Þessa hef ég bakað áður við mikla lukku enda eru hér á ferðinni lúxus útgáfa af hafraklöttum sem innihalda saxað Twix súkkulaði. Einfaldir og fljótlegir en ofboðslega ljúffengir. Twix hafraklattar 250 g smjör, lint 180 g púðursykur hrært vel saman með smjörinu 2 egg bætt við og hrært vel saman 1 tsk vanillusykur...
Recipe Category: <span>Fljótlegt</span>
Dumle karamellubitar tilbúnir á 5 mínútum
Þá er komið að notalegasta mánuði ársins, að mínu mati, og loks orðið fullkomlega löglegt að missa sig í smá jólastemmningu. Ég elska þennan árstíma og nýt hans i botn. Undanfarið hefur verið töluvert mikið í gangi með útgáfu nýju matreiðslubókar minnar GulurRauðurGrænn&salt, flutningar á nýtt og dásamlega heimili, ásamt öllu þessu sem maður sinnir...
Thai kjúklingaréttur með kasjúhnetum í sætri tómatsósu
Ást mín á tælenskum mat nær engum enda og hér er enn ein dásemdar uppskriftin fyrir ykkur að elska. Þessi réttur er ofureinfaldur í gerð og svo góður að hér sleikja heimamenn (ég er engin undantekning) diskinn þegar þessi er borinn fram og biðja um meira. Hér sannast að einfalt er svo langbest – njótið...
Hungangsbleikja með möndluflögum
Bleikja þykir mér alltaf svo bragðgóð og best elduð á einfaldan hátt. Þrátt fyrir að ég sé alsæl með bleikju steikta uppúr smjöri með steinselju og hvítlauk (namm) þá langar mig að gefa ykkur uppskrift af bleikju með hunangi og möndluflögum sem er reyndar einnig mjög einföld og virkilega góð. Njótið vel! Einfalt og...
Mexíkósk súpa með rjómaosti og salsasósu
Veturinn minnti svo sannarlega á komu sína um helgina með hressilegri lægð og mikið sem það var gott að þurfa ekkert að fara út úr húsi meðan hún gekk yfir. Þrátt fyrir að sumarið sé dásamlegur tími og veturinn geti oft á tíðum reynt á andlegu hliðina að minnsta kosti til lengdar þá er eitthvað...
Heimsins besti pastaréttur með ostafylltu ravioli, perum, beikoni valhnetum og gráðostasósu
Þessi pastaréttur er í svo ótrúlega miklu uppáhaldi enda koma hér til sögunnar gráðostur, perur og valhnetur hráefni sem var svo sannarlega ætlað að vera saman. Í þessari uppskrift nota ég fyllt fjögurra osta Ravioli frá RANA en það er einnig gott að prufa fyllt Ravioli með spínati og kotasælu frá RANA í þennan rétt....
Kjúklingaréttur í grænni kókoskarrýsósu
Þessi dásemdar kjúklingaréttur er eins og þeir gerast bestir á asískum veitingastöðum. Fjölskyldumeðlimir munu undrast hæfileika ykkar, dásama þennan rétt og biðja um hann aftur fljótlega. Ekki skemmir að hann er einfaldur og fljótlegur í gerð. Í þennan rétt er tilvalið að nota það grænmeti sem þið eigið hverju sinni. Um daginn bætti ég við...
Kjúklingasalat með kasjúhnetum, beikoni og geggjaðri balsamikdressingu
Á mínum yngri árum var hægt að ganga að því sem vísu að ef kjúklingasalat var á matseðli á veitingarstað þá var ég búin að ákveða hvað yrði pantað í það skipti. Flóknara var lífið ekki – ahhh sælla minninga. Í seinni tíð hefur úrvalið aðeins aukist en þó er ávallt jafn ánægjulegt að gæða...
Bingókúlu Rice Krispies kaka
Rice Krispies kökurnar hafa lengi verið vinsælar og koma í ýmsum útgáfum. Þessi er að mínu mati sú allra besta. Dísæt og dásamleg. Það er ekkert verið að grínast með þetta yndi! Bingókúlu Rice Krispies kaka Botn 100 g smjör 100 g suðusúkkulaði 3 msk síróp 150 g bingókúlur 200 g Rice Krispies Lakkríssósa 150...
