Í nokkurn tíma hafa netmiðlar lofað hafragraut úr höfrum sem heita steel cut oats eða stálslegnir hafrar. Þeir eru talsvert hollari en þeir hafrar sem við erum vön enda lítið sem ekkert unnir og fá að viðhalda sínu náttúrulega bragði og lögun. Þeir eru trefjaríkari, járnríkari og almennt næringarríkari en malaðir hafrar og glúteinlausir að...
Archives: <span>Recipes</span>
Melkorku muffins með hindberjum og hvítu súkkulaði
Í dag þann 30.september á yndisleg vinkona mín og mesta afmælisstelpa í öllum heiminum afmæli, Melkorka Árný Kvaran. Þessum muffins vil ég tileinka henni, enda eru þær eins og hún: Hreint ómótstæðilegar! Melkorku muffins 1 bolli= 240 ml 3 bollar hveiti 3/4 bolli sykur 3 tsk lyftiduft 125 gr. hvítir súkkulaðidropar 125 gr. bráðið smjör...
Besta brauðið
Reisulegt & fallegt, hér fyllt með hvítlauk og rósmarín Hafið þið reynt að gera heimabakað brauð, en aldrei tekist almenninlega? Eftir að þið prufið þessa uppskrift er misheppnaður brauðbakstur úr sögunni. Undirbúið ykkur undir aðdáun annarra og mögulega frægð (amk meðal fjölskyldu og vina) fyrir brauðIÐ ykkar! Fólk á eftir að dásama útlitið, bragðið og...
Leynivopnið
Grænn & glæsilegur Þessi er hollur, góður, grænn og fagur og hnetusmjörið gefur drykknum skemmtilegt bragð. Byrjaðu daginn á einum svona og þú munt finna fyrir jákvæðum áhrifum á húð, hári, nöglum og síðast en ekki síst orku og líðan. Leynivopnið 1 banani, frosinn og niðurskorinn (passið að afhýða áður en þið frystið hann) 120...
B.L.T. með twisti
Bíddu B.L.T. má þetta??? Óóóóóó já þetta má ekki aðeins.. þetta Á! Við þekkjum hana öll og mörg okkar hafa eflaust pantað hana á veitingahúsi á góðum degi. En færri hafa gert B.L.T. heima hjá sér og eftir að þið hafið prufað það er hreinlega ekki aftur snúið. Nafnið B.L.T stendur fyrir bacon, lettuce og...
Fljótleg panna cotta
Panna Cotta er einn af þessum eftirréttum sem virðist alltaf hitta í mark og í algjöru uppáhaldi. Frosinn vanillubúðingur með hindberjasósu heillar alla sem á vegi hans verða. Tilvalinn í fínt matarboð eða yfir hátíðirnar og svo dásamlega einfaldur. Prufið og njótið! Panna cotta með hindberjasósu (ca. 10 stk) 4 dl rjómi 2 1/2 dl kaffirjómi...
Graskers & eplasúpa
Ahhhh þessi er notaleg yfir vetrartímann Súpur bjóða uppá endalausa möguleika, grænmeti, fiskur, kjöt. Súpur sem eru í léttari kantinum eins og chillí, kókossúpur og svo þær sem eru í þyngri kantinum eins og kjötsúpur. Valið er endalaust og svo gaman að prufa sig áfram. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki notað grasker...
Möndlu & trönuberjastykki
Litrík & ljúffeng orkustykki Þessi orkustykki eru dásamleg. Ef þú hefur ekki prufað að gera svona heimatilbúin orkustykki hvet ég þig eindregið til að vinda þér í það. Þau eru einföld og fljótleg í gerð og það besta er að þau þurfa ekki að fara inní ofn. Hráefni 1 bolli möndlur (1 bolli ca 230...
Tostadas með kjúklingi
Tostadas er mexikóskur réttur með djúpsteiktri tortillu, kjúklingi, baunum og grænmeti. Þetta er fallegur réttur sem skemmtilegt er að borða sem forrétt (þá með minni tortillu)eða aðalrétt. Að mínu mati er hann enn betri þegar tortillan er einfaldlega pensluð með olíu og ristuð í ofni í stað þess að vera djúpsteikt. Þegar tostadas er borðað er fínt að láta hnífapörin lönd...
