Innihaldslýsing

Litlar eða miðlungsstórar tortillur
1 poki frosnar risarækjur, um 450g.
1 bréf fajitas krydd
1 msk vatn
Mangó salsa, uppskrift fylgir
Steikt grænmeti, uppskrift fylgir
Þroskað avocado í bitum
Kokkteiltómatar skornir
Chipotle sýrður rjómi, uppskrift fylgir
Ferskt kóríander
Það er eitthvað svo sumarlegt og ferskt við taco og fajitas. Það er líka eitthvað svo sérlega skemmtilegt við að bera þetta fram, hvort sem er fyrir fjölskylduna eða í matarboðum. Þá getur hver valið fyrir sig og stjórnað svolítið sínu. Ég er hér með djúpsteiktar risarækjur í tempura sem marineraðar eru í fajitast kryddblöndu....

Leiðbeiningar

1.Affrystið rækjurnar og setjið í skál ásamt vatni og kryddi. Marinerið í 30 mín að lágmarki. Útbúið tempuradeig samkvæmt uppskrift.
2.Hitið djúpsteikingarpott upp í 180°C eða olíu í þykkbotna potti upp í sama hitastig.
3.Útbúið grænmeti, salsa og sósuna og setjið í kæli.
4.Steikið rækjurnar og leggið á eldhúspappír.
5.Raðið á tortillakökurnar, steiktu grænmeti, mangó salsa, rækjum, tómötum, avocado, chipotle sýrðum rjóma og ferskum kóríander.

Það er eitthvað svo sumarlegt og ferskt við taco og fajitas. Það er líka eitthvað svo sérlega skemmtilegt við að bera þetta fram, hvort sem er fyrir fjölskylduna eða í matarboðum. Þá getur hver valið fyrir sig og stjórnað svolítið sínu. Ég er hér með djúpsteiktar risarækjur í tempura sem marineraðar eru í fajitast kryddblöndu. Þó ég segi sjálf frá er þetta algjörlega truflað. Parað með chipotle sýrðum rjóma, fajitas grænmetisblöndu og fersku grænmeti er þetta einhver samsetning sem sprengir alla skala. Þennan rétt verðið þið bara að prófa og það sem fyrst!

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við MS – Gott í matinn.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.