Hún Elín Traustadóttir grunnskólakennari heldur úti dásamlega girnilegri uppskriftasíðu sem ber nafnið Komdu að borða. Elín er mikil áhugamanneskja um mat og matargerð og fær mikla ánægju út úr því að stússast í eldhúsinu og matreiða hollan og góðan mat. Það sem einkennir eldamennsku hennar er einfaldleikinn og á síðunni má finna uppskriftir sem allir...
Category: <span>Jólin</span>
Vinsælustu uppskriftir GRGS ársins 2016
Þá er kominn tími á að gera upp árið 2016 í máli og myndum. Það er alltaf gaman að líta yfir farinn veg áður en maður dembir sér í nýja árið. GulurRauðurGrænn&salt fékk lénið grgs.is og voru margir sem glöddust yfir því enda töluverð vinna sem fer í að skrifa nafnið sem hægt er þá...
Tyrkisk Peber Panna cotta
Einn af uppáhalds eftirréttum fjölskyldunnar er Panna Cotta en sá réttur er mitt í milli þess að vera ís og búðingur og er mjög einfaldur í gerð. Kosturinn við hann er að hann má gera nokkrum dögum áður en hans er notið. Áður hef ég birt uppskrift af Panna Cotta með hindberjasósu en hér er...
Currywurst fyrir frábæra stemmningu í góðum félagsskap
Nýlega var ég stödd í Þýskalandi þar sem ég féll algjörlega fyrir þjóðarrétti þeirra sem kallast Currywurst og færir pylsur á algjörlega nýtt plan. Rétturinn felur í sér Bratwurts pylsur sem nú þegar er hægt er að fá í flestum matvöruverslunum en uppáhalds pylsurnar mínar sem eru án allra aukaefna fást hinsvegar í Ísbúðinni í...
Andasalat með tómötum, granateplum og unaðslegri dressingu
Andabringur eru einn af mínum uppáhalds réttum og í þessari uppskrift eru þær bornar fram volgar í salati með kirsuberjatómötum og granateplum. Ef þið eigið afganga af andabringum má að sjálfsögðu nota þá. Einnig í stað þess að grilla andabringurnar má steikja þær á pönnu og láta síðan inn í ofn ef það hentar betur....
Hátíðlegur límónufrómas
Hjá mörgum er ómissandi hlutur að bjóða upp á frómas í eftirrétt á jólunum eða öðrum tyllidögum. Hér er uppskrift af einum dásamlegum límónufrómas sem er sérstaklega einfalt er að gera. Þeyttur rjómi setur hér punktinn yfir i-ið. Hátíðlegur límónufrómas 5 matarlímblöð 4 eggjarauður, gerilsneyddar 4 eggjahvítur, gerilsneyddar 120 g sykur 1 vanillustöng 3...
Ískaka með Baileys makkarónukurli
Fyrir þá sem elska einfalda eftirréttir og smá Baileys þá er þessi dásemdin ein. Hér eru makkarónur látnar liggja í Baileys í nokkra stund sem gefur ískökunni ljúfan karamellukeim. Ef kakan er ætluð börnum og þið viljið standa ykkur sæmilega í foreldrahlutverkinu, þá er hægt að skipta Baileys út fyrir súkkulaðimjólk. Ískakan er síðan toppuð...
Lakkrís- og trönuberjasmákökur sem hafa farið sigurför um heiminn
Lakkrís er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum heimamönnum og því glöddust allir þegar við fundum uppskrift sem sameinar smákökubakstur og lakkrísduft. Þessi uppskrift að lakkrís og trönuberjasmákökum virðist eftir okkar heimildum fyrst hafa birst í í bókinni Grigo’s hjemmebag hefur síðan þá farið sigurför um netheima og nú skiljum fullkomlega af hverju það...
Hátíðarspínatsalat með perum, sykurhúðuðum pekanhnetum og geitaosti
Hér er á ferðinni sannkallað hátíðarsalat sem er tilvalið með góðum mat á hátíðisdögum eins og jólunum. Salatið inniheldur spínat, trönuber, perur, ristaðar pekanhnetur og muldan geitaost og er velt upp úr dásemdar balsamik dressingu. Uppskriftin kemur frá snillingunum á Two Healthy Kitchens og trúið okkur þið munið elskið þetta!!! Hátíðarsalat eins og það gerist best...
