Þessi ostakaka er ein af mínum uppáhaldskökum þessa dagana. Hún er ótrúlega bragðgóð og frískandi og ekki skemmir fyrir að hún er í hollari kantinum. Kakan er glúten og mjólkurlaus og hentar vel fyrir þá sem eru vegan ef þeir nota sýróp í staðin fyrir hunangið og sleppa matarlíminu. Þessa dásemd er frábært að eiga...
Recipe Category: <span>Fljótlegt</span>
Asískur lax með hunangsgljáa
Vonandi áttu þið öll góða páska, þar sem þið gædduð ykkur á góðum mat í enn betri félagsskap. Ég naut mín að minnsta kosti í botn í mat, drykk, góðum félagsskap og yndislegu umhverfi í Austurríki þar sem ég var í skíðaferð. Fyrir alla skíðaáhugamenn sem hafa ekki látið verða af því að skíða erlendis...
Crunchy sataysalat með cous cous, avacado og nachosi
Þetta vinsæla salat er í miklu uppáhaldi og hefur reyndar verið að í fjöldamörg ár. Hinsvegar er það nú oft þannig að margir góðir réttir sem voru eitt sinn eldaðir gleymast oft í dágóða stund en fá svo stundum endurnýjun lífdaga þegar maður allt í einu rekst á gamla snilld og það á einmitt við...
Mexíkóskur brauðréttur sem slær í gegn
Uppskrift af yndislega bragðgóðum heitum brauðrétt sem öllum líkar vel við. Hann er einstaklega fljótlegur í gerð og tveimur númerum of góður á bragðið. Fullkominn í veisluna eða saumaklúbbshittinginn. Mexíkóskur brauðréttur með pepperoni og sólþurrkuðum tómötum 1 samlokubrauð (fransbrauð) 1 bréf pepperoni 1 blaðlaukur 6-8 sveppir 1/2 krukka af sólþurrkuðum tómötum 500 ml matreiðslurjómi 150...
Kjúklingarréttur fyrir íþróttaálfa
Þessi uppskrift er bæði fljótleg og góð. Hún er meinholl enda er sósan að mestu gerð úr grænmeti, það vel földu að litlu grísirnir átta sig ekki á hollustunni og gæða sér á matnum af bestu lyst. Réttur sem hentar sérstaklega vel í miðri viku. Kjúklingarréttur fyrir íþróttaálfa 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose poultry 3 msk...
Lax með hunangs- og balsamikgljáa toppaður með tómata- og furuhnetukryddjurtamauki
Lax er ávallt vinsæll hjá mínum fjölskyldumeðlimum og þá þegar hann er eldaður samkvæmt þessari uppskrift. Hér er fiskurinn penslaður hunangs- og balsamikgljáa og toppaður með kryddjurtamauki með tómötum, furuhnetum og steinselju. Rétturinn er himneskur á bragðið og svo einfaldur og fljólegur í gerð. Lax með balsamikgljáa, furuhnetum, tómötum og kryddjurtamauki 700 g laxaflak 200...
Kjúklingur í kókosmjólk með hvítlauk og basil
Himnasending á dögum þar sem eldamennskunennan er í lágmarki en þörfin fyrir eitthvað himneskt og hollt er í hámarki. Þetta er rétturinn!!!! Kjúklingur í kókosmjólk með hvítlauk og basil 1 kg kjúklingabringur, skornar í litla bita 3-4 hvítlauksrif, söxuð 1 rautt chili, saxað smátt (fræhreinsað ef þið viljið hafa réttinn mildan=barnvænan) 2 msk rautt karrýmauk,...
Skál með allskonar gúmmelaði
Í kvöld gæddum við fjölskyldan okkur á þessum dásamlegri kjúklingaskál með sætum kartöflum og kóríanderhrísgrjónum. Réttur sem ég rakst á þegar ég var að skoða síðuna food52 og var einn af verðlaunaréttum þar. Í fyrstu virkaði rétturinn flókinn enda allnokkur krydd sem maður þarf að eiga en ég notaðist bara að mestu við þau sem...
Kjötbollurnar sem við elskum öll
Það er viðeigandi á þessum dásamlega bolludegi að birta uppskrift af sænskum kjötbollum í brúnsósu, sem við elskum öll. Kjötbollurnar og sósan, borin fram með kartöflumús og tytteberjasultu er fullkomnun ein og ég tala nú ekki um þegar börn eiga í hlut. Hér verða allir sáttir og njóta vel! Sænskar kjötbollur Gerir um 24 stk...
