Innihaldslýsing

1 kassi ferskar döðlur
1 krukka kókos & möndlusmjör frá Rapunzel
1 plata 70% súkkulaði frá Rapunzel
Kókosmjöl frá Rapunzel
Það er svo ósköp gott að eiga eina auðvelda uppskrift í handraðanum að aðeins hollara jólasælgæti. Þetta konfekt er stútfullt af næringu og inniheldur mjög lítinn viðbættan sykur. Vegan & lífrænt konfekt sem er ótrúlega fljótlegt að útbúa og inniheldur fá hráefni. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel leikur hér aðalhlutverkið en það er hægt að...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hræra upp kókos og döðlusmjörið og setja það í kæli. Það er best að vinna með það þegar það er stíft.
2.Skerið langsum í döðlurnar og fjarlægið steininn.
3.Setjið tæplega 1 teskeið af kókos og möndlusmjörinu á hverja döðlu og setjið á stóran disk eða bretti.
4.Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði eða í örbylgju og dreifið yfir fylltar döðlurnar
5.Setjið beint í frost eða kæli. Það er best að geyma þetta í lokuðu boxi í frystinum eða kæli þar sem kókos og döðlusmjörið lekur niður þegar það er við stofuhita.

Það er svo ósköp gott að eiga eina auðvelda uppskrift í handraðanum að aðeins hollara jólasælgæti. Þetta konfekt er stútfullt af næringu og inniheldur mjög lítinn viðbættan sykur. Vegan & lífrænt konfekt sem er ótrúlega fljótlegt að útbúa og inniheldur fá hráefni.

Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel leikur hér aðalhlutverkið en það er hægt að nota það á mjög fjölbreyttan hátt. Hér kæli ég það og fylli ferskar döðlur með því. Þvílík himnasending!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.