Heitar ídýfur sem gratíneraðar eru í ofni eru bara eitt það allra besta sem til er. Þær henta alveg frábærlega í saumaklúbbinn, kósíkvöldið eða júróvisjón partýið. Þessi ídýfa er alls ekki flókin, er bragð og matarmikil og ég ber hana hérna fram með uppáhalds flögunum mínum, Finn Crisp með cheddar osta bragði. Þessar flögur eru svo mikil snilld, þær innihalda 60% minni fitu en sambærilegt snakk og eru einnig með 18g af trefjum í 100g. Það má því alveg segja að þetta gæti nú alveg gengið sem kvöldverður líka, ekki myndi ég dæma ykkur ef það yrði raunin!
Leave a Reply