Yotam Ottolenghi tekst alltaf að koma með uppskriftir sem heilla og í matreiðslubók sinni SWEET sem hann gerði í samvinnu við Helen Goh kemur hann með uppskrift að því sem þau kalla Heimsins besta súkkulaðikaka! Reyndar hefði hún allt eins geta verið kölluð heimsins einfaldasta súkkulaðikaka en bæði á vel við. Þessi er algjörlega ómótstæðileg. Það...
Tag: <span>súkkulaðikaka</span>
Súkkulaðikaka í hollari kantinum
Ný vika heilsar og hún byrjar einfaldlega svo miklu betur með sneið að lungamjúkri og volgri súkkulaðiköku. Þessi er reyndar í hollari kantinum með döðlum og möndlum – en bragðið er himneskt. Uppskriftin er að fyrirmynd döðlukökunnar af hinu góða matarbloggi Húsið við sjóinn. Súkkulaðikaka í hollari kantinum 175 g döðlur 3 msk vatn 140...
Dásemdar súkkulaðikaka með glassúr
Uppskrift að dásemdar súkkulaðiköku með glassúr sem vekur lukku hjá öllum þeim sem hana bragða. Sumir segja að hér sé á ferðinni allra besta súkkulaðikakan. Hvort sem það er rétt eða ekki látum við liggja á milli hluta, en frábær er hún að minnsta kosti. Njótið vel. NOMMS Dásemdar súkkulaðikaka með glassúr 175 g...
Súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi
Algjörlega ómótstæðileg súkkulaðikaka með Dumle fyllingu og karamellukremi sem er sérstaklega einföld í gerð. Kökuna má gera fram í tímann og frysta með kreminu á sem gerir allt svo miklu einfaldara. Hér er á ferðinni nýtt uppáhald sem slær í gegn við fyrsta bita! Karamellufyllt súkkulaðikaka með karamellukremi…algjör draumur Dumle súkkulaðikaka með karamellukremi 150 g...
Ekta súkkulaðibrownies og sykurlaus áskorun
Hún Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi gaf í haust út bókina Lifðu til fulls og hlaut strax góðar viðtökur. Allar uppskriftirnar eru lausar við sykur, glútein sem og henta vel þeim sem eru vegan, ásamt sérkafla með kjötréttum. Í bókinni er m.a. að finna dásamlega morgunverði, millimál, hollar útfærslur af vinsælum skyndibitum, Mexíkóréttum og sektarlausum sætindum ásamt...
Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og heitri hindberjasósu
Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og hindberjasósu er kaka sem allir súkkulaðielskendur ættu að prufa. Kakan er einföld í gerð, inniheldur ekki hveiti og svo dásamlega bragðgóð. Þvílík dásemd! Súkkulaðikaka með marsipanfyllingu og súkkulaðiglassúr 400 g marsipan 4 egg 45 g olía 5 msk kakó Glassúr 100 g Nóa Síríus suðusúkkulaði 1 msk smjör Skraut Valhnetur, saxaðar...
Bananakaka með möndlu- og döðlubotni toppuð með kókossúkkulaðikremi
Hvort sem þið elskið eða elskið ekki hrákökur, þá munið þið öll elska þessa sælu. Þessi dásamlega kaka er stútfull af góðri næringu eins og möndlum, döðlum, eggjahvítum, kókosmjólk og bönunum. Hún er einföld í gerð og algjört sælgæti í munni. Bananakaka með möndlu- og döðlubotni og kókossúkkulaðikremi 4 þeyttar eggjahvítur 1 dl döðlumauk (heitu vatni...
Frönsk súkkulaðikaka með karamellufyllingu
Er ekki til eitthvað sem heitir mánudagskaka? Ef ekki þá búum við það til hér með og bjóðum ykkur uppskrift af himneskri mánudagsköku. Kakan er í ætt við frönsku dásemdina sem við þekkjum flest og elskum að baka því hún er ávallt svo fljótleg en um leið svo dásamlega góð. Þessi er svo uppfærð útgáfa...
Veislubomba Önnu Rutar
Þessa köku bar ég fram í veislu fyrir nokkur og hún kláraðist á mettíma og margir sleiktu diskana sína i von um að sælan myndi vara örlítið lengur. Veislubomban er fögur og hentar vel á veisluborðið en að auki er hún syndsamlega góð og örlítið jólaleg. Njótið vel kæru vinir. Kveðja Anna Rut! Veislubomba Önnu Rutar...
