Kjúklingur í mole sósu er vel þekkur réttur í mexíkóskri matargerð en í honum er kjúklingurinn eldaður upp úr þessari himnesku mole sósu sem samanstendur af súkkulaði og chilí. Bæði sæt og bragðmikil í senn. Þessi réttur getur tekið óratíma í undirbúningi, sem getur verið mjög gaman, en fyrir komandi vinnuviku fáið þið uppskrift af...
Tag: <span>matur</span>
Sætar kartöflur með fajitas fyllingu
Þá er haustið mætt og ég er endurnærð enda nýkomin aftur til landsins eftir dásamlega ferð til Króatíu þar sem ég byrjaði daginn á yoga á klettasyllu með útsýni yfir tærbláan sjóinn ásamt því að fara á kajak, fjallgöngur og hjólreiðar um eyjuna Vis. En ég mun fjalla meira um það síðar. Eftir smá pásu...
Himneskt humarsalat með hvítlauk, chilli og graskersfræjum
Hún Elín Traustadóttir grunnskólakennari heldur úti dásamlega girnilegri uppskriftasíðu sem ber nafnið Komdu að borða. Elín er mikil áhugamanneskja um mat og matargerð og fær mikla ánægju út úr því að stússast í eldhúsinu og matreiða hollan og góðan mat. Það sem einkennir eldamennsku hennar er einfaldleikinn og á síðunni má finna uppskriftir sem allir...
Tælenskar fiskibollur “Tod Man Pla” með dásemdar chilí sósu
Við elskum hreinlega þessar dásamlegu fiskibollur sem kallast “Tod man pla” og henta vel í léttan hádegis eða kvöldverð en er einnig skemmtilegt sem forréttur. Borið fram með dásemdar heimagerðri chilísósu sem mun vekja mikla lukku. “Tod Man Pla” Tælenskar fiskibollur með ómótstæðilegri chilísósu 400 g laxaflök, roðlaus (eða fiskur að eigin vali)...
Thai kjúklingarréttur – allt í einum potti
Þessi thai kjúklingarréttur er svo mikið uppáhalds að það hálfa væri nóg og er elskaður jafnt af ungum sem öldnum og þá sérstaklega af þeim sem eldar matinn og tekur allan heiðurinn fyrir þessa dásemd. Hér má í raun nota hvaða kjúklingakjöt sem er en í þessu tilviki gef ég kjúklingabringunum frí Yndislega auðveldur í...
Matarkjallarinn
Matarkjallarinn / Food Cellar er grill & kokteilbar þar sem lögð er áhersla á brasserie matargerð úr íslensku hráefni eins og það gerist best. Þegar kvöldið fjarar út og nóttin tekur við breytist Matarkjallarinn í kokteilbar með ljúfri “lounge” stemmningu og lifandi tónlist. Matarkjallarinn opnaði í vor og hefur síðan þá náð að stimpla sig...
Cous cous salat í öllum regnbogans litum
Dásamlegt cous cous með kjúklingabaunum sem er sérlega holl og gott. Tilvalið sem nesti í skólann/vinnuna, staðgóður kvöldmatur eða meðlæti með öðrum mat eins og t.d. kjúklingi eða fiskrétti eins og t.d. dásamlegu mangó chutney bleikjunni. Litríkt og fallegt Cous cous salat með kjúklingabaunum 1 bolli cous cous * 3/4 bolli vatn 1-2 msk...
Grillað Kofta með guðdómlegri tzatziki sósu og flatbrauði
Það er vel við hæfi að nota þessa síðustu daga sumarsins í að grilla eins og enginn sé morgundagurinn. Þessi réttur, sem að hluta til kemur frá skemmtilegu matarbloggi sem kallast The Kitchn sló allhressilega í gegn á mínu heimili enda hrein dásemd. Uppskriftin er einföld og fljótleg og jafnvel flatbrauðið sem er án gers...
Tilbrigði við Boeuf Bourguignon
Að þessu sinni bjóðum við velkomna góða gestabloggara til okkar en það eru þau Guðrún Hrund Sigurðardóttir hönnuður og fyrrverandi ritstjóri Gestgjafans og Hörður Harðarson húsasmiður, en þau eru fólkið á bak við fyrirtækið Meiður. Meiður er lítið framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig aðallega í handunnum framreiðslu-og skurðarbrettum, kökukeflum og ýmsum öðrum munum úr gæðavið....
