Frábær núðluréttur sem er fljótlegur í gerð og mikið elskaður af öllum fjölskyldumeðlimum – sérstaklega þegar ekki gefst mikill tími til eldamennsku. Uppskriftin kemur af uppskriftarvefnum jocooks og vakti þar geysimikla lukku. Vona að þið njótið vel! Notalegur thai núðluréttur Styrkt færsla Fyrir 4 1 msk sesamolía 1 paprika, rauð 1 paprika, græn 4...
Recipe Category: <span>Hádegismatur</span>
Chillí tómatsúpa
Það er alltof langt síðan við komum með uppskrift af girnilegri ilmandi súpu og ekki seinna vænna en að bæta úr því. Þessi súpa kemur úr smiðju snillingsins Jamie Oliver sem ætti að vera flestum kunnugur. Hér notast hann við geggjaða tómata og chilli pastasósu sem er úr vörulínu hans og þroskaða tómata og úr...
OMG pasta
Það er oftar en ekki sem ég heyri fólk tala um að oft eftir annasaman vinnudag sé það statt í búðinni og hafi ekki hugmynd um hvað það eigi að hafa í kvöldmatinn. Þá er ekki úr vegi að geta leitað í uppskriftir sem eru ofureinfaldar í gerð og með fáum hráefnum. Þessi pastauppskrift er...
Heimsins bestu vöfflur!
Alþjóðlegi vöffludagurinn verður haldinn hátíðlegur þann 25. mars og að því tilefni er vel við hæfi að birta uppskrift að vöfflum sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Vöfflurnar eru stökkar og bragðgóðar og einfaldar í gerð og góða með sultu og rjóma, nú eða jafnvel vanilluís. Vöfflur eru ávallt jafn vinsælar Heimsins bestu vöfflur...
Himneskt humarsalat með hvítlauk, chilli og graskersfræjum
Hún Elín Traustadóttir grunnskólakennari heldur úti dásamlega girnilegri uppskriftasíðu sem ber nafnið Komdu að borða. Elín er mikil áhugamanneskja um mat og matargerð og fær mikla ánægju út úr því að stússast í eldhúsinu og matreiða hollan og góðan mat. Það sem einkennir eldamennsku hennar er einfaldleikinn og á síðunni má finna uppskriftir sem allir...
Quesadillas með nautahakki og bræddum osti
Þessar mexíkósku quesadillas með nautahakki og bræddum osti eru uppáhald allra og virkilega góður “comfort food” svona yfir vetrartímann. Oft geri ég fræga guagamole hans Kára með þessum rétti og ber fram með góðu salati og hrísgrjónum, jafnvel smá pico de gallo sem er smátt saxaðir tómatar með hvítlauk, olíu og steinselju svo eitthvað sé nefnt. Chilí...
Uppskriftin að allra bestu skinkuhornunum!
Mig langar til að deila með ykkur frábærri uppskrift að skinkuhornum. Upprunarlega kemur þessi uppskrift frá henni Guðmundu Ingimundardóttur og birtist í Ostalyst en hana sendi hún Guðmunda inn á sínum tíma. Takk kærlega fyrir uppskriftina elsku Guðmunda. Hún hefur glatt svo marga :) Skinkuhornin eru dásamlega mjúk og þau vekja ávallt lukku. Hægt er...
Tagliatelle í parmaskinkurjóma
Uppskrift dagsins (okkur langar að segja uppskrift aldarinnar) er pastaréttur gerður úr fersku pasta frá ítalska fyrirtækinu RANA með parmaskinkurjóma og kirsuberjatómötum mýktum á pönnu sem er síðan velt upp úr balsamik ediki. Þetta er sannkallaður veislumatur sem tekur einungis um 15 mínútur í gerð og slær svo sannarlega í gegn. Hægt er að leika...
Kryddbrauð
Á haustin og veturnar þykir okkur fátt betra en að gæða okkur á nýbökuðu og volgu kryddbrauði með íslensku smjöri og þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi. Við mælum með því að tvöfalda uppskriftina enda hverfur brauðið fljótt í svanga munna. Kryddbrauð 3 dl hveiti 2 dl sykur 3 dl haframjöl 3 dl mjólk 1/2 tsk...
