ég á netinu og mig minnir að hún hafi þar borið nafnið “Chicken for dummies”. Þar sem uppskriftin var þá einungis til einkanota þá fékk hún nafnið “Kjúklingur fyrir heimska”. Síðan þá hafa margir beðið um og fengið uppskriftina, svo nafninu...
Kjúklingabringur með rjómaosti og sólþurrkuðum tómötum
Þetta er réttur sem hefur fylgt mér lengi og klikkar aldrei. Ofureinfaldur í gerð, með fullt af grænmeti og frábær með góðu salati og tagliatelle. Hef oft boðið upp á hann fyrir gesti og hann hefur alltaf vakið mikla lukku. Uppskriftin er ekki heilög og tilvalið að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum....
Sushipítsa
Ef ég ætti að nefna einn af mínum uppáhalds réttum væri það klárlega þessi. Sushipitsa kemur frá veitingastaðnum Rub23 og ég man þegar ég bragðaði hann fyrst á Akureyri fyrir mörgum árum. Sú upplifun var algjörlega ólýsanleg! Uppskriftin að sushipítsunni birtist í Morgunblaðinu þann 17. febrúar á þessu ári og hreinlega öskraði á mig. Heppin...
Góðar og grófar brauðbollur
Þessar brauðbollur eru stútfullar af fræjum og dásamlega mjúkar. Frábærar með ísköldu mjólkurglasi á dögum sem þessum. Uppskriftin er stór eða fyrir um 40 bollur sem gott er að geyma í frysti ef einhver er afgangurinn. Grófar brauðbollur 1,5 kg hveiti 10 msk hveitiklíð 3 dl fræ að eigin vali (t.d. fimmkornablanda) 1 dl sykur...
Púðursykurslaxinn sem allir elska!
Þessi laxauppskrift er gjörsamlega ómótstæðileg og því er að þakka himneskri púðursykursmarineringu. Reyndar er uppskriftin svo ómótstæðileg að hörðustu fiskihatarar sleikja diskinn sinn og biðja um meira og það er “true story”. Rétturinn er einfaldur og fljótlegur og því sérstaklega hentugur svona í miðri viku. Púðursykurlaxinn 700 g lax, beinhreinsaður 1 msk púðusykur 2 tsk...
Hráfæðikaka með súkkulaði ganache
Ég hef nú komið með þó nokkrar dásamlega góðar hráfæðikökur sem þið ættuð svo sannarlega að prufa ef þið hafið ekki enn látið verða að því. Í uppáhaldi eru holla og himneska súkkulaðikakan og litríka hráfæðikakan með hindberjamús. Nú höldum við áfram og hér kemur kaka sem gefur hinum ekkert, hráfæðikaka með dásamlegu súkkulaðiganache. Eins og...
Mexíkóveisla með kjúklinga Taquitos
Það er oft gripið til þess að elda mexíkóskan mat á þessu heimili enda er það fjölskylduvænn matur sem krakkarnir eru alltaf hæstánægðir með. Þessar kjúklinga og rjómaostafylltu taquitos eru hreint afbragð og fljótlegar í framkvæmd. Hefðbundnar taquitos eru djúpsteikar en þessar eru bakaðar í ofni, en eru engu að síður stökkar og með himneskri...
Uppáhalds kjúklingasúpan
Það eru til ótal uppskriftir af kjúklingasúpum, en ennþá hefur að mínu mati engin náð að skáka þessari dásamlegu kjúklingasúpu. Upprunarlega uppskriftin gerir ráð fyrir rjóma, en eins og ég hef sagt áður að þá eigum ég og kókosmjólk í ástarsambandi þannig að rjóminn fær að víkja í þetta sinn og það gefur að mínu...
Ómótstæðilegt epla nachos!
Epla nachos, ójá….”I kid you not”!! Þessi réttur er svo mikil snilld að ég get varla lýst því. Hann er ofureinfaldur, fljótlegur, fáránlega bragðgóður og hollur..check check check…já hann hefur það allt! Hann hentar sérstaklega vel sem snarl fyrir börn, sem forréttur, smáréttur eða eitthvað alveg nýtt í saumaklúbbinn. Þennan verði þið að prufa. Ómótstæðilegt...
Kjúklingur í basil rjómasósu
Þessi skemmtilegi kjúklingaréttur var gerður hérna eitt kvöldið og vakti mikla lukku. Sósan er hér í algjöru aðalhlutverki með keim af basil, rjóma og sólþurrkuðum tómötum. Réttinn tekur ekki langan tíma að gera, en útkoman er sannkallaður veislumatur. Kjúklingur í basil rjómasósu 1/2 bolli mjólk 1/2 bolli brauðrasp (eða 2 vel ristaðar brauðsneiðar settar í...
Frönsk súkkulaðikaka með karmellukeim
Þessi uppskrift birtist í áramótablaði Gestgjafans og vakti mikla lukku í einni veislu sem ég hélt um daginn. Franska súkkulaðiköku hef ég oft gert áður og fáar kökur sem eru jafn einfaldar og bragðgóðar. Þessi er eins og þessar frönsku nema að í þessari uppskrift er kókoshrásykur sem gefur henni dásamlegan karmellukeim. Það ætti enginn...
Rjómalagað kjúklinga pestó pasta
Ég hef áður komið með uppskrift að köldu pastasalati sem ég er vön að hafa í öllum veislum og slær alltaf í gegn. Nú kem ég með uppskrift að pastarétti sem kemur svo sannarlega með tærnar þar sem hitt salatið hefur hælana bæði hvað varðar einfaldleika og það hversu ótrúlega gott það er. Rjómalagað kjúklingapestó...
Kjúklinga enchiladas
Þegar kemur að því að elda mexíkóskan mat vantar oft ansi mikið uppá frumlegheitin á þessum bæ og yfirleitt endar þetta á því að ég steiki kjúkling og grænmeti á pönnu og set í vefju sem er jú voða gott. En í þetta sinn langaði mig að prufa eitthvað alveg nýtt, eitthvað alveg sjúklega gott...
Holl og himnesk súkkulaðikaka
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort það sé hægt að gera súkkulaðiköku úr hráfæðulínunni sem er alveg jafn himnesk og þær sem við eigum að venjast. Í dag fékk ég svarið, ójáháá það er sko hægt. Þessi súkkulaðikaka sannar það enda er hún hreint út sagt dásamleg á bragðið og það besta er...
Krakkavæni kornflexkjúklingurinn
Þessa uppskrift rakst ég á þegar ég var að leita að uppskrift sem hentaði öllum aldurshópum en væri um leið extra barnvæn. Kornflexkjúklingurinn er mildur á bragðið og stökkur. Hann er ótrúlega einfaldur, inniheldur aðeins 5 hráefni og bragðið kemur svo sannarlega skemmtilega á óvart. Í stað kjúklings er svo tilvalið að nota fisk eins...
Döðlu & ólífupestó
Uppskriftina að þessu brjálæðislega góða döðlu & ólífupestói fékk ég hjá henni Karin Ernu Elmarsdóttur. Ég var stödd í boði þar sem þetta var á boðstólnum og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég smakkaði það, þvílík dásemd. Ég linnti ekki látum fyrr en ég fékk uppskriftina sem hún Karin á sjálf heiðurinn að....