Sushi í veisluna
Sushi er ávallt vinsæll réttur og þá sérstaklega þegar margir koma saman. Sushi er einstaklega ljúffengt og létt í maga og tiltölulega einfalt í gerð. Hér eru hrísgrjónin aðalmálið mikilvægt að gefa sér smá tíma í að nostra við þau. Ef að þau eru gerð á réttan hátt eru manni allir vegir færir og hægt...
Bestu heimatilbúnu tortillurnar
Já ég veit við erum alltaf á hraðferð, hvort sem það er vinnan, námið, börnin, leikfimin eða eitthvað annað. Við eigum eftir að fara í búðina og vitum ekkert hvað við ætlum að hafa í matinn. Ég þekki þetta af eigin raun og trúið mér þá er það ekki efst á óskalista að flækja hlutina...
“Thai style” kjúklingatortilla í hnetusmjörsósu
Ég kvaddi föður minn um daginn þegar hann lagði af stað til Tælands þar sem hann býr hálft árið. Ég gat ekki annað en rifjað upp þegar ég naut jólanna þar til hins ítrasta borðaði holla og góða matinn þeirra ásamt einstaka Chang öli á ströndinni í 30 stiga hita. Ahhh “sweet life” og erfitt...
Ofnbakaðar og extra stökkar kartöfluflögur með hvítlauk og sjávarsalti
Hver elskar ekki stökkar og góðar kartöfluflögur. Ég og mínir elskum þær að minnsta kosti en leiðinlegt hversu ofboðslega hitaeiningaríkar þær geta verið og ef maður er ekki á leiðinni að taka þátt í járnkarlinum eða klífa Evrest getur ást manns á þessum annars dásemdar flögum verið til vandræða. Það gladdi mig því mjög þegar ég...
Stir fry nautakjöt í chilísósu
Ég fer ekki leynt með dálæti mitt á tælenskri matargerð og fæ ekki nóg af því að dásama kryddin, litasamsetninguna og einfaldleikan sem felst í þessari tegund matargerðar. Hér má segja að hollustan sé í fyrirrúmi og það algjörlega áreynslulaust. Þessi einfaldi réttur með nautakjöti og grænmeti í himneskri chilísósu er kominn á uppáhalds listann...
Syndsamlega góður lax með sætu chilímauki
Fiskiátakið mikla er hafið enn eina ferðina og hefst á þessum himneska fiskrétti sem veldur engum vonbrigðum. Mánudagsfiskurinn verður hátíðarmatur með þessum fljótlega, góða og holla rétti. Sæta chilímaukið er passlega sterkt, en ef þið eruð efins að þá látið þið aðeins minna af chilíflögunum og bætið svo meira út í eftir smekk. Þegar ég...
Tillaga að helgarmatnum
Nú er helgin að renna upp og því tilvalið að rifja upp framúrskarandi góða rétti af GulurRauðurGrænn&salt sem gott er að hafa á boðstólnum þessa helgina. Það er erfitt að velja á milli þeirra stórkostlegu rétta sem eru á síðunni, en hér eru nokkrar hugmyndir að réttum sem klikka ekki. Súrsæti kjúklingarétturinn sem bræðir hjörtu Þetta...
Oreo ostakökubitar
Ómótstæðilegir ostakökubitar sem gaman er að bjóða upp á í veislum og hentar sérstaklega vel með pinnamat, nú eða í eftirrétt með góðum kaffibolla. Þessir slá alltaf í gegn. Oreo ostakökubitar Gerir um 40 stk. 36 oreokex 4 msk smjör 900 g rjómaostur, mjúkur 200 g sykur 230 g sýrður rjómi 1 tsk vanilludropar 4...
Ofnbökuð fajitas veisla
Mexíkóskur matur er alltaf jafn góður og á mínu heimili var kominn tími á klassískar tortillur með fullt af grænmeti og góðum kjúklingi. Ég rakst á spennandi uppskrift þar sem kallaði á mig en þar var einfaldleikinn í fyrirrúmi og ég hreinlega varð að prufa. Hér er grænmeti og kjúklingi blandað saman í ofnfast mót...
- 1
- 2