Grillmarkaðurinn og Allegrini vínhús á Ítalíu, efna til matarveislu dagana 16.- 17. febrúar 2018. Hrefna Sætran og matreiðslumenn Grillmarkaðarins hafa sett saman 9 rétta matarveislu í tilefni heimsóknar Francesco Allegrini sem hefur sérvalið vín með hverjum rétti. Allegrini er meðal virtustu og áhrifamestu vínhúsa Ítalíu. Vín þeirra hafa notið mikilla vinsælda bæði hér á landi ogum heim...
Tag: <span>meðlæti</span>
Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum
Einfalt og gott salat sem hentar vel sem forréttur, létt grænmetismáltíð eða sem meðlæti með góðri steik. Hér fara hollusta og gott bragð vel saman. Njótið vel! Litríkt – fallegt – bragðgott Eggaldinsalat með furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum 1/2 eggaldin, skorið í þunnar sneiðar langsum 3-5 msk extra virgin ólífuolía, t.d. frá Philipo Berio...
Geggjað grískt kartöflusalat
Frábært kartöflusalat hentar fullkomlega yfir sumartímann með hvaða mat sem er. Ekki verra ef hann er grillaður. Geggjað grískt salat Grískt kartöflusalat 900 g kartöflur sjávarsalt 100 g svartar ólífur 150 g kirsuberjatómatar 70 g fetaostur, mulinn Dressing 2 msk sítrónusafi 1 msk oregano 1/2 tsk sjávarsalt 1/2 tsk svartur pipar 60 ml extra virgin...
Rjómalagaðar kartöflur með vorlauk
Þessar rjómalöguðu kartöflur fékk ég í matarboði á dögunum hjá matgæðingnum og vinkonu minni henni Jennu Huld. Máltíðin var dásamleg og síðan þá hef ég verið með þráhyggju yfir þessum rjómalöguðu kartöflum með söxuðum vorlauk sem hún bauð upp á með steikinni og er svo yndisleg að deila hér henni með okkur. Hér er klárlega...
Túnfisksalat með eplabitum og anaskurli
Frábært túnfisksalat með eplabitum, eggjum og ananaskurli sem er ofureinfalt í gerð og slær ávallt í gegn. Hið fullkomna túnfisksalat Túnfisksalat með eplum 2 litlar dósir túnfiskur 4 msk majónes 2 msk sýrður rjómi 1/2 – 1 rauðlaukur, fínsaxaður 1/2 grænt epli, saxað smátt 3 msk ananaskurl, safi síaður frá 3 egg, skorin smátt 1...
Parmesan kartöflur
Þetta er alveg þrusugóður réttur til að hafa sem meðlæti með uppáhaldsaðalréttinum ykkar. Kjöt eða fiskur – allt prótein kann að meta góðar kartöflur sér til halds og trausts! Parmesan kartöflur Fyrir 4 500 g kartöflur Ólífuolía 50 g brauðmylsna 3 msk parmesanostur, rifinn ½ msk rósmarín, þurrkað 1 tsk hvítlauksduft salt og pipar Skerið...
Lax í engifer og hvítlauksmarineringu með fetaostakartöflumús
Frábær fiskréttur sem vakti mikla lukku hjá fullorðna fólkinu sem og litlu grísunum mínum sem sleiktu diskana sína og báðu um meira. Kartöflumúsin er dásamlegt meðlæti með fetaosti og grillaðari papriku sem gefur réttinum skemmtilegan blæ. Upskriftina fann ég á vefnum http://kokkfood.blogspot.com/ en þar deilir Sigurrós Pálsdóttir ótrúlega girnilegum uppskriftum sem ég hvet ykkur til að...
Hasselback kartöflur í sætri útgáfu
Sætar kartöflur hafa í nokkurn tíma verið mitt uppáhald og það er gaman að prufa ýmsar útgáfur af þessu frábæra meðlæti. Áður hef ég birt uppskrift af sætum frönskum kartöflum sem leyna heldur betur á sér ásamt þessari sætu með fyllingu. Báðar uppskriftir sem ég hvet ykkur til að prufa ef þið hafið ekki gert...
Epla & kasjúhnetusalat
Oft þegar ég fer á góða heilsuréttastaði hér á landi get ég ekki annað en fyllst öfund yfir því dásamlega meðlæti sem þeir hafa uppá að bjóða. Bara ég hefði getuna og tímann og frumlegheitin. Með þessu er ég ekki að hallmæla gamla góða kálinu og hrísgrjónunum, stundum er bara gott að fá eitthvað nýtt...
Franskar í lit
Ommnommnomm þessar eru í miklu uppáhaldi á heimilinu þessa dagana. Ég hef í nokkurn tíma verið með algjört æði fyrir sætum kartöflum, en drengirnir mínir hafa ekki verið að samþykkja þær. Það er hinsvegar liðin tíð, þar sem þeir elska þessar. Ofureinfaldar en svo snilldar góðar á bragðið. Stökkar að utan en mjúkar að innan...
Eggaldinmauk með myntu
Þessa eggaldinmauk geri ég reglulega þegar okkur langar í hollt og gott snarl og bragðast alveg frábærlega með ristaðri tortillu, pítubrauði eða sem álegg á samloku. Reykt eggaldinmauk með myntu 1/3 bolli möndlur 1 stórt eða 2 lítil eggaldin 2 msk ólífuolía 2-3 msk sítrónusafi 2 hvítlauksrif, pressuð 2 msk fersk mynta, söxuð 2 msk...
Foccacia með vínberjum
Foccacia er eitt af mínum uppáhalds. Þetta er brauð sem þarf að gefa sér tíma fyrir og nostra við en verðlaunin eru mikil og þarna verður til listaverk í höndunum á manni. Annað sem ég er svo hrifin af við foccacia er að þú getur látið brauðið ganga milli borðgesta og allir rífa sinn hluta....
Sæt með fyllingu
Mér þykir fátt skemmtilegra en að prufa að elda eitthvað nýtt og einstaklega skemmtilegt þegar vel tekst til. Þessi sæta kartafla er það sem ég kalla matur fyrir sálina og þannig matur er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Fallegir litir sem mætast, góð næring og jafnframt svo ólýsanlega bragðgott. Hér er hægt að leika sér...