Hún Dagný Rut Hjartardóttir er matgæðingur mikill og sérstök áhugamanneskja um heilsusamlegt matarræði. Hún birti á dögunum mynd á instagram síðu sinni af ómótstæðilegri hnetubombu sem hún er svo dásamleg að deila með lesendum GulurRauðurGrænn&salt. Dagný Rut er gestabloggari GRGS Ég er 25 ára dama úr Hafnarfirðinum með bilaðan áhuga á heilbrigðum lífstíl, matargerð, ljósmyndum og...
Tag: <span>hollt</span>
Himneskt humarsalat með hvítlauk, chilli og graskersfræjum
Hún Elín Traustadóttir grunnskólakennari heldur úti dásamlega girnilegri uppskriftasíðu sem ber nafnið Komdu að borða. Elín er mikil áhugamanneskja um mat og matargerð og fær mikla ánægju út úr því að stússast í eldhúsinu og matreiða hollan og góðan mat. Það sem einkennir eldamennsku hennar er einfaldleikinn og á síðunni má finna uppskriftir sem allir...
Heimagerðar og hollar súkkulaðirúsínur
Hver kannast ekki við að hafa óstjórnlega þörf fyrir súkkulaðirúsínur…jafnvel á hverjum degi eða oft á dag. Guilty as charge segi ég nú bara og gladdist því ekki lítið þegar ég uppgötvaði þessa uppskrift að heimagerðum rúsínum. Hér má leika sér með súkkulaði að eigin vali en fyrri hollari gerðina mæli ég með 50-70% súkkulaði....
Cous cous salat í öllum regnbogans litum
Dásamlegt cous cous með kjúklingabaunum sem er sérlega holl og gott. Tilvalið sem nesti í skólann/vinnuna, staðgóður kvöldmatur eða meðlæti með öðrum mat eins og t.d. kjúklingi eða fiskrétti eins og t.d. dásamlegu mangó chutney bleikjunni. Litríkt og fallegt Cous cous salat með kjúklingabaunum 1 bolli cous cous * 3/4 bolli vatn 1-2 msk...
Speltpizza með tómatchilísósu
Er ekki kominn tími á gott pizzakvöld? Þessi uppskrift er mitt nýja uppáhald. Þunnur stökkur botn og ómótstæðileg en um leið ofureinföld tómatchilí pizzasósa gera þessa aðeins öðruvísi og svei mér þá ef ekki aðeins betri. Í þessari uppskrift notum við gróft spelt og durumhveiti eða pizzahveiti en auðvitað getið þið leikið ykkur að því...
Avókadó franskar sem rokka
Hvern hefði grunað að avacadofranskar væru svona mikið lostæti, jiiiidúddamía. Þessar eru klárlega mitt nýja uppáhalds. Það getur náttúrulega vel verið að ég sé ekki að segja ykkur nein tíðindi…en fyrir mér er þetta nýtt og algjör hittari. Einfaldar og fljótlegar, stökkar að utan og mjúkar að innan…ummmm. Það er svo hægt að gera allskonar...
Sumarlegar sítrónubollakökur “vegan style”
Það er alltaf eitthvað sumarlegt og ferskt við sítrónukökur og þessar ljúffengu bollakökur svíkja engan. Þessar girnilegu kökur koma frá snillinginum henni Önnu Rut en þær eru bæði mjólkur og eggjalausar og teljast því vegan. Girnilegar sítrónubollakökur Sumarlegar sítrónu bollakökur 1 1/3 bolli hveiti ½ tsk lyftiduft ¾ tsk matarsódi ¼ tsk salt ¼...
Chia súkkulaðitrufflur
Þessar dásamlegu Chia súkkulaðitrufflur gerði ég fyrir nokkru síðan og hafa síðan þá verið þarfaþing í kælinum þegar að sykurpúkinn gerir vart við sig. Þær eru ofureinfaldar en svo dásamlega bragðgóðar. Mæli með því að þið prufið þessar. Girnilegar chia súkkulaðitrufflur Chia súkkulaðitrufflur 1 bolli döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu ¾ bolli möndlur 3 msk kakóduft...
Tortillur með kínóa, sætum kartöflum og kóríanderdressingu
Þessar tortillur með kínóa, sætkartöflum og kóríanderdressingu eru svo dásamlega nærandi, litríkar og bragðgóðar og slá auðveldlega í gegn. Frábær sem kvöldmatur, í saumaklúbbinn, nesti í vinnuna og svona mætti lengi telja. Ofureinfaldar í gerð en ó svo góðar!!! “Dinner prepp” Gúmmelaði raðað á tortilluna Toppað með dásamlegri kóríandersósu Ekki eftir neinu að bíða….let’s dig in!...
Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu
Dóttir mín hefur verið að spyrja mig síðan í desember hvenær sumarið mæti á svæðið. Eftir ævintýri vetrarins er það mikil gleði að geta sagt að sumarið sé loksins komið. Að því tilefni gerði ég þetta sumarlega spínat berjasalat með chia hindberjadressingu. Salatið meinhollt en í því er spínat sem er skilgreint sem ofurfæða og...
Popp múslístöng
Múslíbitar með poppi er hin mesta snilld. Stútfullir af góðri næringu eins og möndlusmjöri, kókosmjöli, graskers-, sólblóma- og hörfræjum, möndlum og poppaðir upp með poppi. Dásamlega bragðgóðir og eitthvað sem þið verðið að prufa. Poppkex 240 g möndlusmjör 60 ml agave sýróp 50 g eplamauk, ósætt 5 bollar popp, poppað 200 g möndlur,...
Glútenlausa brauðið
Þrátt fyrir að hafa bakað ótal uppskriftir af glútenlausu brauði eru ekki margar þeirra sem ég hef verið ánægð með. Þetta brauð aftur á móti er æðislegt. Það er alls ekki þurrt eins og oft vill verða með glútenlaus brauð heldur er það dúnmjúkt og bragðgott. Það tekur enga stund að skella í það og...
Asískt kjúklingasalat með himneskri dressingu
Í þessu einfalda kjúklingasalati liggur galdurinn í dressingunni. Hver hefði trúað að auðmjúkt hnetusmjör geti djassað svona vel upp kjúklingasalat? Hvort sem er gróft eða fínt, lífrænt og „hollara en venjulegt“ eða bara gamla góða Peter Pan í plastkrukkunum – skiptir ekki máli: hnetusmjörið gerir þetta salat að því sem það er! Asísk kjúklingasalat með...
Sænskt hrökkkex
Hrökkkex eru í miklu uppáhaldi, enda í hollari kantinu og gott að eiga til að narta í yfir daginn. Ég rakst á þessa uppskrift af skemmtilegu sænsku hrökkkexi sem gaman er að bjóða upp á í saumaklúbbum eða í matarboðinu t.d. með súpu. Ein hugmyndin er að rita nafn gestsins á kex viðkomandi með gaffli....
Túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinselju
Ég er búin að vera með löngun í gott túnfisksalat í nokkurn tíma en hingað til ekki dottið á réttu uppskriftina…fyrr en nýlega. Þessi uppskrift er skemmtilegt og öðruvísi og ótrúlega bragðgóð. Þetta túnfiskssalat inniheldur meðal annars kjúklingabaunir, hvítlauk, sítrónu, steinselju og fetaost, er meinhollt, frábært með hrökkkexi og vekur ávallt lukku. Ég mæli svo sannarlega...
Frábær fiskréttur í rjómasósu með grænmeti og fetaosti
Jæja er þá ekki kominn tími á góðan fiskrétt sem er hollur en samt smá “gúrm”? ‘Þennan rétt er einfalt að gera og í raun hægt að nota það grænmeti sem til er í ískápnum hverju sinni og nýta þannig það sem þið eigið nú þegar. Verið óhrædd við það. Fiskréttinn er hægt gera bæði...
Fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti
Hér er á ferðinni fiskréttur fyrir lúxusgrísi og nautnaseggi með meiru sem láta sér engan veginn nægja að fá soðna ýsu. Einfaldur en gjörsamlega ómótstæðilegur fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti sem gleður! Fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti 3 græn epli, afhýdd og skorin í bita 1 paprika (græn eða rauð), skorin...
Kvöldmatur á hraðferð Cobb salat með sætri sinnepssósu
Cobb salat er svo frægt að það á sér sköpunarsögu. Það er nefnt í höfuðið á eiganda þekkts veitingahúss í Hollywood á fjórða áratug 20. aldar sem varð svangur í vinnunni um miðnættið nótt eina árið 1937, tíndi saman matarafganga úr eldhúsinu plús smá beikon frá kokknum og skvettu af franskri dressingu … og varð ódauðlegur! Þetta salat er í uppáhaldi þegar...