Eins og margir vita hefur GRGS verið starfrækt frá árinu 2012 og fengið alveg ótrúlegar viðtökur. Það er alltaf jafn gaman að útbúa góðan mat sem ég fæ notið rétt eins og þið lesendur – og ég nýt í botn. Eitt er það þó sem mér þykir mest krefjandi en það er að skrifa textann...
Recipe Category: <span>30 mínútna réttir</span>
Spaghetti með hvítlauk, chilí og valhnetupestói
Nú eru margir landsmenn að prufa sig áfram með grænmetisfæði eftir hátíðarnar og bara gott um það að segja. Ég var nú eitt sinn “grænmetisæta” í nokkur ár – set ég það innan gæsalappa þar sem að fæði mitt einkenndist af hvítum hrísgrjónum og grilluðum ostasamlokum eða það sem mér fannst vera það besta úr...
Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum
Einfalt og gott salat sem hentar vel sem forréttur, létt grænmetismáltíð eða sem meðlæti með góðri steik. Hér fara hollusta og gott bragð vel saman. Njótið vel! Litríkt – fallegt – bragðgott Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum 1/2 eggaldin, skorið í þunnar sneiðar langsum 3-5 msk extra virgin ólífuolía, t.d. frá Philipo Berio...
Mexíkósk tómat- og paprikusúpa með nachos chilí og fetamulningi
Súpur geta verið hinn besti veislumatur og góður valkostur þegar valið stendur um eitthvað hollt og gott sem mettir marga munna. Hér er súpa sem er aðeins breytt en kemur upprunarlega úr smiðju meistara Jaimie Oliver. Súpan er einföld í gerð og alveg hrikalega góð! Það er svo gaman að bera fram allskonar meðlæti...
Klístraður kjúklingur í sætri chilí og hunangssinnepssósu
Þessi réttur er ofureinfaldur en um leið svo ótrúlega bragðgóður. Hann vekur lukku hjá öllum aldurshópum og sigrar hjörtu, jafnvel þeirra allra matvöndustu. Klístraður kjúklingur í sætri chilí- og hunangssinnepssósu Fyrir 3-4 900 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry 2 dl sæt chilísósa, t.d. Sweet chili sauce frá Blue dragon 1/2 dl soyasósa, t.d....
Thai kjúklingaréttur með kasjúhnetum í sætri tómatsósu
Ást mín á tælenskum mat nær engum enda og hér er enn ein dásemdar uppskriftin fyrir ykkur að elska. Þessi réttur er ofureinfaldur í gerð og svo góður að hér sleikja heimamenn (ég er engin undantekning) diskinn þegar þessi er borinn fram og biðja um meira. Hér sannast að einfalt er svo langbest – njótið...
Hungangsbleikja með möndluflögum
Bleikja þykir mér alltaf svo bragðgóð og best elduð á einfaldan hátt. Þrátt fyrir að ég sé alsæl með bleikju steikta uppúr smjöri með steinselju og hvítlauk (namm) þá langar mig að gefa ykkur uppskrift af bleikju með hunangi og möndluflögum sem er reyndar einnig mjög einföld og virkilega góð. Njótið vel! Einfalt og...
Mexíkósk súpa með rjómaosti og salsasósu
Veturinn minnti svo sannarlega á komu sína um helgina með hressilegri lægð og mikið sem það var gott að þurfa ekkert að fara út úr húsi meðan hún gekk yfir. Þrátt fyrir að sumarið sé dásamlegur tími og veturinn geti oft á tíðum reynt á andlegu hliðina að minnsta kosti til lengdar þá er eitthvað...
Heimsins besti pastaréttur með ostafylltu ravioli, perum, beikoni valhnetum og gráðostasósu
Þessi pastaréttur er í svo ótrúlega miklu uppáhaldi enda koma hér til sögunnar gráðostur, perur og valhnetur hráefni sem var svo sannarlega ætlað að vera saman. Í þessari uppskrift nota ég fyllt fjögurra osta Ravioli frá RANA en það er einnig gott að prufa fyllt Ravioli með spínati og kotasælu frá RANA í þennan rétt....
