Þessa hef ég bakað áður við mikla lukku enda eru hér á ferðinni lúxus útgáfa af hafraklöttum sem innihalda saxað Twix súkkulaði. Einfaldir og fljótlegir en ofboðslega ljúffengir. Twix hafraklattar 250 g smjör, lint 180 g púðursykur hrært vel saman með smjörinu 2 egg bætt við og hrært vel saman 1 tsk vanillusykur...
Tag: <span>súkkulaði</span>
Súkkulaðikaka í hollari kantinum
Ný vika heilsar og hún byrjar einfaldlega svo miklu betur með sneið að lungamjúkri og volgri súkkulaðiköku. Þessi er reyndar í hollari kantinum með döðlum og möndlum – en bragðið er himneskt. Uppskriftin er að fyrirmynd döðlukökunnar af hinu góða matarbloggi Húsið við sjóinn. Súkkulaðikaka í hollari kantinum 175 g döðlur 3 msk vatn 140...
Oreo súkkulaði og rjómaostakúlur með einungis þremur hráefnum
“Viltu gera þessar á afmælinu mínu” spurði sonur minn mig eftir að hafa tekið fyrsta bitann af þessum Oreo kúlum. Það er hin besta einkunn sem nokkur uppskrift getur fengið frá mínum börnum. Ég er alveg að tengja því þetta er svona uppskrift sem hættulegt er að eiga í frystinum þegar þú ert einn heima,...
Jarðaberjakaka með vanillurjóma, makkarónum og Daimsúkkulaði
Ef við erum ekkert að flækja þetta að þá er þetta klárlega einfaldasti og besti eftirréttur sem ég hef gert og bragðað. Tekur innan við 10 mín í gerð og bragðast dásamlega. Mæli svo mikið með þessari dásemd. Jarðaberjakaka með vanillurjóma, makkarónum og Daimsúkkulaði 1 kg jarðaber 200 g Daim súkkulaði 200 g...
Ristaðar möndlur með hvítu súkkulaði og lakkrísdufti
Ég bragðaði um daginn trylltar möndlur með lakkrísdufti sem ég hreinlega gat ekki lagt frá mér fyrr en þær voru búnar. Mig langaði að kanna hvort ég gæti ekki bara gert svona sjálf og fór að prufa mig áfram. Til að gera langa sögu stutta að þá er þessi uppskrift með möndlum, hvítu súkkulaði og...
Betra en allt nammibitar með karamellu og saltkringlum
Þetta er uppskrift að einu rosalegasta nammibitum sem til eru. Þeir innihalda einungis fjögur hráefni og taka nokkrar mínútur í gerð en mæÓmæ hvað þeir eru mikil dásemd. Ég hef gert þá með það í huga eða eiga í frysti þegar góða gesti ber að garði en gestirnir hafa enn ekki náð að fá smakk...
Eton Mess með súkkulaðimarengs
Eton Mess er þessi einfaldi og frábæri eftirréttur sem allir elska að elska. Hann er einfaldur í undirbúningi þar sem marengsinn er gerður deginum áður þannig að þegar gestirnir mæta þarf í raun að þeyta rjóma og setja hann saman. Hér er súkkulaðiútgáfan af þessum snilldarrétti og punkturinn yfir i-ið er dásemdar hindberjamauk. When life...
Kaka með karamelluhnetutoppi
Hér er á ferðinni frábær kaka með að ég held danskan uppruna sem gerir þessa fínu helgi enn betri. Kakan er einföld í gerð og fersk með dásemdar karamelluhnetutoppi. Kaka með karamelluhnetutoppi 140 g smjör, bráðið 125 g flórsykur 2 egg 125 g hveiti 1 tsk lyftiduft 1 sítróna 3 msk rjómi Hnetutoppur 100...
Kornflexmarengs með ávaxta og makkarónurjóma
Frábær Kornflexmarengs með ávaxta og makkarónurjóma sem slær alltaf í gegn! Algjört namminamm! Kornflexmarengskaka með makkarónurjóma Botnar 200 g sykur 50-60 g Kellogg’s Kornflex 4 eggahvítur 1 tsk lyftiduft Makkarónurjómi 8 makkarónukökur, muldar 100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði fersk ber að eigin vali (jarðaber, vínber, hindber ofl) 500 ml rjómi, þeyttur Súkkulaðikrem 100 g Nóa...
