Það er eitthvað svo sumarlegt og ferskt við taco og fajitas. Það er líka eitthvað svo sérlega skemmtilegt við að bera þetta fram, hvort sem er fyrir fjölskylduna eða í matarboðum. Þá getur hver valið fyrir sig og stjórnað svolítið sínu. Ég er hér með djúpsteiktar risarækjur í tempura sem marineraðar eru í fajitast kryddblöndu. Þó ég segi sjálf frá er þetta algjörlega truflað. Parað með chipotle sýrðum rjóma, fajitas grænmetisblöndu og fersku grænmeti er þetta einhver samsetning sem sprengir alla skala. Þennan rétt verðið þið bara að prófa og það sem fyrst!
Leave a Reply