Það er einhver dásamleg nostalgía fólgin í marsípani og kokkteilberjum. Þessi jólin er ég búin að fara í marga hringi með eftirréttinn á aðfangadagskvöld. Alla klassísku og góðu eftirréttina, allra handa ísa og ég veit ekki hvað. En nú er ég með hamborgarhrygg en hann hef ég ekki haft á jólum í mörg ár. Það kallar á eitthvað álíka klassískt og því varð þessi ís til.
Ég nota laktósafría rjómann frá Örnu í ísinn en hann fer að mínu mati aðeins betur í magann og það veitir ekki af á sjálfum jólunum.
Leave a Reply