Þetta brauð þarf ekkert að útskýra. Það er bara dásamlega himneskt, einfalt í gerð, passar með öllu – hvort sem er með mat eða bara á brunch borðið.
Fá hráefni og ekkert vesen. Leiðbeiningarnar kunna að líta út fyrir að vera flóknar en það er nú alls ekki allt sem sýnist!
Piparosturinn er bæði settur í brauðið og ofan á og hann gefur alveg einstaklega gott bragð.
Að þessu sinni set ég inn nokkrar myndir af ferlinu og þá sjáið þið vel hversu vel deigið lyftir sér og hversu flöffí og mjúkar bollurnar verða.
Njótið vel!
Leave a Reply