Ef þið viljið máltíð sem er ódýr, holl en á sama tíma hreint unaðslega góð þá eru þið í toppmálum með þessa uppskrift. Þessa súpu elska allir og hún er ofureinföld í gerð. Naan brauðið með dásemdar fetaosta og ólífufyllingu setur svo punktinn yfir i-ið. Gulrótasúpa með engifer Fyrir 4 500 g gulrætur 2...
Recipe Category: <span>Kvöldmatur</span>
Svaðalegur svartbaunaborgari með avacado sweet chilí sósu
Fyrir þá sem elska grænmetisborgar sem og þá sem elska þá ekki – þá er þessi sá eini rétti fyrir ykkur. Ég get varla lofað þennan svartbaunaborgara nógsamlega. Trixið er að gera hamborgara og láta engann vita að þetta sé “hollari týpan”. Fjölskyldumeðlimir munu lofa þennan hástert. Ég mæli svo sannarlega með að tvöfalda eða...
Fáránlega gott hátíðarlamb fyllt með döðlum, hvítlauk og fetaosti
Þetta er svo mikið nýjasta uppáhalds uppskrift mín að lambalæri. Úrbeinað og fyllt með döðlum, hvítlauk og fetaosti – lamb sem sló í gegn á mínu heimili á páskadag. Ég úrbeinaði lambið sjálf (innsog) og þrátt fyrir að vita nákvæmlega ekkert hvað ég væri að gera gekk það furðuvel. Orðið úrbeina flækir þetta kannski bara...
Ostafyllt ravioli með beikonkurli í tómatrjómasósu
Þessi dásemdar pastaréttur er sannkallaður boðberi sumarsins. Kælt hvítvín, þessi uppskrift og gott súrdeigsbrauð og volá – þið eruð komið með hinn besta veislumat sem er tiltölulega góður fyrir budduna, fáránlega fljótlegur og ó-svo bragðgóður. Ég notaði ferska basilíku því hún setur að mínu mati punktinn yfir i-ið þegar pastaréttir eru annars vegar en hitt...
Fiskur og grænmeti í gómsætri mangó jógúrtsósu
Ég hef sagt það áður en segi það aftur – mikið er gott að fá góðan fiskrétt. Hráefni sem ég elda ekki nægilega oft en veitir vellíðan og með réttri uppskrift hinn mesti veislumatur. Þessi uppskrift er einföld og fljótleg og í hana má nota hvaða fisk sem er í rauninni. Klikkar aldrei. Fiskur í...
Kjúklingatortillur með sætkartöflum og jalapeno jógúrtsósu
Ofureinfaldur, fljótlegur og dásamlega bragðgóður kjúklingaréttur með sætkartöflum og ljúfri jalapeno jógúrtsósu sem setur punktinn yfir i-ið. Þennan rétt bar ég fram með hrísgrjónum, góðu salati og nachos. Þessi vakti mikla lukku! Dásamleg jógúrtsósan setur punktinn yfir i-ið Kjúklingatortilla með sætum kartöflum og jalapenojógúrtsósu Fyrir 4 1 laukur, saxaður 1 lítil sæt kartafla,...
Lasagna sem enginn trúði að ég hefði gert
Ég held ég hafi ansi oft fjallað um ást og haturssamband mitt við lasagna eldamennsku. Einhvernveginn hef ég ekki náð þessu eins og ég hefði viljað og oft hafa nú krakkarnir mínir verið sammála því. En nú varð breyting á með þessari dásamlegu uppskrift. Hún er einföld og eiginlega bara ekki hægt að klúðra henni...
Kjúklingur með eplum og beikoni í mangórjómasósu
Þetta er einn af þessum ofureinföldu réttum sem vekja mikla lukku – jafnvel einnig hjá þeim allra matvöndustu. Uppáhald allra Kjúklingur með eplum og beikoni og mangósósu Fyrir 4-6 4-6 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry salt og pipar 200 ml sýrður rjómi 3 dl rjómi 4 msk mango chutney, t.d. frá Patak´s 1-2...
Kókos & chilí marineraður kjúklingur í hnetusmjörsósu
Þessi kjúklingaréttur er svo mikið gúrm og inniheldur svo til öll þau hráefni sem ég elska mest – kókosmjólk, chilí og hnetusmjör. Jidúdda sko. Uppskriftin kemur af netinu og hana fékk ég fyrir einhverju síðan og man ekki upprunann. Ef þið vitið hver á heiðurinn af þessari uppskrift þá megið þið hóa í mig –...