Ofureinföld tómatsúpa með tælensku ívafi
Það er alltof langt síðan ég birti súpuuppskrift en hér kemur ein dásamleg. Þessi uppskrift er af tómata- og gulrótasúpu sem er ofureinföld í gerð og allsvakalega góð. Fullkomin með þessum dásemdar hvítlauks- & parmesansnúðum. Njótið vel! Girnileg og góð thai tómatasúpa Thai tómatsúpa 1 msk ólífuolía 1 lauk 2 gulrætur, saxaðar 1 rauð paprika,...
Mexíkóskur brauðréttur sem slær í gegn
Uppskrift af yndislega bragðgóðum heitum brauðrétt sem öllum líkar vel við. Hann er einstaklega fljótlegur í gerð og tveimur númerum of góður á bragðið. Fullkominn í veisluna eða saumaklúbbshittinginn. Mexíkóskur brauðréttur með pepperoni og sólþurrkuðum tómötum 1 samlokubrauð (fransbrauð) 1 bréf pepperoni 1 blaðlaukur 6-8 sveppir 1/2 krukka af sólþurrkuðum tómötum 500 ml matreiðslurjómi 150...
Glútenlausa brauðið
Þrátt fyrir að hafa bakað ótal uppskriftir af glútenlausu brauði eru ekki margar þeirra sem ég hef verið ánægð með. Þetta brauð aftur á móti er æðislegt. Það er alls ekki þurrt eins og oft vill verða með glútenlaus brauð heldur er það dúnmjúkt og bragðgott. Það tekur enga stund að skella í það og...
Shakshuka
Hún Ásta Guðrún Jóhannsdóttir er næsti gestabloggari hjá okkur. Ásta er viðskiptafræðingur að mennt og með brennandi áhuga á handavinnu og mikil áhugamanneskja í eldhúsinu. Hér er hún með uppskrift af girnilegu Shakshuka sem hentar öllum fjölskyldumeðlimum. Shakshuka Ég hef sérstakt fetish fyrir því að finna uppskriftir sem eru í senn – fljótlega, hollar,...
Tómatsúpa með grillaðri papriku, stökku beikoni og fetaostakurli
Ómótstæðileg súpa sem yljar á fallegu haustkvöldi. Súpan er auðveld í gerð þó svo að einhverjir gætu talið það auka flækjustigið að grilla papriku, en það er nú eins auðvelt og það gerist og aðferðina má sjá hér. Grilluð paprika er frábær í matargerð og hér er hún í félagskap með volgum tómötum, stökku beikonu...
Kvöldmatur á hraðferð Cobb salat með sætri sinnepssósu
Cobb salat er svo frægt að það á sér sköpunarsögu. Það er nefnt í höfuðið á eiganda þekkts veitingahúss í Hollywood á fjórða áratug 20. aldar sem varð svangur í vinnunni um miðnættið nótt eina árið 1937, tíndi saman matarafganga úr eldhúsinu plús smá beikon frá kokknum og skvettu af franskri dressingu … og varð ódauðlegur! Þetta salat er í uppáhaldi þegar...
Kanilsnúðamánar
Þessa dásemd gerði ég þegar rigningin og rokið var upp á sitt besta og ég þurfti sárlega á smá “comfort-food” að halda. Þá skellti ég í þessa og viti menn það svínvirkaði og fljótlega stytti upp. Þessir snúðar eru skemmtilegir, öðruvísi, dásamlegir og bragðgóðir. Það er svo algjört smekksatriði hversu mikið af kanilsykri þið stráið...
Austurlensk kjúklingasúpa með kókosmjólk og chilí
Á þessum dimmu dögum er fátt betra en að gæða sér á góðri súpu og ekki verra ef hún er litrík, því litirnir hafa jákvæð áhrif á okkur. Þessi austurlenska kjúklingasúpa er bæði heilnæm, holl og bragðmikil og er að auki sérstaklega einföld í gerð. Í hana er notað chilímauk og fyrir þá sem vilja...
Gulróta- og tómatsúpa með kókosmjólk
Hér er á ferðinni holl og góð súpa stútfull af góðri næringu þar sem tilvalið er að nota uppskeru haustsins. Gulrætur, tómatar og kókosmjólk leggja grunninn af þessari súpu sem klikkar ekki. Súpuna er gott að bera fram með góðu brauði eins og þessum gómsætu hvítlaukshnútum með parmesan. Gulróta- og tómatsúpa með kókosmjólk 1...