Grænmetisréttur með rauðri kókoskarrýsósu
Ef þú ert að leita af einföldum rétti, sem er hollur, góður og hentar fullkomlega til bera fram á virkum degi að þá þurfið þið ekki að leita lengra. Hér er á ferðinni dásamlegur grænmetisréttur með kókoskarrýsósu Uppskriftina fékk ég af vef Cookie and Kate en hún heldur úti uppskriftarsíðu með ferskum grænmetisréttum sem eru hver...
Mangó kjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kex mulningi
Þetta er réttur sem á ávallt við, hvort sem er eftir annasaman vinnudag á virkum dögum eða þegar góða gesti ber að um helgar. Stútfullur af góðri næringu, áreynslulaus í gerð og slær alltaf í gegn. Njótið vel kæru vinir! Mangókjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti og kexmulningi 2 sætar kartöflur, skornar í litla teninga 100...
Kínverskt nautakjöt í spicy appelsínusósu
Það er langt síðan við höfum boðið upp á góða uppskrift af nautakjöti en hér kemur ein ómótstæðileg. Hún er eins og allar uppskriftir sem við elskum svo mikið, einföld, fljótleg og ó-svo bragðgóð. Mælum með þessari snilld. Kínverskt nautakjöt í spicy appelsínusósu 700 g nautakjöt 2 tsk fínrifinn appelsínubörkur 120 ml appelsínusafi 50...
Shakshuka
Hún Ásta Guðrún Jóhannsdóttir er næsti gestabloggari hjá okkur. Ásta er viðskiptafræðingur að mennt og með brennandi áhuga á handavinnu og mikil áhugamanneskja í eldhúsinu. Hér er hún með uppskrift af girnilegu Shakshuka sem hentar öllum fjölskyldumeðlimum. Shakshuka Ég hef sérstakt fetish fyrir því að finna uppskriftir sem eru í senn – fljótlega, hollar,...
Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum
Ómótstæðilegt kartöflusalat sem er öðruvísi en allt annað sem þið hafið bragðað. Frábært með indverskum mat, rajtasósu og naan brauði en passar einnig með öðrum mat og þá sérstaklega fiski og kjúklingi eða bara eitt og sér sem grænmetisréttur. Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum 1 msk engifer, smátt söxuð 1 stór sæt kartafla, skorin...
Tælensk fiskisúpa
Þessi dásamlega fiskisúpa er hin besta byrjun á góðu ári. Hún er ofureinföld í gerð og svo fersk og bragðgóð að ég veit að hún mun slá í gegn hjá ykkur eins og hún gerði hjá mér og minni fjölskyldu. Hún er létt í maga og meinholl sem skemmir að sjálfsögðu ekki fyrir ef þið...
Sushi í veisluna
Sushi er ávallt vinsæll réttur og þá sérstaklega þegar margir koma saman. Sushi er einstaklega ljúffengt og létt í maga og tiltölulega einfalt í gerð. Hér eru hrísgrjónin aðalmálið mikilvægt að gefa sér smá tíma í að nostra við þau. Ef að þau eru gerð á réttan hátt eru manni allir vegir færir og hægt...
Draumaréttur á aðeins 15 mínútur
Þó það sé kominn desember þá þurfum við nú víst að borða venjulegan mat fram til jóla, þó maður laumi einstaka smáköku inn á milli. Þessi ómótstæðilegi kjúklingarréttur í Cashew er einn af þessum draumaréttum. Hann tekur ekki lengur en 15 mínútur í gerð og er svo ótrúlega góður að hér verða matvöndustu grísir eru sáttir,...
Tælenskur chilíkjúklingur á 10 mínútum
Tælensk matargerð er í miklu uppáhaldi hjá mér og þessi tælenski chilíkjúklingaréttur er minn besti vinur á virkum kvöldum, þegar tíminn er af skornum skammti. Hann er ofureinfaldur í gerð og tekur einungis 10 mínútur í undirbúningi og bragðast ó-svo-vel. Tælenski chilíkjúklingurinn Fá hráefni og einfaldur í gerð Omnomm Tælenskur chilíkjúklingur 2 msk...