Þessi uppskrift er háheilög í minni fjölskyldu og hefur verið í áratugi. Móðir mín kenndi mér að útbúa þennan forrétt og móðir hennar kenndi henni. Þessi samsetning af aspasi og rækjum kann að virðast fremur sérstök en trúið mér, það er fátt betra í þessum heimi. Þær eru bara gerðar einu sinni á ári í kringum jól og áramót og það myndi jaðra við guðlast að gera þær á öðrum tímum. Ég nota alltaf aspasinn frá Ora því það er hefðin en svo er hann bara bestur. Þetta er líklega eina skiptið á árinu sem ég nota aromat og ég veit ekki hvað gæti komið í staðinn en svona eru hefðirnar og engin ástæða til þess að breyta þessari!
Uppskriftin er einföld en smá lagni þarf við gerð smjörbollunnar og gæta þarf þess að brenna hana ekki við.
Leave a Reply