Sumarið er tíminn sagði einhver og Eurovision er að mínu mati fyrsti í sumri. Þá skín sólin (næææær undantekningalaust), vinir og fjölskyldur koma saman og hlusta á fullt af misgóðum lögum, hlæja og síðast en ekki síst borða góðan mat. Jebbs þið eruð að lesa mig rétt..ég elllska Eurovision :) #ísland #12stig #Islande #dupva. Innblásin...
Tag: <span>blue dragon</span>
BBQ kjúklingur
Frábær kjúklingaréttur sem er einfalt að útbúa og slær í gegn jafnt hjá ungum sem öldnum. Einn af uppáhalds réttum barnanna og það eru sko aldrei afgangar þegar hann er á boðstólnum. Sérstaklega gott að bera hann fram með hrísgrjónum, salati og góðu hvítlauksbrauði. BBQ kjúklingur 4 kjúklingabringur eða kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry 1...
Stökkt Thai nautakjöt í mildri chilísósu
Frábær uppskrift af stökku Thai nautakjöti í mildri chilísósu með grænmeti. Svona uppskrift sem fær mann til að fá sér meira og meira og meira og ætti að vekja lukku hjá öllum aldurshópum. Þessi uppskrift er ekki sterk, en sumir eru mjög viðkvæmir fyrir chilí og þá má að sjálfsögðu sleppa því. Hér er á...
Heimsins besti grænmetisborgari
Í leit minni að himneskum og hollum grænmetisborgara rakst ég meðal annars á þessa girnilegu Thai sætkartöfluborgara með hnetusmjörsósu á blogginu hennar Oh she glows. Þar sem ég elska allt tælenskt, sætar kartöflur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og hnetusmjör er að mínu mati út úr þessum heimi gott, þá var ég nokkuð viss um...
Spicy sætkartöflufranskar með avacado aioli
Sumt er bara of gott eins og til dæmis þessar sætkartöflufranskar sem eru í svo ótrúlega miklu uppáhaldi þessa dagana. Sætkartöflurnar eru hollar og góðar og gleðja með sínum fögru litum. Þær er gott að bera fram með þessu einfalda avacado aioli, sem gefur þeim ákveðinn ferskleika svo þær verða enn betri, einmitt þegar maður...
Austurlensk kjúklingasúpa með kókosmjólk og chilí
Á þessum dimmu dögum er fátt betra en að gæða sér á góðri súpu og ekki verra ef hún er litrík, því litirnir hafa jákvæð áhrif á okkur. Þessi austurlenska kjúklingasúpa er bæði heilnæm, holl og bragðmikil og er að auki sérstaklega einföld í gerð. Í hana er notað chilímauk og fyrir þá sem vilja...
Stir fry nautakjöt í chilísósu
Ég fer ekki leynt með dálæti mitt á tælenskri matargerð og fæ ekki nóg af því að dásama kryddin, litasamsetninguna og einfaldleikan sem felst í þessari tegund matargerðar. Hér má segja að hollustan sé í fyrirrúmi og það algjörlega áreynslulaust. Þessi einfaldi réttur með nautakjöti og grænmeti í himneskri chilísósu er kominn á uppáhalds listann...
Syndsamlega góður lax með sætu chilímauki
Fiskiátakið mikla er hafið enn eina ferðina og hefst á þessum himneska fiskrétti sem veldur engum vonbrigðum. Mánudagsfiskurinn verður hátíðarmatur með þessum fljótlega, góða og holla rétti. Sæta chilímaukið er passlega sterkt, en ef þið eruð efins að þá látið þið aðeins minna af chilíflögunum og bætið svo meira út í eftir smekk. Þegar ég...
Tælenskt kjúklingasalat
Þetta salat er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég er beðin um uppskrift af einhverju himnesku, hollu, en einföldu um leið, Tælenskt kjúklingasalat sem færir manni smá sól í hjarta með öllum þessum fallegu litum, er fljótlegt í gerð, himneskt á bragðið og með dressingu sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið. Tælenskt...
Tælenskar kjúklingabollur
Hér er komin uppskrift af dásasmlega einföldum og bragðgóðum tælenskum kjúklingabollum. Bollurnar henta vel bæði sem forréttur eða sem hollur og góður kvöldmatur með hrísgrjónum/núðlum, steiktu grænmeti og sweet chilísósu. Uppskriftina fann ég á Pinterest, en þar var henni var lofað í hvívetna og það ekki af ástæðulausu. Í þessa uppskrift notaði ég kjúkling frá Rose poultry...
Ómótstæðilegar núðlur í hnetusmjörsósu
Það er alltaf jafn ánægjulegt að elda mat sem er hvort í senn fljótlegur og bragðgóður og það á svo sannarlega við réttinn sem hér birtist. Það má leika sér með þennan skemmtilega núðlurétt, bæta við kjöti eða grænmeti að eigin vali en í þetta sinn bætti ég við elduðum kjúklingabringum og papriku. Enn eina...
Syndsamlega góðar kjötbollur í kókoskarrýsósu
Ég hef ekki farið leynt með það hversu hrifin ég er af asískri matargerð og þá sérstaklega vegna ferskleika hráefnisins og hollustunnar sem fylgir því að elda og gæða sér á þannig mat. Ég birti um áramótin færslu þar sem ég sagði stuttlega frá ferð fjölskyldunnar til Tælands yfir jólin ásamt því að gefa uppskrift af...