Category: <span>Kjúklingur</span>
Djúsí salsakjúklingur með nachos og ostasósu
Þessum rétt var ég næstum búin að gleyma og mjög mörg ár síðan hann var gerður síðast. En í gær þegar mig langaði í eitthvað gott og smá djúsí kom þessi uppskrift upp í hugann. Dásamlega einföld og ótrúlega góð. Salsakjúklingur með nachos og ostasósu Fyrir 4-6 Styrkt færsla 900 g kjúklingabringur eða...
Kjúklingasalat í tortillaskál með mangó, jarðaberjum og balsamik hunangsdressingu
Uppskriftina af þessu salati fékk ég senda fyrir mörgum árum síðan frá einum lesanda sem ég man því miður ekki nafnið á (auglýsi eftir þér snillingur). Þetta er ofureinfalt salat með jarðaberjum og mangó í balsamik hunangsdressingu borið fram í heimagerðri tortillaskál. Virkilega bragðgott! Kjúklingasalat í tortillaskál Kjúklingasalat með jarðaberjum og mangó í...
Mozzarella kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum, salami og valhnetum
Þetta er svona “guilty pleasure” réttur sem smellpassar með góðu rauðvínsglasi. Bráðinn mozzarella, sólþurrkaðir tómatar, valhnetur og það sem setur punktin yfir i-ið góð salami. Prufið þennan! Algjört gúrm! Mozzarella kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum, salami og valhnetum Fyrir 4 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry hunangs grillolía, t.d. frá Caj P. hvítlauksduftsalt og pipar...
Kjúklingatortillur með sætkartöflum og jalapeno jógúrtsósu
Ofureinfaldur, fljótlegur og dásamlega bragðgóður kjúklingaréttur með sætkartöflum og ljúfri jalapeno jógúrtsósu sem setur punktinn yfir i-ið. Þennan rétt bar ég fram með hrísgrjónum, góðu salati og nachos. Þessi vakti mikla lukku! Dásamleg jógúrtsósan setur punktinn yfir i-ið Kjúklingatortilla með sætum kartöflum og jalapenojógúrtsósu Fyrir 4 1 laukur, saxaður 1 lítil sæt kartafla,...
Kjúklingur með eplum og beikoni í mangórjómasósu
Þetta er einn af þessum ofureinföldu réttum sem vekja mikla lukku – jafnvel einnig hjá þeim allra matvöndustu. Uppáhald allra Kjúklingur með eplum og beikoni og mangósósu Fyrir 4-6 4-6 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry salt og pipar 200 ml sýrður rjómi 3 dl rjómi 4 msk mango chutney, t.d. frá Patak´s 1-2...
Kókos & chilí marineraður kjúklingur í hnetusmjörsósu
Þessi kjúklingaréttur er svo mikið gúrm og inniheldur svo til öll þau hráefni sem ég elska mest – kókosmjólk, chilí og hnetusmjör. Jidúdda sko. Uppskriftin kemur af netinu og hana fékk ég fyrir einhverju síðan og man ekki upprunann. Ef þið vitið hver á heiðurinn af þessari uppskrift þá megið þið hóa í mig –...
Geggjaður kjúklingaréttur með sólþurrkuðum tómötum í hvítlauksrjómasósu
Eins og margir vita hefur GRGS verið starfrækt frá árinu 2012 og fengið alveg ótrúlegar viðtökur. Það er alltaf jafn gaman að útbúa góðan mat sem ég fæ notið rétt eins og þið lesendur – og ég nýt í botn. Eitt er það þó sem mér þykir mest krefjandi en það er að skrifa textann...
Kjúklingur í sítrónu-, rósmarín- og hvítlaukssósu
Lyktin af rósmarín og hvítlauki færa hugann til þess tíma þegar ég var að taka mín fyrstu spor í eldhúsinu, þá unglingur. Á þeim tíma eignaðist ég mína fyrstu matreiðslubók sem ég heillaðist gjörsamlega af. Nafn bókarinnar er því miður algjörlega stolið úr mér en í bókinni flakkaði höfundur á milli landa og birti uppskriftir...
