Mexíkóskur vekur alltaf lukku og svo ótrúlega gaman að prufa sig áfram með þessa tegund matargerðar. Hér er á ferðinni chimichanga fylltar með nautahakki sem eru steiktar þar til stökkar. Fljótleg og ofurgóð kvöldmáltíð sem slær í gegn hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Hráefnin undirbúin Chimichangas með nautahakksfyllingu, salsa sósu, sýrðum rjóma og kóríander Chimichanga með nautahakksfyllingu...
Recipe Category: <span>Kvöldmatur</span>
Syndsamlega góður lax með sætu chilímauki
Fiskiátakið mikla er hafið enn eina ferðina og hefst á þessum himneska fiskrétti sem veldur engum vonbrigðum. Mánudagsfiskurinn verður hátíðarmatur með þessum fljótlega, góða og holla rétti. Sæta chilímaukið er passlega sterkt, en ef þið eruð efins að þá látið þið aðeins minna af chilíflögunum og bætið svo meira út í eftir smekk. Þegar ég...
Mexíkósk tortillapizza með kjúklingi
Þessi uppskrift er margra ára gömul og hefur verið notuð við ýmis tækifæri í gegnum tíðina og stendur ávallt fyrir sínu. Það er því löngu orðið tímabært að endurvekja hann hér á GulurRauðurGrænn&salt. Tortillapizzan er dásamlega einföld í gerð, sérstaklega bragðgóð og hentar vel í saumaklúbbinn eða þegar fjölskyldan vill gæða sér á einhverju sem...
Tælenskar kjúklingabollur
Hér er komin uppskrift af dásasmlega einföldum og bragðgóðum tælenskum kjúklingabollum. Bollurnar henta vel bæði sem forréttur eða sem hollur og góður kvöldmatur með hrísgrjónum/núðlum, steiktu grænmeti og sweet chilísósu. Uppskriftina fann ég á Pinterest, en þar var henni var lofað í hvívetna og það ekki af ástæðulausu. Í þessa uppskrift notaði ég kjúkling frá Rose poultry...
Gratíneraður kjúklingaréttur með beikon, döðlum og hvítlauk
Hér er á ferðinni vinningsréttur úr matreiðslubókinni GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera en í henni má finna uppskriftir af hollum mat fyrir fólk sem elskar að borða góðan mat en hefur ekki mikinn tíma til að standa lengi í eldhúsinu. Kjúklingarétturinn er einfaldur í gerð og smellpassar í helgarmatinn. Gratíneraður kjúklingaréttur með beikon,...
Fiskur í ómótstæðilegri mangó-hnetusmjörssósu
Ég er alltaf í leit af góðri fiskiuppskrift og þegar ég rakst á þessa girnilegu uppskrift á Heilsutorg.com varð ég ekki róleg fyrr en ég prufaði hana. Heiðurinn af uppskriftinni á Sólveig Sigurðardóttir, en Sólveig er mikill ástríðukokkur og hefur sérstakan áhuga á hollri matargerð. Hún mun ásamt Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni standa fyrir spennandi matreiðslunámskeiði...
Gulróta- og tómatsúpa með kókosmjólk
Hér er á ferðinni holl og góð súpa stútfull af góðri næringu þar sem tilvalið er að nota uppskeru haustsins. Gulrætur, tómatar og kókosmjólk leggja grunninn af þessari súpu sem klikkar ekki. Súpuna er gott að bera fram með góðu brauði eins og þessum gómsætu hvítlaukshnútum með parmesan. Gulróta- og tómatsúpa með kókosmjólk 1...
Pistasíu pestó kjúklingur
Góður kjúklingaréttur stendur ávallt fyrir sínu og ég tala nú ekki um ef hann er einfaldur og fljótlegur í gerð. Þessi kjúklingaréttur gerir reyndar svo miklu meira en það því hann sprengir í raun alla skala sem hægt er að sprengja og er hér með kominn á “best of” listann. Þið skiljið af hverju þegar...
“Pulled pork”
Ég er búin að vera með “craving” í pulled pork í þó nokkurn tíma. Þetta er réttur sem ég hef einhvernvegin aldrei látið vera af því að elda en var orðið löngu tímabært. Kjötið er hægeldað í djúsí marineringu í 8 tíma og þegar það kemur úr ofninum er það svo mjúkt að það dettur...
