Pítsu kunna flestir að meta og hér sameinast gott brauð og pítsa í eitt. Þú velur þitt uppáhalds álegg, lætur ost í miðju brauðsins og niðurstaðan er þetta flotta og nammigóða pítsabrauð sem er víst til að vekja lukku. Pítsabrauð 2 tsk þurrger 360 ml volgt vatn 500 g hveiti 2 tsk sjávarsalt 1 1/2...
Archives: <span>Recipes</span>
Lúxus lambaborgarar með klettakáli, sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og tzatziki sósu
Hamborgarar geta verið svo skemmtilega góð máltíð og sérstaklega þegar þeir eru með smá twisti. Hér gerði ég hrikalega góða lambaborgara sem slógu í gegn hjá okkur og vel það. Ég mæli með því að hafa þá stóra og matarmikla og bera þá fram með rótargrænmeti. Brauðið getur verið hamborgarabrauð, pítubrauð, naan brauð en jafnframt...
Veitingastaðurinn Gló og himnesk Pekanpæja
Ég hef alltaf jafn gaman að því að borða mat sem er litríkur, hollur og bragðgóður og skal því engan undra að þegar ég borða úti verður veitingastaðurinn Gló oft fyrir valinu. Þangað fer ég Í góðum félagsskap og gæði mér á girnilegum réttum dagsins og ávallt er staðurinn þéttsetinn. Á Gló er fjölbreytnin mikil...
Gulrótasúpa með döðlum og karrý
Ég hef svo oft skrifað um aðdáun mína á góðum súpum að ég ætla ekki að gera það í þetta sinn en á svona kuldaboladögum er fátt sem toppar heita og bragðgóða súpu. Þessi gulrótasúpa sem er hér með döðlum og karrý er dásamleg á bragðið og vís til að vekja lukku hjá heimamönnum og...
Súkkulaði Baileys bomba
Þessi kaka er fyrir alla súkklaði og Baileys elskendur þarna úti, sem ég ímynda mér að sé dágóður fjöldi fólks, enda fátt sem slær þessari tvennu út. Samankomin í köku mætti segja að hér sé hrein fullkomnun á ferð. Hér skiptir miklu máli að ofbaka ekki kökuna þannig að hún sé mjúk og jafnvel pínu...
Pastarétturinn sem átti fullt af vinum!
Það er nú yfirleitt þannig að langflestir elska að gæða sér á góðu pasta. Þegar kemur að góðum pastaréttum eru útgáfurnar ansi margar en þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum enda stútfullur af góðri næringu og bragðið er himneskt – ekki skemmir hvað hann er fljótlegur í gerð. Ég nota matvinnsluvél við...
Marengsterta með maltesers súkkulaðikremi
Hvort sem um er að ræða köku með kaffinu eða í veisluna að þá standa marengstertur standa ávallt fyrir sínu. Þegar þú sameinar svo marengs með rjóma og malteserssúkkulaði að þá ertu komin með þennan sigurvegara sem vekur lukku hvert sem hún fer. Marengsterta með maltesers súkkulaðikremi Marengs 300 g flórsykur 150 g Maltesers 5...
Indversk máltíð!
Ég er algjört kósídýr og nýti hvert tækifæri til að hafa það huggó. Í mínum huga er kósí meðal annars góður matur, kertaljós, sófakvöld með krökkunum, myrkrið, mjúkir sokkar og rauðvínsglas svo eitthvað sé nefnt. Á Vísindavefnum rakst ég hinsvegar á spurninguna Hvað er kósí? og í tilefni þess að Bóndadagurinn nálgast og margir í...
Hollustubrownies sem bráðna í munni
Ég hef sagt það áður að ég hef sérstaklega gaman af því að gera hráfæðikökur þar sem hollusta og einfaldleiki fara saman. Uppistaðan í þessari uppskrift eru hnetur, döðlur og kakó og yfir þær fer silkimjúkt súkkulaðikrem með avacado sem ég mæli með því að þið prufið að gera. Margir kunna að hræðast að nota...