Mexíkóskur nachoskjúklingur í mole súkkulaðisósu
Kjúklingur í mole sósu er vel þekkur réttur í mexíkóskri matargerð en í honum er kjúklingurinn eldaður upp úr þessari himnesku mole sósu sem samanstendur af súkkulaði og chilí. Bæði sæt og bragðmikil í senn. Þessi réttur getur tekið óratíma í undirbúningi, sem getur verið mjög gaman, en fyrir komandi vinnuviku fáið þið uppskrift af...
Klístraður kjúklingur í sætri chilí og hunangssinnepssósu
Þessi réttur er ofureinfaldur en um leið svo ótrúlega bragðgóður. Hann vekur lukku hjá öllum aldurshópum og sigrar hjörtu, jafnvel þeirra allra matvöndustu. Klístraður kjúklingur í sætri chilí- og hunangssinnepssósu Fyrir 3-4 900 g kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry 2 dl sæt chilísósa, t.d. Sweet chili sauce frá Blue dragon 1/2 dl soyasósa, t.d....
Kalkúnabringa með trönuberjafyllingu, púrtvínssósu og sætkartöflumús með kornflextoppi
Hér er frábær uppskrift að kalkúni sem ég var með á jóladag, kalkúnabringan var lögð í pækil (kryddað saltvatn) sem gerði hana extra safaríka og styttir eldunartímann. Með þessu bar ég trönuberjafyllingu, sæta kartöflumús með geggjuðum Kornflex mulningi. Þetta var síðan toppað með yndislegri púrtvínssósu (má líka nota rauðvín) sem fyrst að ég gat gert...
Kjúklingaréttur með mozzarella og beikoni í glöggsósu
Fyrir aðdáendur jólaglöggsins er hér kominn réttur sem gælir við bragðlaukana en það er kjúklingaréttur með mozzarella og ferskri basilíku í dásamlegri glöggsósu sem er nýji uppáhalds rétturinn okkar! Sé ekki til jólaglögg má að sjálfsögðu notast við rauðvín. Einfaldur og mun örugglega slá í gegn. Njótið! Rauðvínið Las Moras, Malbec passar vel með þessum...
Veislupottréttur með kjúklingi, eggaldin og beikoni úr nýju matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt
Nýverið kom út bók GulurRauðurGrænn&salt sem inniheldur einfaldar og fljótlegar uppskriftir fyrir alla sem elska góðan mat með lítilli fyrirhöfn. Bókin er því tilvalin í jólapakkann fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í eldhúsinu sem og aðra matgæðinga. Uppskriftirnar eru allar nýjar og hér deili ég með ykkur einni dásemdinni úr þessari...
Thai kjúklingaréttur með kasjúhnetum í sætri tómatsósu
Ást mín á tælenskum mat nær engum enda og hér er enn ein dásemdar uppskriftin fyrir ykkur að elska. Þessi réttur er ofureinfaldur í gerð og svo góður að hér sleikja heimamenn (ég er engin undantekning) diskinn þegar þessi er borinn fram og biðja um meira. Hér sannast að einfalt er svo langbest – njótið...
Mexíkósk súpa með rjómaosti og salsasósu
Veturinn minnti svo sannarlega á komu sína um helgina með hressilegri lægð og mikið sem það var gott að þurfa ekkert að fara út úr húsi meðan hún gekk yfir. Þrátt fyrir að sumarið sé dásamlegur tími og veturinn geti oft á tíðum reynt á andlegu hliðina að minnsta kosti til lengdar þá er eitthvað...
Kjúklingaréttur í grænni kókoskarrýsósu
Þessi dásemdar kjúklingaréttur er eins og þeir gerast bestir á asískum veitingastöðum. Fjölskyldumeðlimir munu undrast hæfileika ykkar, dásama þennan rétt og biðja um hann aftur fljótlega. Ekki skemmir að hann er einfaldur og fljótlegur í gerð. Í þennan rétt er tilvalið að nota það grænmeti sem þið eigið hverju sinni. Um daginn bætti ég við...
Kjúklingasalat með kasjúhnetum, beikoni og geggjaðri balsamikdressingu
Á mínum yngri árum var hægt að ganga að því sem vísu að ef kjúklingasalat var á matseðli á veitingarstað þá var ég búin að ákveða hvað yrði pantað í það skipti. Flóknara var lífið ekki – ahhh sælla minninga. Í seinni tíð hefur úrvalið aðeins aukist en þó er ávallt jafn ánægjulegt að gæða...