Nú eru bláberin upp á sitt besta og tilvalið að skella sér í berjamó og týna ber í þennan einstaklega bragðgóða eftirréttur með bláberjum, tröllahöfrum og pekanhnetum. Þetta er svona hollari útgáfa af eftirrétt sem við getið notið alla daga með ís eða rjóma. Einföld og unaðarsleg bláberjaterta með haframjöli og pekanhnetum Styrkt færsla...
Category: <span>Fljótlegt</span>
Jógúrtkaka með berjafyllingu
Nú er tilvalið að skella sér í berjaleiðangur og nota uppskeruna í þessa dásamlega mjúku jógúrtköku sem þið munið elska. Fyrir þá sem ekki hafa tök á því þá skellið þið ykkur einfaldlega út í búð og græjið berin fersk eða frosin – valið er ykkar. Njótið vel. Dásamleg jógúrtkaka með berjablöndu Jógúrtkaka með...
Mexíkósk ramen súpa með kjúklingi
Jæja krakkar mínir það styttist í haustið – BAMM! Það er best að gera gott úr því og “hugga” sig með teppum, kertaljósum og góðum súpum sem hljómar reyndar frekar vel! Mexíkóskar súpur eru eitthvað sem langflestir elska og hér kemur ein stórkostlega bragðgóð í skemmtilegri útgáfu með kjúklingi og núðlum. Súpan er matarmikil og...
Banana og döðlubrauð
Þetta dásamlega banana og döðlubrauð er eitt af þessu sem er reglulega bakað á heimilinu – þó það væri bara fyrir ilminn sem kemur upp þegar þetta er í ofninum. Brauðið er elskað af öllum og svo skemmir ekki fyrir að það inniheldur engan sykur og stútfullt af góðir næringu. Gerið – elskið – njótið!...
Sumardrykkurinn sem slær alltaf í gegn
Mikið sem það er gott þegar sólin lætur loksins sjá sig eftir ansi langa bið. Þá er fátt betra en að skella sér í lautarferð í íslenska náttúru í góðum félagsskap. Taka með sér gott nesti og ekki verra að skála í góðan drykk. Aperol Spritz er ítalskur fordrykkur sem varð fyrst vinsæll árið 1950,...
Geggjað apríkósu og engifer marmelaði
Nú eru síðustu dagar í sumarfríi hjá mér og ég verð nú að segja að sólin mætti gjarnan skína aðeins á okkur hérna í Reykjavík. Hver bauð haustinu í heimsókn í júlí? Hver????? Ég reyni að sjálfsögðu að gera gott úr þessu og gerði þessa dásamlega góða marmelaði úr apríkósum og engifer. Litir sólarinnar sko…er...
Ofnbakaður kjúklingur með grillaðri papriku, mozzarella og furuhnetum
Undanfarið hafa tökur staðið yfir á nýrri bók GRGS sem mun koma út í haust. Bókin verður dásamlega fögur og mun innihalda nýjar uppskriftir í anda GRGS að sjálfsögðu með einfaldleikan að leiðarljósi. Fylgist með :) Vegna þessa hef ég nú ekki haft tök á því að elda mér til skemmtunar en nú verður bætt...
Geggjað grískt kartöflusalat
Frábært kartöflusalat hentar fullkomlega yfir sumartímann með hvaða mat sem er. Ekki verra ef hann er grillaður. Geggjað grískt salat Grískt kartöflusalat 900 g kartöflur sjávarsalt 100 g svartar ólífur 150 g kirsuberjatómatar 70 g fetaostur, mulinn Dressing 2 msk sítrónusafi 1 msk oregano 1/2 tsk sjávarsalt 1/2 tsk svartur pipar 60 ml extra virgin...
Grillveisla með chilí- og sinnepsmarineruðum kjúklingi
Ég er alltaf að leita af góðri grilluppskrift sem slær hinni vinsælu Kjúklingi fyrir heimska við. Sú uppskrift er svo dásamlega einföld og bragðgóð og svona uppskrift sem meira að segja hinir matvöndustu elska. Uppskriftin að þessum chilí sinnepskjúklingi er svipuð – jafn einföld og alveg jafn frábær. Borin fram með góðu kartöflusalati og flögum og...