Gúrm taco pasta
Það hrósuðu allir matnum í kvöld enda svona réttur sem er mitt á milli lasagna, spaghetti bolognese og taco máltíðar. Semsagt réttur sem sameinar alla rétti sem börnin elska. Taco pasta Fyrir 4-6 1-2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 2-3 hvítlauksrif, söxuð 500 g nautahakk 1 poki (4-5 msk) tacokrydd 1 dós (400g) tómatar,...
Geggjaður kjúklingaréttur með sólþurrkuðum tómötum í hvítlauksrjómasósu
Eins og margir vita hefur GRGS verið starfrækt frá árinu 2012 og fengið alveg ótrúlegar viðtökur. Það er alltaf jafn gaman að útbúa góðan mat sem ég fæ notið rétt eins og þið lesendur – og ég nýt í botn. Eitt er það þó sem mér þykir mest krefjandi en það er að skrifa textann...
Kjúklingur í sítrónu-, rósmarín- og hvítlaukssósu
Lyktin af rósmarín og hvítlauki færa hugann til þess tíma þegar ég var að taka mín fyrstu spor í eldhúsinu, þá unglingur. Á þeim tíma eignaðist ég mína fyrstu matreiðslubók sem ég heillaðist gjörsamlega af. Nafn bókarinnar er því miður algjörlega stolið úr mér en í bókinni flakkaði höfundur á milli landa og birti uppskriftir...
Spaghetti með hvítlauk, chilí og valhnetupestói
Nú eru margir landsmenn að prufa sig áfram með grænmetisfæði eftir hátíðarnar og bara gott um það að segja. Ég var nú eitt sinn “grænmetisæta” í nokkur ár – set ég það innan gæsalappa þar sem að fæði mitt einkenndist af hvítum hrísgrjónum og grilluðum ostasamlokum eða það sem mér fannst vera það besta úr...
Klístraður kjúklingur í sætri chilí og hunangssinnepssósu
Þessi réttur er ofureinfaldur en um leið svo ótrúlega bragðgóður. Hann vekur lukku hjá öllum aldurshópum og sigrar hjörtu, jafnvel þeirra allra matvöndustu. Klístraður kjúklingur í sætri chilí- og hunangssinnepssósu Fyrir 3-4 900 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry 2 dl sæt chilísósa, t.d. Sweet chili sauce frá Blue dragon 1/2 dl soyasósa, t.d....
Kalkúnabringa með trönuberjafyllingu, púrtvínssósu og sætkartöflumús með kornflextoppi
Hér er frábær uppskrift að kalkúni sem ég var með á jóladag, kalkúnabringan var lögð í pækil (kryddað saltvatn) sem gerði hana extra safaríka og styttir eldunartímann. Með þessu bar ég trönuberjafyllingu, sæta kartöflumús með geggjuðum Kornflex mulningi. Þetta var síðan toppað með yndislegri púrtvínssósu (má líka nota rauðvín) sem fyrst að ég gat gert...
Hægelduð önd með eplafyllingu, sósu lata mannsins og bestu sætkartöflumús allra tíma með pekanhnetukurli
Að hafa önd í matinn á aðfangadag nýtur orðið sívaxandi vinsælda á Íslandi. Líklega má rekja þann sið til frænda okkar dana en fyllt önd er einmitt algengasti rétturinn hjá Dönum á jólunum. Ekki síst nýtur mikilla vinsælda hjá frændum okkar að fylla heila önd með sveskjum og eplum og hafa ljúffenga sósu með. Ég...
Andabringur í appelsínusósu
Andabringur eru að mínu mati hinn besti hátíðarmatur. Reyndar eru andabringur eitthvað sem er svo sannarlega hægt að bjóða uppá allan ársins hring og til dæmið mikið notaðar í asískri matargerð og þá ekki eingöngu til hátíðarbrigða. Hér er uppskrift að andabringum sem henta bæði sem hátíðarmatur eða einfaldlega þegar ykkur langar í eitthvað gúrm....
Kjúklingaréttur með mozzarella og beikoni í glöggsósu
Fyrir aðdáendur jólaglöggsins er hér kominn réttur sem gælir við bragðlaukana en það er kjúklingaréttur með mozzarella og ferskri basilíku í dásamlegri glöggsósu sem er nýji uppáhalds rétturinn okkar! Sé ekki til jólaglögg má að sjálfsögðu notast við rauðvín. Einfaldur og mun örugglega slá í gegn. Njótið! Rauðvínið Las Moras, Malbec passar vel með þessum...