Reyktur silungur með rauðlauk, capers & steinselju
Fljótlegur & frábær smáréttur Þessi réttur er einn af mínum uppáhalds. Hann er ótrúlega einfaldur í framkvæmd, en alveg dásamlegur á bragðið. Hann hentar vel sem forréttur eða á hlaðborð, jafnvel með smá rjómaosti eða sýrðum rjóma. Hér skiptir mestu að vera með góðan fisk. Reyktur silungur finnst mér passa best við hérna, en vel...
Heimagert myntute
Ahhhh…heimagert myntute færir manni sól í hjarta Ef ég ætti að velja kaffi eða te myndi ég klárlega velja einn rótsterkan espresso, sérstaklega í morgunsárið. Te drekk ég hinsvegar á kvöldin yfir vetrartímann og það kallar að sjálfsögðu á sófa og kósýteppi. Ég fékk hinsvegar eitt besta te sem ég hef á ævinni smakkað þegar...
Sumarleg salatpitsa
Þessi frábæra salatpitsa er ein af mínum uppáhalds. Hún er bæði fljótleg og einföld í gerð og stútfull af góðri næringu. Hér er tilvalið að nota bara það sem þið eigið til í ísskápnum, en útkoman er engu að síður algjör sælkeramatur. Hér myndi ég segja að aðalmálið væri að gera pestóið sjálf. Það er...
Thailenskar eggjanúðlur með basil & nautakjöti
Eggjanúðlur með nautakjöti og fullt af grænmeti Thailenskar eggjanúðlur með nautakjöti og basil Þessi réttur er léttur en saðsamur. Nautakjötið er kærkomin hvíld frá kjúklingnum, en að sjálfsögðu má skipta nautakjötinu út fyrir kjúklingi eða lambakjöti. Tilvalið er að nota í þennan rétt það grænmeti sem til er í ísskápinum, því meira grænmeti því betra....
Kjúklingapasta með cajunkryddi
Geta 1233 einstaklingar haft rangt fyrir sér? Þetta hugsaði ég þegar ég las umfjöllun um það sem leit út fyrir að vera óskaplega venjulegt kjúklingapasta. Þvílíka lofið sem það fékk! Forvitnin náði tökum á mér og ég varð að prófa. Gæti þetta klikkað? Ég breytti uppskriftinni aðeins og setti fullt af grænmeti. Pastað var frábært...
Víetnamskar sumarrúllur með hoisin sósu
Víetnamskar sumarrúllur með hoisin sósu Sumarrúllur er víetnamskur réttur sem hentar sérstaklega vel sem forréttur. Hann sameinar allt sem ég er svo hrifin af og er léttur, ferskur, litríkur, fallegur og bragðgóður. Til að gera þennan rétt þarf að fara aðeins út fyrir þægindarammann í innkaupum, þar sem þið getið ekki búist við því að fá...
Mangó Lassi
Strákarnir mínir voru sammála um að þetta væri besti drykkur sem þeir hefðu smakkað Mangó Lassi Nei ég er ekki að tala um hundinn, heldur dásamlegan indverskan drykk. Mangó Lassi er mjög algengur á indverskum veitingastöðum og hentar einstaklega vel með sterkum mat, mat sem inniheldur karrý eða bara einn og sér. Ég mæli með...
Þorskur með bragðsterku rauðlauksmauki & kryddjurtasósu
Þorskur með bragðsterku rauðlauksmauki og kryddjurtasósu Ein af mínum uppáhalds matreiðslubókum er Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur. Þessi uppskriftarbók er frábær, uppskriftirnar eru bragðgóðar, einfaldar í framkvæmd, hollar og girnilegar og allir fjölskyldumeðlimirnir eru jafn hrifnir af matnum sem við matreiðum. Ég get endalaust dásamað þessa bók og hvet ykkur til að kaupa hana ef þið eruð ekki...
Bruschetta með tómötum
Bruschetta er frábær forréttur en einnig kjörið miðdegissnarl, einfalt í framkvæmd og dásamlegt á bragðið. Hráefni 1 baguette-brauð extra virgin ólífuolía 6 plómutómatar, fræhreinsaðir og skornir í teninga 3-4 hvítlauksrif 1/2 rauðlaukur, smátt skorinn 10-12 fersk basilíka söxuð salt og pipar balsamiksýróp Aðferð Skerið brauðið í sneiðar og hellið ólífuolíu yfir það. Ristið á pönnu....