Kjúklingasalat með kasjúhnetum, beikoni og geggjaðri balsamikdressingu
Á mínum yngri árum var hægt að ganga að því sem vísu að ef kjúklingasalat var á matseðli á veitingarstað þá var ég búin að ákveða hvað yrði pantað í það skipti. Flóknara var lífið ekki – ahhh sælla minninga. Í seinni tíð hefur úrvalið aðeins aukist en þó er ávallt jafn ánægjulegt að gæða...
Kjúklingur í mangósósu
Kjúklingur í mangósósu færir okkur örlítið af sumar og sól fyrir matargerðina á þessum haustdögum. Þetta er virkilega bragðgóð uppskrift sem einfalt er að gera. Kjúklingur í mangó sósu Fyrir 2-3 Styrkt færsla 8 kjúklingaleggir safi úr einni sítrónu Mangósósa 4 msk mango chutney, t.d. frá Patak’s 2 tsk karrý 2 msk dijon sinnep...
Thai chilí kjúklingapottréttur
Við elskum svona rétti þar sem öll hráefnin fara í einn pott og fá að malla í dágóða stund. Svo elsku við líka tælenskan mat. Með þessum tælenska chilí kjúklingapottrétti náum við að sameina þetta tvennt og útkoman er hreint út sagt dásamleg. Hinn fullkomni haustréttur Thai chilí kjúklingapottréttur 900 g kjúklingur, t.d. kjúklingalæri...
Sætar kartöflur með fajitas fyllingu
Þá er haustið mætt og ég er endurnærð enda nýkomin aftur til landsins eftir dásamlega ferð til Króatíu þar sem ég byrjaði daginn á yoga á klettasyllu með útsýni yfir tærbláan sjóinn ásamt því að fara á kajak, fjallgöngur og hjólreiðar um eyjuna Vis. En ég mun fjalla meira um það síðar. Eftir smá pásu...
Nautasteik í gúrm marineringu
Þessi nautasteik er í svo miklu uppáhaldi enda marineruð í geggjaðri marineringu sem inniheldur ostrusósu, mangó chutney, dijon sinnepi og chilimauki sem setur punktinn yfir i-ið. Frábær steik sem þið hreinlega verðið að prufa. Nautakjöt í gúrm marineringu Styrkt færsla 800 g nautasteik, t.d. rib eye eða annað að eigin vali svartur pipar...
Mexíkósk ramen súpa með kjúklingi
Jæja krakkar mínir það styttist í haustið – BAMM! Það er best að gera gott úr því og “hugga” sig með teppum, kertaljósum og góðum súpum sem hljómar reyndar frekar vel! Mexíkóskar súpur eru eitthvað sem langflestir elska og hér kemur ein stórkostlega bragðgóð í skemmtilegri útgáfu með kjúklingi og núðlum. Súpan er matarmikil og...
Ofnbakaður kjúklingur með grillaðri papriku, mozzarella og furuhnetum
Undanfarið hafa tökur staðið yfir á nýrri bók GRGS sem mun koma út í haust. Bókin verður dásamlega fögur og mun innihalda nýjar uppskriftir í anda GRGS að sjálfsögðu með einfaldleikan að leiðarljósi. Fylgist með :) Vegna þessa hef ég nú ekki haft tök á því að elda mér til skemmtunar en nú verður bætt...
Grillveisla með chilí- og sinnepsmarineruðum kjúklingi
Ég er alltaf að leita af góðri grilluppskrift sem slær hinni vinsælu Kjúklingi fyrir heimska við. Sú uppskrift er svo dásamlega einföld og bragðgóð og svona uppskrift sem meira að segja hinir matvöndustu elska. Uppskriftin að þessum chilí sinnepskjúklingi er svipuð – jafn einföld og alveg jafn frábær. Borin fram með góðu kartöflusalati og flögum og...
Notalegur thai núðluréttur
Frábær núðluréttur sem er fljótlegur í gerð og mikið elskaður af öllum fjölskyldumeðlimum – sérstaklega þegar ekki gefst mikill tími til eldamennsku. Uppskriftin kemur af uppskriftarvefnum jocooks og vakti þar geysimikla lukku. Vona að þið njótið vel! Notalegur thai núðluréttur Styrkt færsla Fyrir 4 1 msk sesamolía 1 paprika, rauð 1 paprika, græn 4...