Frábær kalkúnauppskrift fyrir byrjendur
Þakkargjörðahátíðin verður haldin hátíðleg næstkomandi fimmtudag eða þann 24. nóvember. Þessi hefð sem hófst í Bandaríkjunum og Kanada hefur undanfarið verið að færast til Íslands enda stórgott tækifæri til að hefja aðventuna, hóa í fjölskyldu og vini, gæða sér á bragðgóðum mat um leið og maður þakka fyrir allt það góða sem maður hefur. Þessi...
Kryddbrauð
Á haustin og veturnar þykir okkur fátt betra en að gæða okkur á nýbökuðu og volgu kryddbrauði með íslensku smjöri og þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi. Við mælum með því að tvöfalda uppskriftina enda hverfur brauðið fljótt í svanga munna. Kryddbrauð 3 dl hveiti 2 dl sykur 3 dl haframjöl 3 dl mjólk 1/2 tsk...
Þriggja laga hráfæðinammi!
Það er alltaf svo gaman að vera spenntur fyrir uppskriftum sem maður veit að eru 100% “success”. Svona uppskriftir sem allir elska og þú öðlast 15 mínútna frægð í vinahópnum eða á vinnustaðnum. Þetta er einmitt þannig uppskrift…þú skilur um leið og þú smakkar….ummmmmm! Þriggja laga hráfæðinammi með möndlu og döðlubotni, hnetumulningi og súkkulaðisósu. Hollt...
Hráfæðibomba Helgu Gabríelu með vanillukaffikremi og saltri karamellu
Hún Helga Gabríela er matgæðingur mikill og hefur áður verið gestabloggari hjá okkur með uppskrift af dásamlegri pizzu sem ég hvet ykkur til að prufa við tækifæri. Hér kemur hún með uppskrift að dásamlegri hráfæðiköku sem slær í gegn hjá þeim sem hana prufa. Hráfæðibomba Helgu Gabríelu Þetta er án efa uppáhálds hráfæðiskakan mín. Ég er...
Áramótabomba með Rice Krispies marengs, Pipp súkkulaðirjóma og karamellusósu
Nú er komið að áramótum og á þessum tímamótum er nú ekki úr vegi að hafa góðan og girnilegan eftirrétt. Þessi áramótabomba birtist í kökublaði Vikunnar fyrir mörgum árum síðan en það var Þórunn Lárusdóttir sem deildi þessari uppskrift með lesendum hennar og er hér komin fyrir ykkur að njóta. Hvort sem árið endar eða...
Ris ala mande terta
Nú ætla ég að bjóða ykkur upp á Ris ala mande köku sem ætti að slá í gegn hjá þeim sem halda upp á jólagrautinn. Hér mætast þessi dásamlega kaka og grauturinn góði og úr verður hinn besti eftirréttur toppaður með kirsuberjasósu. Snilldin við þetta er svo að þið getið slegið tvær flugur í einu höggi...
Ómissandi Kornflex smákökur með súkkulaði og kókos
Einn hluti af jólabakstrinum felur í sér að baka þessar bragðgóðu Kornflex smákökur, þær eru ekki nýjar af nálinni en alltaf svo bragðgóðar og sérstaklega einfaldar í gerð. Það er líka svo gaman þegar krakkarnir verða sjálfstæðir í eldhúsinu og þessar geta krakkarnir auðveldlega gert þessar með lítilli aðstoð. Algjörlega þess virði að prufa. Kornflex...
Rósmarín hnetublanda
Hún Björg vinkona mín gaf mér uppskriftina af þessum æðislegu jólahnetum og hafa þær verið ómissandi partur af jólaundirbúningnum síðan. Ef þið eruð að leita að einhverju heimagerðu til að gefa í gjafir þá eru þessar hnetur algerlega fullkomnar í það. Ég hef gefið fjölskyldu og vinum nokkrum sinnum krukkur með ristuðum rósmarín hnetum í...
Fylltur lambahryggur með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti
Gamli góði lambahryggurinn er ávallt dásamlegur en hér er hann í örlítið sparilegri útgáfu og skorinn í lambakórónur í kjötborðinu með hreint út sagt himneskri fyllingu. Þessi uppskrift gerðum við fyrir tímaritið Sumarhúsið og garðinn en þar má finna fleiri girnilegar uppskriftir sem henta vel fyrir jólahátíðina. Lambakjötið er ávallt góður kostur sem hátíðamatur og...