Notalegur thai núðluréttur
Frábær núðluréttur sem er fljótlegur í gerð og mikið elskaður af öllum fjölskyldumeðlimum – sérstaklega þegar ekki gefst mikill tími til eldamennsku. Uppskriftin kemur af uppskriftarvefnum jocooks og vakti þar geysimikla lukku. Vona að þið njótið vel! Notalegur thai núðluréttur Styrkt færsla Fyrir 4 1 msk sesamolía 1 paprika, rauð 1 paprika, græn 4...
Tryllt nachos ídýfa
Þessa nachos ídýfu hef ég gert í mörg ár og lengi reynt að finna ídýfur sem nálgast þessa þegar kemur að dásemd og einfaldleika. Sama við hvaða tækifæri hún er borin fram ávallt vekur hún jafn mikla lukku. Þessi færir ykkur vel inn í helgina. Njótið vel! Heit nachos ídýfa 400 g Philadelphia naturell rjómaostur...
Satay salat með kjúklingi og eggjanúðlum – það allra besta!
Þessa uppskrift sá ég á matarblogginu RecipeTinEats og verandi aðdáandi tælenskra eldamennsku uni ég ekki fyrr en ég hafði prufað þetta. Það er óhætt að segja að þetta salat hafi staðið undir væntingum og vel það. Núðlur, grænmeti, kjúklingur og ómótstæðileg Satay dressing. Nomms! Núðlusalat eins og það gerist best Satay salat með kjúklingi og...
Ferskt ávaxtasalat með avacado og chia jógúrtsósu
Eftirréttir geta líka verið næringarríkir og hollir – gleymum því ekki! Hér er einn slíkur á ferðinni og dásamlega bragðgóður að auki. Ferskt og ljúffengt ávaxtasalat þar sem avacado kemur skemmtilega á óvart og chia jógúrtsósan setur svo punktinn yfir i-ið. Rétturinn kemur úr matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera sem kom út árið...
Jarðaberjakaka með vanillurjóma, makkarónum og Daimsúkkulaði
Ef við erum ekkert að flækja þetta að þá er þetta klárlega einfaldasti og besti eftirréttur sem ég hef gert og bragðað. Tekur innan við 10 mín í gerð og bragðast dásamlega. Mæli svo mikið með þessari dásemd. Jarðaberjakaka með vanillurjóma, makkarónum og Daimsúkkulaði 1 kg jarðaber 200 g Daim súkkulaði 200 g...
Tagliatelle með kjúklingi, beikoni og aspas í löðrandi rjómaostasósu
Sumarið er smátt og smátt að detta inn og mikið sem það er dásamlegt. Góður matur er að mínu mati stór hluti af góðu sumri og svo gaman að hóa góðu fólki saman og gæða sér á góðum mat. Þessi pastaréttur er frábær sumarréttur. Hann er mjög einfaldur í gerð og inniheldur meðal annars kjúkling, beikon...
Sumarleg Sangría
Ég var á Spáni á dögunum, nánar tiltekið á Sitges sem er dásamleg borg. Þar eru fjarlægðirnar litlar, strandirnar fegurri en allt og maturinn hreint út sagt dásamlegur. Sangría sem er þekktur túristadrykkur á Spáni lítur alltaf svo vel út í sól en ég hef aldrei fengið góða Sangríu, fyrr en nú. Hér er hin...
Quesadillas með nautahakki og bræddum osti
Einfaldur kvöldmatur eins og hann gerist bestur með þessari mexíkósku quesadillas uppskrift. Þó uppskriftin sé einföld kemur bragðið skemmtilega á óvart. Njótið vel! Quesadillas með nautahakki og bræddum osti 500 g nautahakk 1/2 bolli refried baunir 1 dós (4oz) græn chilli 1/2 tsk oregano 1/2 tsk cumin (ekki kúmen) 2 tsk chiliduft 1/2 tsk salt...
Ristaðar möndlur með hvítu súkkulaði og lakkrísdufti
Ég bragðaði um daginn trylltar möndlur með lakkrísdufti sem ég hreinlega gat ekki lagt frá mér fyrr en þær voru búnar. Mig langaði að kanna hvort ég gæti ekki bara gert svona sjálf og fór að prufa mig áfram. Til að gera langa sögu stutta að þá er þessi uppskrift með möndlum, hvítu súkkulaði og...