Þessi laxauppskrift er gjörsamlega ómótstæðileg og því er að þakka himneskri púðursykursmarineringu. Reyndar er uppskriftin svo ómótstæðileg að hörðustu fiskihatarar sleikja diskinn sinn og biðja um meira og það er “true story”. Rétturinn er einfaldur og fljótlegur og því sérstaklega hentugur svona í miðri viku. Púðursykurlaxinn 700 g lax, beinhreinsaður 1 msk púðursykur 2 tsk...
Recipe Category: <span>Kvöldmatur</span>
Hægeldað lambalæri með dukkah
Ég hef áður komið með færslu þar sem ég hef dásamað dukkah. Hvort sem þið kaupið það út í búð eða búið það til sjálf skiptir ekki öllu en það má endalaust leika sér með þetta og prufa með hinum ýmsum mat. Ég birti um daginn uppskrift að dukkah lax en nú ætla ég að koma...
Mexíkóveisla með kjúklinga Taquitos
Það er oft gripið til þess að elda mexíkóskan mat á þessu heimili enda er það fjölskylduvænn matur sem krakkarnir eru alltaf hæstánægðir með. Þessar kjúklinga og rjómaostafylltu taquitos eru hreint afbragð og fljótlegar í framkvæmd. Hefðbundnar taquitos eru djúpsteikar en þessar eru bakaðar í ofni, en eru engu að síður stökkar og með himneskri...
Sólskinskjúklingur
Það eru réttir eins og þessir sem veita mér mesta ánægju í eldamennskunni. Réttir sem eru svona fallegir á litinn, gaman að meðhöndla og lykta eins og sumarið. Þessi gómsæti kjúklingaréttur er sumarið! Hann er súperhollur, það tekur enga stund að útbúa hann og hann rennur sérstaklega ljúflega niður með kældu hvítvíni. Gleðilegt sumar..aftur! Sólskinskjúklingur ...
“Man burger”
Þetta er fyrir ykkur karlmennina þarna úti sem hafið sætt ykkur við grænmetisrétti, hrákökur, boozt og rauðrófudrykki þegjandi og hljóðalaust meðan ykkur dreymir um eitthvað aðeins meira djúsí. Það er skemmtilegt að gera sinn eigin hamborgara og sérstaklega skemmtilegt þegar að útkoman er svona góð. Lykillinn að þessari dásemd felur það í sér að láta...
Kjúklingur í basil rjómasósu
Þessi skemmtilegi kjúklingaréttur var gerður hérna eitt kvöldið og vakti mikla lukku. Sósan er hér í algjöru aðalhlutverki með keim af basil, rjóma og sólþurrkuðum tómötum. Réttinn tekur ekki langan tíma að gera, en útkoman er sannkallaður veislumatur. Kjúklingur í basil rjómasósu 1/2 bolli mjólk 1/2 bolli brauðrasp (eða 2 vel ristaðar brauðsneiðar settar í...
Kjúklinga enchiladas
Þegar kemur að því að elda mexíkóskan mat vantar oft ansi mikið uppá frumlegheitin á þessum bæ og yfirleitt endar þetta á því að ég steiki kjúkling og grænmeti á pönnu og set í vefju sem er jú voða gott. En í þetta sinn langaði mig að prufa eitthvað alveg nýtt, eitthvað alveg sjúklega gott...
Zucchinipasta með risarækjum & peacanhnetupestó
Okei, okei, þetta er í raun ekki pasta í þeirri mynd sem flestir þekkja, heldur er zucchini rifið niður þannig að það líkist pasta. Þessi réttur hentar því þeim vel sem eru að reyna að auka grænmetisinntöku sína og jafnframt draga úr kolvetnum. Hollur, einfaldur og snilldargóður réttur sem ég mæli með að þið prufið....
Kjúklingur með tómötum og mozzarella
Hér kemur uppskrift að kjúklingarétti sem ég gerði úr því sem var til í ísskápnum í þetta sinn. Ég bar hann fram með ofnelduðum sætkartöflum og döðlum ásamt klettasalati. Eg bjó til brauðmylsnu með því að rista 2 brauðsneiðar og setti þær í matvinnsluvél, en þið getið að sjálfsögðu keypt tilbúna út í búð. Voða...
