Í þessu einfalda kjúklingasalati liggur galdurinn í dressingunni. Hver hefði trúað að auðmjúkt hnetusmjör geti djassað svona vel upp kjúklingasalat? Hvort sem er gróft eða fínt, lífrænt og „hollara en venjulegt“ eða bara gamla góða Peter Pan í plastkrukkunum – skiptir ekki máli: hnetusmjörið gerir þetta salat að því sem það er! Asísk kjúklingasalat með...
Category: <span>Kjúklingur</span>
Draumaréttur á aðeins 15 mínútur
Þó það sé kominn desember þá þurfum við nú víst að borða venjulegan mat fram til jóla, þó maður laumi einstaka smáköku inn á milli. Þessi ómótstæðilegi kjúklingarréttur í Cashew er einn af þessum draumaréttum. Hann tekur ekki lengur en 15 mínútur í gerð og er svo ótrúlega góður að hér verða matvöndustu grísir eru sáttir,...
Sælusalat með rósmarínkrydduðum sætkartöflum og balsamikdressingu
Fyrir okkur sem elllllskum sætar kartöflur að þá er hér er á ferðinni stórkostlegt salat sem hentar frábærlega sem meðlæti með góðum kjúklinga- eða kalkúnarétti en einnig dásamlegt eitt og þá er t.d. hægt að bæta grilluðum kjúklingi saman við. Hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi sem og svo oft áður og á örskömmum tíma og...
“Thai style” kjúklingatortilla í hnetusmjörsósu
Ég kvaddi föður minn um daginn þegar hann lagði af stað til Tælands þar sem hann býr hálft árið. Ég gat ekki annað en rifjað upp þegar ég naut jólanna þar til hins ítrasta borðaði holla og góða matinn þeirra ásamt einstaka Chang öli á ströndinni í 30 stiga hita. Ahhh “sweet life” og erfitt...
Tælenskur chilíkjúklingur á 10 mínútum
Tælensk matargerð er í miklu uppáhaldi hjá mér og þessi tælenski chilíkjúklingaréttur er minn besti vinur á virkum kvöldum, þegar tíminn er af skornum skammti. Hann er ofureinfaldur í gerð og tekur einungis 10 mínútur í undirbúningi og bragðast ó-svo-vel. Tælenski chilíkjúklingurinn Fá hráefni og einfaldur í gerð Omnomm Tælenskur chilíkjúklingur 2 msk...
Kjúklinga- og spínatlasagna
Skemmtileg útgáfa af lasagna með kjúklingi og spínati. Hér er á ferðinni virkilega góður réttur sem passar bæði á virkum dögum sem og um helgar. Kjúklinga og spínatlasagna 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fæst sem frystivara í flestum matvöruverslunum) Olía 1 msk karrý 2 laukar, saxaðir smátt 3 dl rjómi 2 dósir...
Kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarella í hvítlauksrjómasósu
Hér er á ferðinni einfaldur og ljúfur penne pastaréttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarellaosti í hvítlauksrjómasósu sem smellpassar í helgarmatinn….ummmm. Kjúklingapasta með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum 3 hvítlauksrif, pressuð 1 krukka sólþurrkaðir tómatar 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry salt paprikuduft 240 ml matreiðslurjómi 110 g rifinn mozzarellaostur 250 g pasta, t.d....
Sumarið er núna! Grillaðar kjúklingabringur með sítrónu, hvítlauk og kryddjurtum
Ójá ….það er loksins mætt þ.e.a.s. sumarið. Allt er svo gott þegar sólin skín. Nú tökum við fram grillið og fáum vonandi fjöldamörg tækifæri til að nota það þar sem eftir lifir sumars. Þessi uppskrift er einmitt algjör himnasending á svona dögum. Hún er agalega einföld en ó-svo bragðgóð. Borin fram með góðu kartöflusalati og...
Kjúklingasalat fyrir sælkera
Frábært satay kjúklingasalat sem er ofureinfalt í gerð. En hér er það sataysósan sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið og gerir þetta salat af ógleymanlegri veislu fyrir bragðlaukana. Hinn fullkomni réttur í saumaklúbbinn, sem forréttur eða jafnvel á föstudagskvöldi með góðu hvítvínsglasi. Satay kjúklingasalat fyrir 4 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fást frosnar)...
