Innihaldslýsing

9 dl brauðhveiti, ég notaði bláa Kornax, finnst það koma best út
1 poki þurrger
2 tsk himalayasalt, aðeins minna ef notað er borðsalt
4 dl mjólk
2 msk olía
1 piparostur frá Örnu - rifinn og skipt í tvennt
Mozzarellaostur með pipar frá Örnu
1 egg
Fersk steinselja ef vill
Þetta brauð þarf ekkert að útskýra. Það er bara dásamlega himneskt, einfalt í gerð, passar með öllu – hvort sem er með mat eða bara á brunch borðið. Fá hráefni og ekkert vesen. Leiðbeiningarnar kunna að líta út fyrir að vera flóknar en það er nú alls ekki allt sem sýnist! Piparosturinn er bæði settur...

Leiðbeiningar

1.Velgið mjólkina upp í 37°
2.Blandið gerinu saman við og hrærið aðeins í, látið bíða í 5 mín.
3.Setjið þurrefni, ásamt helmingnum af piparostinum og 80gr af mozzarellaosti í hrærivélaskál
4.Bætið ger/mjólkurblöndu saman við og hnoðið með hnoðaranum. Bætið olíu saman við stuttu á eftir.
5.Hnoðið í hrærivélina í góðar 5 mín.
6.Smyrjið miðlungsstóra skál með olíu og setjið deigið í, breiðið plastfilmu yfir og látið hefast í 1 klst.
7.Búið til litlar bollur úr deiginu og raðið á bökunarpappír sem hefur verið settur á ofnplötu.
8.Sláið saman egginu og penslið bollurnar og stráið restinni af ostinum yfir, bæði rifna piparostinum og mozzarellaostinum.
9.Hefið í ofni sem stilltur er á 50° í 30 mín.
10.Takið brauðið út og hitið ofninn í 200°C. Bakið í ca. 15 mín eða þar til bollurnar og osturinn er orðinn vel gylltur.

Þetta brauð þarf ekkert að útskýra. Það er bara dásamlega himneskt, einfalt í gerð, passar með öllu – hvort sem er með mat eða bara á brunch borðið.

Fá hráefni og ekkert vesen. Leiðbeiningarnar kunna að líta út fyrir að vera flóknar en það er nú alls ekki allt sem sýnist!

Piparosturinn er bæði settur í brauðið og ofan á og hann gefur alveg einstaklega gott bragð.

Að þessu sinni set ég inn nokkrar myndir af ferlinu og þá sjáið þið vel hversu vel deigið lyftir sér og hversu flöffí og mjúkar bollurnar verða.

Njótið vel!

Deigið tilbúið til hefunar
Deigið eftir fyrstu hefun, þarna hefur það að minnsta kosti tvöfaldast
Mótum bollum og leggjum þær saman á ofnplötu
Penslum með eggi og stráum ostinum yfir
Þessi ostatvenna er fullkomin í þetta brauð
Bollurnar eftir seinni hefun, tilbúnar að fara í ofninn
Hérna eru bollurnar tilbúnar og sjáið inní! Dásamlega loftmiklar og mjúkar
Fullkomnar einar og sér, með áleggi eða meðlæti með súpum t.d
Hversu girnilegt?

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.