Nú er komið að súputímanum en ég finn að ég sæki frekar í matarmiklar súpur þegar haustið hellist yfir okkur. Hver lægðin á fætur annarri, rok, rigning og kertaljós. Þessi grænmetissúpa er af mexíkóskum ættum og ekki ósvipuð mexíkósku kjúklingasúpunni sem við þekkjum flest en það er smá tvist í þessari. Í hana set ég ekkert kjöt og hentar hún því vel grænmetisætum. Laktósafríi rjóminn frá Örnu ásamt hreina mozzarella ostinum þeirra gera hana að algjörri lúxus súpu. Uppskriftin er stór en hana má vel frysta en geymist líka vel í lokuðu boxi í kælinum. En eins og með flestar svona súpur og pottrétti er hún alltaf best daginn eftir!
Leave a Reply