Ég gerði á dögunum þennan dásemdar kjúklingaborgara sem börnin elska og er stúfullur af “falinni” hollustu. Hér er leynivopnið ljúf Mango Chutney sósa sem kemur með sætuna og gefur þeim suðrænt bragð, ásamt nokkrum dropum af tabasco sósu sem gera þá bragðmeiri en ekki þó svo að þeir verði sterkir, þau auðvitað sé alltaf hægt...
Recipe Category: <span>Kvöldmatur</span>
Geggjað grænmetis Korma
VÁ VÁ VÁ hvað þessi grænmetis Korma réttur er mikil snilld. Ég hef prufað þá marga góða en þessi er að mínu mati sá allra besti. Snilldin við þennan rétt er að hér er í raun hægt að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum og því gott til að koma í veg fyrir...
Mexikóskt fajitas á ofureinfaldan hátt
Maður fær aldrei nóg af mexíkóskum mat og hér er uppskrift sem ætti að vekja mikla lukku. Hráefnin eru fá og matreiðslan einföld en lykillinn liggur í dásamlegri kryddblöndu sem setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið. Þetta fajitast má bera fram sem aðalréttur með góðu salati og hrísgrjónum eða sem fylling í dásemdar tortillur. Ykkar...
Pastasalatið sem allir elska
Hér er á ferðinni uppskrift að frábæru pastasalati sem mun nú líklegast slá í gegn hjá flestum sem það bragða. Uppskriftin inniheldur góðgæti eins og kjúkling, penne pasta, stökkt beikon, parmesan, pestó, hvítlauk og rjóma ofrv. Það er borið fram kalt og hentar vel í veislur og mannfögnuði þar sem þarf að metta marga munna....
Ljómandi lasagna með rjómaostasósu
Gott lasagna er einn besti matur sem við fjölskyldan fáum og eitthvað sem allir elska. Nýlega gerði ég ofureinfalt lasagna sem er jafnframt eitt það besta sem ég hef gert. Ég hef áður lofað vörulínuna frá RANA sem bíður upp á ferskt pasta. Með því að nota lasagnaplöturnar frá RANA styttist eldunartíminn til muna og...
Tælenskar fiskibollur “Tod Man Pla” með dásemdar chilí sósu
Við elskum hreinlega þessar dásamlegu fiskibollur sem kallast “Tod man pla” og henta vel í léttan hádegis eða kvöldverð en er einnig skemmtilegt sem forréttur. Borið fram með dásemdar heimagerðri chilísósu sem mun vekja mikla lukku. “Tod Man Pla” Tælenskar fiskibollur með ómótstæðilegri chilísósu 400 g laxaflök, roðlaus (eða fiskur að eigin vali)...
Gúrm avacado kjúklingasalat með eplabitum
Eftir jólin hafa sætindin fengið í einhverju magni að víkja fyrir meiri hollustu. Ekki veitir manni af góðri næringu í myrkrinu sem þó ert hægt og sígandi á undanhaldi. Uppskriftina af þessu kjúklingasalati með avacado og eplabitum rakst ég á síðu sem heitir simplyrecipes og geymir margar girnilega uppskriftir. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þetta...
Ofureinföld chilí tómatsúpa sem bræðir hjörtu
Við hreinlega elskum góðar súpur sem tekur örskamma stund að útbúa eftir langan vinnudag. Þessi er sérstaklega einföld og virkilega bragðgóð. Hún er bragðmikil en ekki það sterk að börn geti ekki notið hennar. Í miklu uppáhaldi… Frábær chilí tómatsúpa á YOY diskamottun úr versluninni Snúran Chilí tómatsúpa 2 laukar, skornir gróflega 2 hvítlauksrif, smátt...
Gestabloggarinn Kristín Björk Þorvaldsdóttir og fræga humarpizzan
Gestabloggari okkar að þessu sinni er hún Kristín Björk Þorvaldsdóttir. Kristín er flugfreyja hjá Icelandair og er þekkt fyrir sitt fagra bros, húmor og lífsgleði. Ekki nóg með það heldur er einstaklega gaman að fylgjast með henni töfra fram girnilega rétti. Eins og með allt besta fólkið þá er hún hógvær og vill nú ekki...