Zucchini súkkulaðikaka
Hér er á ferðinni sérstaklega mjúk og dásamleg súkkulaðikaka í hollari kantinum sem ætti að vekja mikla lukku. Zucchini súkkulaðikaka 120 ml kókosolía 175 g dökkir súkkulaðidropar 128 g hveiti 3 msk kakó ½ tsk lyftiduft ½ tsk sjávarsalt 1 egg 1 bolli zucchini, rifið og þerrað 110 g pálmasykur eða púðursykur 1 tsk vanilludropar...
Snickerskaka
Gestabloggarinn að þessu sinni er hún Marta María en hún gaf nýverið út sína fyrstu matreiðslubók sem ber nafnið MMM. Í henni má finna á annað hundrað heilsusamlegar sælkerauppskriftir (og örfáar sem eru ekki alveg eins hollar en ekki síður æðislegar) að morgunverðarréttum, drykkjum, nesti í skólann og vinnuna, kvöldmat handa fjölskyldunni og veitingum í vinaboðin....
Frábæra skúffukakan hennar Ólafíu
Það er mikil nostalgía fólgin í þeirri athöfn að baka skúffuköku. Að finna lyktina af mjúkri súkkulaðikökunni læðast um húsið, hella súkkulaðikremi yfir volga kökuna, strá kókosmjöli yfir kremið, skera mjúka kökuna í bita og…..ummmm. Bættu við ískaldri mjólk og dagurinn verður vart betri. Ég hef prufað margar skúffukökuuppskriftirnar en alltaf kem ég til baka...
Afmæliskakan
Þessa köku baka ég fyrir öll afmæli og alltaf vekur hún jafn mikla lukku enda mjúk og góð með dásamlegu súkkulaðikremi. Uppskriftina rakst ég á sínum tíma á síðunni hennar Sirrýjar lifa og njóta en þar má finna ógrinni af öðrum girnilegum uppskriftum. Ef þið eruð enn í leit að hinni fullkomnu afmælisköku mæli ég svo...
Súkkulaðikaka á einni mínútu
Suma daga þarf ég að fá súkkulaði ekki seinna en núna! Löngunin hellist skyndilega yfir mig og ég geri dauðaleit af bökunarsúkkulaðinu sem stundum er til. Reyni að fá mér rúsínur til að róa sykurpúkann, en hann lætur ekki blekkjast. Í tilfellum sem þessum kemur þessi uppskrift eins og himnasending. Hér fær fljótlegt nýja merkingu...
Frönsk súkkulaðikaka með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu
Þetta er uppáhalds kakan mín í öllum heiminum…geiminum og hún vann ekki bara hjarta mitt heldur hjörtu allra sem hana smakka…meira að segja sonar míns sem segist ekki borða nnnetur ;). Hér er á ferðinni frábær útgáfa af franskri súkkulaðiköku með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu. Svo ótrúlega einföld að þið finnið vart einfaldari köku og...
Súkkulaði Baileys bomba
Þessi kaka er fyrir alla súkklaði og Baileys elskendur þarna úti, sem ég ímynda mér að sé dágóður fjöldi fólks, enda fátt sem slær þessari tvennu út. Samankomin í köku mætti segja að hér sé hrein fullkomnun á ferð. Hér skiptir miklu máli að ofbaka ekki kökuna þannig að hún sé mjúk og jafnvel pínu...
Uppáhalds afmæliskakan
Þegar afmæli er í vændum er það þessi kaka sem er bökuð á mínu heimili. Hún er dásamlega mjúk og bragðgóð og svo einföld að það er leikur einn að skella í hana. Hver veit hvað verður en hingað til hefur engin komin í stað þessarar að mínu mati og hún fær því fullt hús...
Klassísk frönsk súkkulaðikaka
Ég get ekki látið það vera að setja þessa dásamlegu köku inn á síðuna. Hér er þó ekkert nýtt á ferðinni, heldur hin dásamlega og ofureinfalda franska súkkulaðikaka sem svo margir kannast við. Hana hef ég eldað í mörg ár og mun eflaust gera í mörg ár í viðbót, enda hefur þessi aldrei klikkað og...
- 1
- 2