Kjúklingur í mangósósu
Kjúklingur í mangósósu færir okkur örlítið af sumar og sól fyrir matargerðina á þessum haustdögum. Þetta er virkilega bragðgóð uppskrift sem einfalt er að gera. Kjúklingur í mangó sósu Fyrir 2-3 Styrkt færsla 8 kjúklingaleggir safi úr einni sítrónu Mangósósa 4 msk mango chutney, t.d. frá Patak’s 2 tsk karrý 2 msk dijon sinnep...
Thai chilí kjúklingapottréttur
Við elskum svona rétti þar sem öll hráefnin fara í einn pott og fá að malla í dágóða stund. Svo elsku við líka tælenskan mat. Með þessum tælenska chilí kjúklingapottrétti náum við að sameina þetta tvennt og útkoman er hreint út sagt dásamleg. Hinn fullkomni haustréttur Thai chilí kjúklingapottréttur 900 g kjúklingur, t.d. kjúklingalæri...
Oreo súkkulaði og rjómaostakúlur með einungis þremur hráefnum
“Viltu gera þessar á afmælinu mínu” spurði sonur minn mig eftir að hafa tekið fyrsta bitann af þessum Oreo kúlum. Það er hin besta einkunn sem nokkur uppskrift getur fengið frá mínum börnum. Ég er alveg að tengja því þetta er svona uppskrift sem hættulegt er að eiga í frystinum þegar þú ert einn heima,...
Sætar kartöflur með fajitas fyllingu
Þá er haustið mætt og ég er endurnærð enda nýkomin aftur til landsins eftir dásamlega ferð til Króatíu þar sem ég byrjaði daginn á yoga á klettasyllu með útsýni yfir tærbláan sjóinn ásamt því að fara á kajak, fjallgöngur og hjólreiðar um eyjuna Vis. En ég mun fjalla meira um það síðar. Eftir smá pásu...
Bláberjacrumble með pekanhnetum og tröllahöfrum
Nú eru bláberin upp á sitt besta og tilvalið að skella sér í berjamó og týna ber í þennan einstaklega bragðgóða eftirréttur með bláberjum, tröllahöfrum og pekanhnetum. Þetta er svona hollari útgáfa af eftirrétt sem við getið notið alla daga með ís eða rjóma. Einföld og unaðarsleg bláberjaterta með haframjöli og pekanhnetum Styrkt færsla...
Jógúrtkaka með berjafyllingu
Nú er tilvalið að skella sér í berjaleiðangur og nota uppskeruna í þessa dásamlega mjúku jógúrtköku sem þið munið elska. Fyrir þá sem ekki hafa tök á því þá skellið þið ykkur einfaldlega út í búð og græjið berin fersk eða frosin – valið er ykkar. Njótið vel. Dásamleg jógúrtkaka með berjablöndu Jógúrtkaka með...
Mexíkósk ramen súpa með kjúklingi
Jæja krakkar mínir það styttist í haustið – BAMM! Það er best að gera gott úr því og “hugga” sig með teppum, kertaljósum og góðum súpum sem hljómar reyndar frekar vel! Mexíkóskar súpur eru eitthvað sem langflestir elska og hér kemur ein stórkostlega bragðgóð í skemmtilegri útgáfu með kjúklingi og núðlum. Súpan er matarmikil og...
Heimsins besta gulrótarkaka með rjómaostaglassúr
Það er fátt betra en nýbökuð gulrótakaka. Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi enda lungnamjúk og með rjómaostaglassúr sem setur punktinn yfir i-ið á þessari annars frábæru köku. Heimsins besta gulrótarkaka 3 dl olía 3 dl hrásykur (eða púðusykur) 4 egg 6 dl hveiti 2 tsk matarsódi 1 msk kanill 1/2 tsk salt 50...
Ofnbakaður kjúklingur með grillaðri papriku, mozzarella og furuhnetum
Undanfarið hafa tökur staðið yfir á nýrri bók GRGS sem mun koma út í haust. Bókin verður dásamlega fögur og mun innihalda nýjar uppskriftir í anda GRGS að sjálfsögðu með einfaldleikan að leiðarljósi. Fylgist með :) Vegna þessa hef ég nú ekki haft tök á því að elda mér til skemmtunar en nú verður bætt...