Trylltu tortillurnar sem tók sjö ár að gera…
Ekki misskilja mig þetta er bæði einföld og fljótleg uppskrift, en engu að síður tók það mig sjö ár að gera hana. Uppskriftina hafði ég fengið frá góðvinkonu minni sem hafði fengið hana hjá vinkonu sinni, sem sjálf hafði örugglega fengið hana frá vinkonu sinni. En fyrir sjö árum barst semsagt þessi uppskrift mér. Hún...
Mínútusteik á asískan máta
Hér er uppskrift að skemmtilegri steik sem gaman er að prufa á næstu dögum. Marineringin gerir kraftaverk með saltri soyasósunni, pressuðum hvítlauki og mögnuðu bragði sesamolíunnar. Í uppskriftina notuðum við mínútusteik frá Kjarnafæði en hana er hægt að kaupa frosna í öllum helstu matvöruverslunum. Einföld og ótrúlega góð uppskrift sem gerir gott kvöld enn betra....
Gúrmei hamborgarar með ómótstæðilegri avacadó-chilísósu
Það er ekki lítið sem maður gleðst yfir því að geta farið að nota grillið eithvað af viti og ósjaldan sem hamborgarar verða fyrir valinu. Hvort sem það er hversdags eða um helgar, yfir boltanum eða með fjölskyldunni að þá eiga þeir alltaf við og bara spurning hvernig þeir eru eldaðir. Persónulega þykir mér betra...
Ómótstæðilegar núðlur í hnetusmjörsósu
Það er alltaf jafn ánægjulegt að elda mat sem er hvort í senn fljótlegur og bragðgóður og það á svo sannarlega við réttinn sem hér birtist. Það má leika sér með þennan skemmtilega núðlurétt, bæta við kjöti eða grænmeti að eigin vali en í þetta sinn bætti ég við elduðum kjúklingabringum og papriku. Enn eina...
Kjúklingaréttur með pestó, fetaosti og döðlum
Þeir sem þekkja döðlu og ólífupestóið hennar Karinar vita að þar er á ferðinni eitt það allra gómsætasta pestó sem hugsast getur enda hefur það fyrir löngu slegið í gegn og verið einn sá allra vinsælasti réttur á grgs.is í langan tíma. Karin er svo mikill snillingur að hún á líka uppskrift að kjúklingarétti sem...
Mangósalat með grilluðum andabringum
Ég veit ekki hvort ég gæti verið mikið spenntari að deila með ykkur þessari uppskrift. Hún er svo mikið uppáhalds að það eina sem ég get sagt er – gerið þessa! Uppskriftin er hvort í senn dásamleg í einfaldleika sínum og svo bragðgóð að ég hreinlega get ekki beðið eftir því að elda hana aftur....
Tortilla með nautakjöti, ananas- og jalapenossalsa
Þessi réttur er einfaldur í gerð og hreint út sagt ótrúlega bragðgóður. Nautakjötið er hér góð tilbreyting frá kjúklinginum sem oft tíðkast með tortillum og ananas-jalapenossalsan setur svo algjörlega punktinn yfir i-ið. Frábær réttur sem kætir bragðlaukana og er tilvalinn í skemmtilegt matarboð! Tortilla með nautakjöti, ananas- og jalapenossalsa Fyrir 4 800 g nautakjöt 12...
Epla- og ostafylltar kjúklingabringur
Í nýjsta tölublaði Nýs lífs má finna nokkrar góðar og girnilegar uppskriftir frá GulurRauðurGrænn&salt og meðal annars þennan skemmtilega rétt að fylltum kjúklingabringum með eplum- og osti sem þið verðið hreinlega að prufa. Epla- og ostafylltar kjúklingabringur Fyrir 4-5 4 – 5 kjúklingabringur salt og pipar 2 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í litla teninga...
Fiskur með ómótstæðilegu hvítlaukssmjöri
Hollur og góður fiskréttur sem er bæði einfaldur og fljótlegur í gerð en gælir við bragðlaukana líkt og kokkurinn hafi verið marga daga í eldhúsinu. Vekur lukku og á sérstaklega vel við nú þegar að sólin er farin að skína. Gott er að opna eina vel kælda hvítvín með þessum rétti sé stemmning fyrir því...