Lasagna meistaranna
Það verður að viðurkennast að ég hef lengi átt í ástar-/haturssambandi við lasagnagerð. Það er nefninlega þannig að þegar kemur að bestu lasagnauppskriftinni að þá er það lasagna hennar mömu ávallt vinninginn (það kannast örugglega fleiri við það). Hún gerir lasagna eins og enginn annar. Ég hef fengið uppskriftina hjá henni sem er að hennar...
Tæland og vandræðalega góð kjúklingasúpa með hnetusmjöri og rauðu karrý
Í desember flaug fjölskylda mín til Tælands nánar tiltekið til Bangkok og þaðan var haldið á stað rétt utan við Pattaya (við Jomtien Beach) þar sem við nutum okkur í heilar þrjár vikur. Veðrið var dásamlegt allan tímann eða í kringum 30 gráðurnar og ávallt mild og notaleg gola. Maturinn var sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og...
Karmelluostakaka með oreobotni
Mikið sem það var nú notalegt að vakna upp í morgun og sjá fallega snjóbreiðu yfir öllu. Á svona dögum er dásamlegt að búa á Íslandi. Ég skellti mér í góðan göngutúr í þessu hressandi veðri og kom svo inn og gæddi mér á dásamlegu tei úr nýju tebollunum mínum sem ég fékk hjá Tefélaginu....
Ofnbakaður hafragrautur með ferskum jarðaberjum
Nú skulu þið setja ykkur í stellingar kæru lesendur því ég ætla að gera á ykkur smá próf. Setjist niður, róið hugann og prufið í eina mínútu að hugsa um allt nema….bleikan fíl. Það ætti ekki að vera mikið mál enda, í alvörunni, hver hugsar nokkurn tíman um bleikan fíl??? Látið mig vita hvernig þetta...
Vinsælustu uppskriftir ársins 2013!
Kæru vinir, Um leið og ég óska ykkur gleðilegs nýs árs vil ég færa ykkur kærar þakkir fyrir samfylgdina á liðnu ári. Lesendahópur GulurRauðurGrænn&salt vex og dafnar með hverjum deginum sem líður og fyrir það er ég ólýsanlega þakklát. Árið 2013 var viðburðaríkt, óvenjulegt og skemmtilegt ár og ég kveð það með þakklæti í hjarta...
Hátíðleg humarsúpa
Það er eitthvað svo notalegt við það að gæða sér á humarsúpu, borna fram með nýbökuðu brauði og vel kældu hvítvíni og fyrir mér er þessi þrenna uppskrift að kvöldi sem getur hreinlega ekki klikkað. Oft er fólk í vandræðum með að finna sína uppáhalds uppskrift að humarsúpu, en hér kemur ein sem hefur reynst...
Súkkulaði með karmellu Rice Krispies
Hér er tilbrigði við víðfrægan og óskeikulan barnaafmælisklassíker og sannkölluð lúxusútgáfa. Súkkulaðið er einfalt í gerð en alveg ótrúlega gott og kemur skemmtilega á óvart. Tilvalið sem einfaldur eftirréttur eftir góðan mat – eða bara hvenær sem hugurinn girnist. Súkkulaði með karamellu Rice Krispies 110 g sykur 2 msk vatn 50 g rice krispies 450...
Ristaðar pekanhnetur
Jólin nálgast, hátíð ljóss og friðar. Og matar – mjög, MJÖG mikils matar. Baggalútur er búinn að syngja og umla og stynja um það í frægu lagi. Þó það lag fjalli vissulega aðallega um að borða matinn þarf jú alltaf einhver fyrst að búa hann til. Og jólin fá jafnvel hin eldhúsfælnustu af okkur til...
Sara Bernhardt hinnar uppteknu húsmóður
Nú er loksins komið að því að fá til okkar góðan Gestabloggara sem að þessu sinni er hún Lára Betty Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Noregi. Lára gerði á dögunum óvenjulegar Sörur sem hafa heldur betur slegið í gegn og þá sérstaklega hjá þeim sem elska að borða Sörur en vilja...

