Tryllt bananakaka með súkkulaðibitum
Þessi dásemdar bananakaka er ein sú allra auðveldasta og reyndar það auðveld að börn geta auðveldlega spreytt sig í eldhúsinu meðan foreldrarnir taka því rólega (snilld eða snilld?). Hún er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og fær okkar bestu meðmæli. Það er misjafnt hvernig form ég nota undir hana, stundum hringlaga, ferkantað eða brauðform, allt...
Frönsk súkkulaðikaka með karamellufyllingu
Er ekki til eitthvað sem heitir mánudagskaka? Ef ekki þá búum við það til hér með og bjóðum ykkur uppskrift af himneskri mánudagsköku. Kakan er í ætt við frönsku dásemdina sem við þekkjum flest og elskum að baka því hún er ávallt svo fljótleg en um leið svo dásamlega góð. Þessi er svo uppfærð útgáfa...
Raw lakkríssúkkulaði
Um helgina var mér boðið ásamt fleira góðu fólki á Kolabrautina í Hörpu þar sem við fengum að upplifa matargerð eins og hún gerist best. Þar hafði Gunnar Arnar Halldórsson matreiðslumeistari Kolabrautarinnar sett saman matseðil með fjórum réttum sem innihéldu allir LAKRIDS BY JOHAN BÜLOW. Réttirnir voru hver öðrum betri. Í forrétt fengum við grillað hvítkál...
Glútenlausar muffins með hindberjum og súkkulaðibitum
Þessar ljúffengu muffins eru í miklu uppáhaldi hjá strákunum mínum sem eru með glúten og mjólkuróþol. Þær eru mjúkar og bragðgóðar og alls ekki þurrar eins og mér finnst glútenlaus bakstur oft verða. Það er ekkert mjöl eða sterkja í þeim og ekki mikill sykur þannig að þær eru líka í hollari kantinum. Hindber og súkkulaði eru...
Hafraklattar sem maður getur ekki hætt að hugsa um!
Ég hreinlega elska góðar hafraklatta og finnst ég einhvernveginn ná bakstri og hollustu í einu þegar ég geri þá. Auðvitað eru uppskriftirnar mishollar, nú eða góðar en þessi er í hollara lagi og bragðið er dásamlegt. Í þeim er ekki hveiti heldur haframjölshveiti sem ofureinfalt er að gera. Súkkulaðinu smá gjarnan skipta út fyrir rúsínur...
Karmellusúkkulaði *Hráfæði *Hollusta
Við erum alveg að keyra á hollustuna “full force” þessa dagana. Það þýðir hinsvegar ekki að við séum ekki að njóta, því áfram er verið að gæða sér á góðum mat og jú sætindin eru bara í hollari kantinum. Þetta hráfæði-karmellusúkkulaði er hreinn unaður. Karmellusúkkulaðið er einfalt að gera, meinhollt og hefur nú þegar slegið...
Rosaleg sælgætiskaka með karmellu Rice Krispies
Þessi ljúffenga sælgætiskaka var í eftirrétt í einu matarboði sem ég hélt á dögunum, gerð á degi þar sem sykurlöngunin var í einhverju sögulegu hámarki. Það dylst engum að kakan er bomba, en góð er hún…meira að segja hættulega góð. Sælgætiskaka með karmellu Rice Krispies Botn 100 g suðusúkkulaði 80 g smjör 3 msk...
Snickerssæla
Ég er gjörsamlega forfallinn aðdáandi þessarar snilldar Snickerssælu sem er ofureinföld í gerð og svo ótrúlega góð að ég á erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa því. Hvet ykkur því bara til að baka, smakka og njóta sjálf…og muna að láta vita hvernig ykkur líkaði. Snickerssæla Botn 6 eggjahvítur 450 g sykur...
Hráfæðikaka með möndlubotni, súkkulaðikremi og hindberjum
Hér er á ferðinni dásamlegur hráfæði eftirréttur sem vekur lukku og kátínu þess sem hann bragða enda er hann ekki einungis ótrúlega bragðgóður heldur líka svo fallegur og ekki skemmir það fyrir. Hann tekur stuttan tíma í gerð, en þið gætuð kannski staldrað við kókossmjörið. Ekki veit ég hvort það fáist í heilsubúðum á Íslandi...