Kvöldmatur á hraðferð Cobb salat með sætri sinnepssósu
Cobb salat er svo frægt að það á sér sköpunarsögu. Það er nefnt í höfuðið á eiganda þekkts veitingahúss í Hollywood á fjórða áratug 20. aldar sem varð svangur í vinnunni um miðnættið nótt eina árið 1937, tíndi saman matarafganga úr eldhúsinu plús smá beikon frá kokknum og skvettu af franskri dressingu … og varð ódauðlegur! Þetta salat er í uppáhaldi þegar...
Leynivopn lata kokksins
Hér er á ferðinni sannkallaður veislumatur sem kallar á fá hráefni og stuttan tíma í undirbúning en bragðast eins og best gerist. Rétturinn kemur mjög skemmtilega á óvart og má segja að sé leynivopn lata kokksins og vís til að slá í gegn hjá viðstöddum. Paprikukryddaður kjúklingur með spínati og hvítvínssósu 4 kjúklingabringur, t.d....
BBQ kjúklingur
Frábær kjúklingaréttur sem er einfalt að útbúa og slær í gegn jafnt hjá ungum sem öldnum. Einn af uppáhalds réttum barnanna og það eru sko aldrei afgangar þegar hann er á boðstólnum. Sérstaklega gott að bera hann fram með hrísgrjónum, salati og góðu hvítlauksbrauði. BBQ kjúklingur 4 kjúklingabringur eða kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry 1...
Uppáhalds kjúklingarétturinn með piparosti, hvítlauk og pestó
Það er svo gaman að vera ofurspenntur fyrir því að setja inn uppskrift, uppskrift sem allar líkur eru á að aðrir elski jafn mikið og ég geri sjálf. Hér erum við að ræða um uppskrift að kjúklingarétti með piparosti, hvítlauk og pestó. Uppskrift sem gæti ekki verið einfaldara að gera, en bragðast eins og bragðlaukarnir...
Nachos kjúklingaréttur með mexíkó rjómaostasósu
Þessi kjúklingaréttur sem er með stökkum nachos flögum, grænmeti og mexíkó-rjómaostasósu sló öll met á heimilinu. Hann var gerður tvisvar sinnum sömu vikuna og verður svo sannarlega gerður aftur mjög fljótlega enda “comfort-food” eins og hann gerist bestur. Nachos kjúklingaréttur með mexíkó rjómaostasósu 4-5 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fást í öllum helstu matvöruverslunum sem...
Guðdómlegur kjúklingaréttur í rjómalagaðri cajunsósu
Ég fór um daginn á Apotek restaurant en það er nýr og spennandi veitingastaður sem staðsettur er á einu fallegasta horni Reykjavíkur í Austurstræti 16 . Staðurinn er “casual/smart” þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi. Matseðilinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli. Fjöldi...
10 “hittarar” ársins
Það er gaman að sjá hversu hratt og örugglega GulurRauðurGrænn&salt hefur vaxið og dafnað á því tæpa 2 og hálfa ári sem þessi matarvefur hefur verið til. Spennandi hlutir eru framundan sem koma í ljós þegar líður á árið en aðallega höldum við áfram að birta litríkar, ljúffengar og fljótlegar uppskriftir sem eru einfaldar í...
Marbella kjúklingaréttur
Þennan dásamlega kjúklingarétt eldaði ég fyrst fyrir um það bil 10 árum síðan og hefur alveg síðan þá ávallt staðið fyrir sínu. Réttinn er ekki aðeins sérstaklega einfalt og fljótlegt að gera en að auki bragðast hann eins og þið hafið staðið sveitt í eldhúsinu í langan tíma. Marbella kjúklingaréttur Fyrir 4-6 ca 1 kg...
Asískur kjúklingaréttur
Það er alltaf ákveðið tilhlökkunarefni þegar að jólablöðin detta inn í hús, ég tala nú ekki um öll girnilegu matar- og eftirréttaruppskriftirnar sem að koma á þessum árstíma. Ég fékk þann heiður að vera á forsíðu Vikunnar í einu mest selda blaði Vikunnar, jólamatarblaðinu. Þar er GulurRauðurGrænn&salt, ásamt öðru flottu fólki, með tillögur að ótrúlega...