Einfaldur kjúlli í karrý með eplabitum
Stundum er svo gott að fá sér bara venjulegan heimilismat sem fljótlegt og einfalt er að gera. Þennan rakst ég á food.com og kolféll fyrir honum enda ferskur, léttur og bragðgóður. Kjúklingur í karrý með litlum eplabitum sem gera ótrúlega mikið fyrir þennan einfalda rétt. Bragðið er milt og kjúklingarétturinn sérstaklega barnvænn. Strákurinn minn sem...
Kjúklingabollur með tómatgljáa
Ég er svo óóóóóótrúlega spennt að deila þessari uppskrift með ykkur að það hálfa væri nóg. Þessar kjúklingabollur eru hrikalega góðar og ég get ekki ímyndað mér þá mennskju sem ekki bilast af ánægju við að bragða þessar. NAMMI! Þær eru hollar, einfaldar og sjúklega góðar á bragðið. Algjörlega nýja æðið mitt og elskaðar af...
Pastasalatið sem alltaf slær í gegn
Nú er ég sko að koma með smá leynivopn..uppskrift sem aldrei klikkar. Allir sem bragða þetta pastasalat munu vilja uppskriftina. Ég er ekki mjög gjörn á að elda sama réttinn oft, en þennan hef ég hinsvegar gert í mörg ár við margskonar tilefni og hann þreytist aldrei. Þetta pastasalat er hrikalega gott og þá meina...
Coq au Riesling
Þessi réttur hefur fylgt mér lengi og hann hef ég oft eldað þegar gesti ber að garði. Hann er einfaldur og dásamlega bragðgóður. Uppskriftin er upprunarlega með beikoni, en ég nota hinsvegar yfirleitt parmaskinku í staðinn og það bragðast frábærlega. Nú nálgast helgin og um að gera að slá í gegn hjá heimilisfólkinu og elda...
Sætkartöflupitsa með mozzarella og karmelluðum lauk
Ég hef áður komið með uppskrift að pitsu eða grænmetis- og ávaxtapistunni. Sú pitsa er dásemdin ein og ef þú hefur ekki prufað hana mæli ég með því að þú gerir það núna! Þessi fer alveg með tærnar þar sem hin er með hælana…eða botninn þar sem hin er með skorpuna (hlátur). Fyrir þá sem...
Ekta ítalskar kjötbollur með pastasósu
Þessi er einn af uppáhalds réttum fjölskyldunnar og uppáhald allra sem á réttinum bragða hvort sem þeir eru ungir eða aldnir. Uppskriftin er ekki flókin en felur í sér örlítið dúllerí og frábært að fá sem flesta við borðið og hjálpa til við að móta kjötbollurnar, sem tekur þó enga stund og gera skemmtilega stemmningu...
Gestabloggarinn Ása M. Reginsdóttir
Þegar ég startaði þessari síðu minni var alltaf hugmyndin að fá hæfileikaríka og frumlega einstaklinga til að koma með sína góðu uppskrift. Nú er komið að því og fyrsti matgæðingurinn minn er hún Ása María Reginsdóttir, fagurkeri með meiru. Hún býr í Verona á Ítalíu með eiginmanni sínum Emil Hallferðssyni sem er atvinnumaður í knattspyrnu...
Spaghetti með sítrónu, parmesan og klettasalati
Um þennan rétt langar mig svo að segja “it had me at hello” og ég veit að þegar þið takið fyrsta bitann og finnið pastað bráðna í munni ykkar og dásamlegt samspil sítrónunnar og parmesanostsins að þið eruð þið líka kolfallin. Það besta er svo að þessi réttur er fljótlegur, einfaldur og algjörlega óhætt að...
Wonton ravioli
Algjörlega perfecto humarravioli Ég elska ravioli og finnst gott ravioli dásamlegra en allt dásamlegt. Hinsvegar getur það verið mjög tímafrekt sé það gert frá grunni og oft verður deigið utanum raviolíið of þykkt. Nýlega uppgötvaði ég hinsvegar snilldina við að nota wonton filmur í stað venjulegs pastadeigs. Það er svo óendanlega sniðugt að ég ætla...