Þetta er svo mikið nýjasta uppáhalds uppskrift mín að lambalæri. Úrbeinað og fyllt með döðlum, hvítlauk og fetaosti – lamb sem sló í gegn á mínu heimili á páskadag. Ég úrbeinaði lambið sjálf (innsog) og þrátt fyrir að vita nákvæmlega ekkert hvað ég væri að gera gekk það furðuvel. Orðið úrbeina flækir þetta kannski bara...
Tag: <span>döðlur</span>
Lax með döðlum og gráðosti
Þessi réttur er einn af þessum sem slær alltaf í gegn bæði hjá þeim sem hann elda og borða. Ástæðan er einfaldlega sú að eldamennskan verður hreinlega ekki einfaldari en bragðið er út úr þessum heimi. Uppskriftin sem er lax með döðlum og gráðosti kemur af bloggi Elínar Traustadóttur sem heitir KOMDUADBORDA en Elín hefur...
Kókoskjúklingur með döðlum, hvítlauk og kasjúhnetum
Ég fell ávallt kylliflöt fyrir kjúklingaréttum sem innihalda döðlur enda slá þannig réttir einhvernveginn ávallt í gegn. Má þar kannski helst nefna snilldarkjúklingaréttinn með döðlum og beikoni sem sló eftirminnilega í gegn og er einn af vinsælli réttum GRGS fyrr og síðar. Þessi kjúklingaréttur sem hér birtist inniheldur meðal annars kókosmjólk, chilí, hvítlauk og döðlur er...
Naan brauð með kókos og trylltri döðlu-, hvítlauks- og chilifyllingu
Við höfum áður birt uppskrift með góðum og einföldum naan eins og þessum dásamlegu fljótlegu naan og geggjaðri uppskrift að naan brauði ala Þórunn Lárusdóttir sem hafa slegið í gegn á blogginu enda bæði dásemdin ein. Það er alltaf tími fyrir góða naan uppskrift og hér kemur ein með kókos og trylltri döðlu, hvítlauks og chilifyllingu....
Ekta súkkulaðibrownies og sykurlaus áskorun
Hún Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi gaf í haust út bókina Lifðu til fulls og hlaut strax góðar viðtökur. Allar uppskriftirnar eru lausar við sykur, glútein sem og henta vel þeim sem eru vegan, ásamt sérkafla með kjötréttum. Í bókinni er m.a. að finna dásamlega morgunverði, millimál, hollar útfærslur af vinsælum skyndibitum, Mexíkóréttum og sektarlausum sætindum ásamt...
Heilsubrauð með döðlum og fræjum
Yndislegt heilsubrauð stútfullt af hollustu og ofureinfalt í gerð. Heilsubrauð 7dl spelt, gróft 3 tsk vínsteinslyftiduft ½ – 1 tsk salt ½ dl sólblómafræ ½ dl graskersfræ ½ dl furuhnetur 1 dl döðlur, gróflega saxaðar ½ dl rúsínur 2 1/2 dl létt AB mjólk 2 ½ dl heitt vatn (ath. ekki sjóðandi) Blandið spelti, salti...
Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum
Ómótstæðilegt kartöflusalat sem er öðruvísi en allt annað sem þið hafið bragðað. Frábært með indverskum mat, rajtasósu og naan brauði en passar einnig með öðrum mat og þá sérstaklega fiski og kjúklingi eða bara eitt og sér sem grænmetisréttur. Indverskt kartöflusalat með döðlum og kasjúhnetum 1 msk engifer, smátt söxuð 1 stór sæt kartafla, skorin...
Karmellusúkkulaði *Hráfæði *Hollusta
Við erum alveg að keyra á hollustuna “full force” þessa dagana. Það þýðir hinsvegar ekki að við séum ekki að njóta, því áfram er verið að gæða sér á góðum mat og jú sætindin eru bara í hollari kantinum. Þetta hráfæði-karmellusúkkulaði er hreinn unaður. Karmellusúkkulaðið er einfalt að gera, meinhollt og hefur nú þegar slegið...
Kakan sem mátti borða í morgunmat
Það er löngu orðið tímabært að birta uppskrift af köku sem bæði nærir og gleður en þá á svo sannarlega við um þessa hráfæðiköku. Hún er stútfull af góðri næringu og inniheldur meðal annars kasjúhnetur, döðlur, ber, kókosvatn og svona mætti lengi telja. Kaka sem má jafnvel borða í morgunmat með góðri lyst og svíkur...
