Þessi súpa er ein af þeim sem hægt er að láta malla allan daginn og skella síðan sjávarfanginu út í rétt áður en hún er borin fram. Hún verður bara betri og betri því lengur sem hún fær að malla. Hún er alveg sérlega hátíðlegur og fallegur forréttur og alveg hægt að nota það grænmeti sem manni hugnast best sem og það sjávarfang sem heillar mest.
Ég vel að mauka súpuna vel áður en ég set sjávarfangið og rjómann saman við en þannig fæ ég silkimjúka áferð og litlir munnar frekar tilbúnir til að smakka hana. Bragðið verður einnig dýpra og betra vil ég meina.
Leave a Reply