Quesadillas með nautahakki og bræddum osti
Þessar mexíkósku quesadillas með nautahakki og bræddum osti eru uppáhald allra og virkilega góður “comfort food” svona yfir vetrartímann. Oft geri ég fræga guagamole hans Kára með þessum rétti og ber fram með góðu salati og hrísgrjónum, jafnvel smá pico de gallo sem er smátt saxaðir tómatar með hvítlauk, olíu og steinselju svo eitthvað sé nefnt. Chilí...
Steikt hrísgrjón betri en “takeaway”
Ég hreinlega dýrka góða hrísgrjónarétti og gæti satt best að sega borðað hrísgrjón í öll mál. Reyndar á mínum yngri árum gerði ég það heilt sumar. Hrísgrjón í hádeginu og hrísgrjón á kvöldin og var alsæl. Ekki flókinn matarsmekkurinn á þeim tíma. Hér kemur réttur sem mætir hrísgrjónaþörfinni vel og er mögulega aðeins hollari en...
Andasalat með tómötum, granateplum og unaðslegri dressingu
Andabringur eru einn af mínum uppáhalds réttum og í þessari uppskrift eru þær bornar fram volgar í salati með kirsuberjatómötum og granateplum. Ef þið eigið afganga af andabringum má að sjálfsögðu nota þá. Einnig í stað þess að grilla andabringurnar má steikja þær á pönnu og láta síðan inn í ofn ef það hentar betur....
Betri en “take away” kjúklingaréttur í rauðri kókoskarrýsósu
Fyrir mér er fátt betra en góður asískur réttur. Kostirnir við asíska matargerð eru margir en þó helst þeir að maturinn er einfaldur í gerð, meinhollur og bragðast dásamlega. Allt sem við elskum við asíska matargerð er nú samankomið í þessum dásemdar kjúklingarétti sem er mildur og bragðgóður og betri en nokkur take away sem...
Thai kjúklingarréttur – allt í einum potti
Þessi thai kjúklingarréttur er svo mikið uppáhalds að það hálfa væri nóg og er elskaður jafnt af ungum sem öldnum og þá sérstaklega af þeim sem eldar matinn og tekur allan heiðurinn fyrir þessa dásemd. Hér má í raun nota hvaða kjúklingakjöt sem er en í þessu tilviki gef ég kjúklingabringunum frí Yndislega auðveldur í...
Frábær kalkúnauppskrift fyrir byrjendur
Þakkargjörðahátíðin verður haldin hátíðleg næstkomandi fimmtudag eða þann 24. nóvember. Þessi hefð sem hófst í Bandaríkjunum og Kanada hefur undanfarið verið að færast til Íslands enda stórgott tækifæri til að hefja aðventuna, hóa í fjölskyldu og vini, gæða sér á bragðgóðum mat um leið og maður þakka fyrir allt það góða sem maður hefur. Þessi...
Tagliatelle í parmaskinkurjóma
Uppskrift dagsins (okkur langar að segja uppskrift aldarinnar) er pastaréttur gerður úr fersku pasta frá ítalska fyrirtækinu RANA með parmaskinkurjóma og kirsuberjatómötum mýktum á pönnu sem er síðan velt upp úr balsamik ediki. Þetta er sannkallaður veislumatur sem tekur einungis um 15 mínútur í gerð og slær svo sannarlega í gegn. Hægt er að leika...
Eina kjúklingauppskriftin sem þú þarft að kunna
Ef þú ættir aðeins eina kjúklingauppskrift þá myndir þú eflaust vilja að það væri uppskrift sem slær alltaf í gegn og þú gætir borðað alla virka dag en gætir jafnframt boðið upp á í fínu matarboði fyrir forsetann. Tadararaaaaa…leitið ei lengra – uppskriftin er þessi dásemdar kjúklingur sem er svo safaríkur að hann næstum bráðnar...
Ótrúlegur kjúklingaréttur á núll einni
Jæja þá er óhætt að segja að haustið sé mætt til okkar. Það er farið að dimma, kólna örlítið og af og til lætur rigningin í sér heyra. Eftir þetta yndislega sumar getur maður samt ekki annað en þakkað fyrir það sem við þó fengum og nú er bara að setja sig í annan gír og...