Fljótlegir múslíbitar með hnetusmjöri og ristuðum möndlum
Múslíbitar sem eru tilbúnir á stuttri stundu, en þeir eru frábærir sem hollt millimál og innihalda meðal annars hnetusmjör, ristaðar möndlur og í raun því sem hugur ykkar girnist hverju sinni. Þessir klikka ekki! Múslíbitar með hnetusmjöri og ristuðum möndlum 170 g döðlur, steinlausar 85 g hunang 65 g hnetusmjör 1 bolli ristaðar möndlur, gróflega...
Rjómaostafylltar döðlur með basilíku og beikoni
Nú styttist óðum í blessuðu jólin. Síðustu dagar hafa farið í að njóta þess sem aðventan hefur upp á að bjóða með tilheyrandi bæjarferðum, kaffihúsainnliti, kakódrykkju, tónleikaferðum og að sjálfsögðu lætur matgæðingurinn ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að bragða allan þann mat sem í boði er á þessum árstíma. Ég fékk skemmtilega...
Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum
Enn eina ferðina nálgast helgin og það er kærkomið. Það þýðir að það er kominn tími á helgarréttinn sem að þessu sinni er jafnframt minn uppáhalds pastaréttur. Beikon og döðlur í þessum rétti eiga vel saman sem endranær, hvort tveggja kröftugt og afgerandi, en vínberin gefa smá sætu og fínleika á móti. Hér er á...
Gratíneraður kjúklingaréttur með beikon, döðlum og hvítlauk
Hér er á ferðinni vinningsréttur úr matreiðslubókinni GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera en í henni má finna uppskriftir af hollum mat fyrir fólk sem elskar að borða góðan mat en hefur ekki mikinn tíma til að standa lengi í eldhúsinu. Kjúklingarétturinn er einfaldur í gerð og smellpassar í helgarmatinn. Gratíneraður kjúklingaréttur með beikon,...
Kjúklingaréttur með pestó, fetaosti og döðlum
Þeir sem þekkja döðlu og ólífupestóið hennar Karinar vita að þar er á ferðinni eitt það allra gómsætasta pestó sem hugsast getur enda hefur það fyrir löngu slegið í gegn og verið einn sá allra vinsælasti réttur á grgs.is í langan tíma. Karin er svo mikill snillingur að hún á líka uppskrift að kjúklingarétti sem...
Hollar Rolo kúlur
Hver kannast ekki við Rolo bitana góðu? Hér koma þeir í hollari búningi þar sem karmellan er gerð úr döðlum og hnetusmjöri og kúlunum síðan dýft í dökkt súkkulaði blandað með kókosolíu. Hreint út sagt dásamlegar kúlur til að eiga í kæli nú eða bara borða strax..ommnommm! Hollar Rolo kúlur Gerir um 16-18 stk 200...
Orkunammi með tröllahöfrum,döðlum, möndlum og dökku súkkulaði
Hér er á ferðinni smá sælgæti sem er stútfullt af góðri næringu og gefur manni orkuskot þegar að maður þarf sem mest á því að halda. Það er gott að hafa þessar við höndina. YumYum! Orkunammi 14 stk 100 g tröllahafrar 50 g dökkt súkkulaði, saxað 50 g rúsínur 50 g steinlausar döðlur, saxaðar 25...
Gulrótasúpa með döðlum og karrý
Ég hef svo oft skrifað um aðdáun mína á góðum súpum að ég ætla ekki að gera það í þetta sinn en á svona kuldaboladögum er fátt sem toppar heita og bragðgóða súpu. Þessi gulrótasúpa sem er hér með döðlum og karrý er dásamleg á bragðið og vís til að vekja lukku hjá heimamönnum og...
Gestabloggarinn Finnur Þór Vilhjálmsson
Það er mér sönn ánægja að kynna til leiks næsta gestabloggara og matgæðing sem að þessu sinni er Finnur Þór Vilhjálmsson, lögfræðingur. Hann er snillingur í eldhúsinu og tekst að galda fram dýrindis rétti úr hverju sem er án, að því er virðist, nokkurrar fyrirhafnar. Hér eldar hann gómsætan rétt með lambahjörtum, fleski, döðlum og...