Þessi kínverski kjúklingaréttur er hollur, fallegur og ferskur og frábær á kvöldum þegar okkur langar í eitthvað dásamlegt. Þrátt fyrr að hráefnalistinn sé í lengra lagi í þetta sinn er hann bæði fljótlegur og einfaldur í gerð. Auðvelt er að breyta uppskriftinni og tilvalið að nota það sem til er í ísskápnum. Borðbúnaður Indiskaa Kínverskur...
Category: <span>Kjúklingur</span>
Sumarsalat með jarðaberjum og balsamik kjúklingi
Á sumrin veit ég fátt betra en að fá mér kjúklingasalat og hvítvín í sólinni. Eins og allir vita hefur hinsvegar lítið borið á sólinni þetta sumarið og kjúklingasalatið óvart setið á hakanum. Biðinni lauk hinsvegar í dag! Sólin kemur kannski ekki, en kjúklingasalat skyldi ég fá mér og mögulega hvítvínglas með. Þetta kjúklingasalat er ferskt,...
Baquette með kjúklingapestó í grískri jógúrt
Hjá mér og mínum er júlí tími ferðalaganna. Fyrir þau langar mig alltaf að útbúa eitthvað ómótstæðilegt nesti svo ég þurfi ekki að súpa hveljur á meðan ég borða pullu með öllu. En í raunveruleikanum á ég 4 börn og má þakka fyrir að muna eftir að taka þau öll með þegar við leggjum af...
Kjúklingur fyrir heimska
Þennan kjúkling hef ég eldað frá því að ég byrjaði að búa. Uppskriftina fann ég á netinu og mig minnir að hún hafi þar borið nafnið “Chicken for dummies”. Þar sem uppskriftin var þá einungis til einkanota þá fékk hún nafnið “Kjúklingur fyrir heimska”. Síðan þá hafa margir beðið um og fengið uppskriftina, svo nafninu...
Kjúklingabringur með rjómaosti og sólþurrkuðum tómötum
Þetta er réttur sem hefur fylgt mér lengi og klikkar aldrei. Ofureinfaldur í gerð, með fullt af grænmeti og frábær með góðu salati og tagliatelle. Hef oft boðið upp á hann fyrir gesti og hann hefur alltaf vakið mikla lukku. Uppskriftin er ekki heilög og tilvalið að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum....
Mexíkóveisla með kjúklinga Taquitos
Það er oft gripið til þess að elda mexíkóskan mat á þessu heimili enda er það fjölskylduvænn matur sem krakkarnir eru alltaf hæstánægðir með. Þessar kjúklinga og rjómaostafylltu taquitos eru hreint afbragð og fljótlegar í framkvæmd. Hefðbundnar taquitos eru djúpsteikar en þessar eru bakaðar í ofni, en eru engu að síður stökkar og með himneskri...
Sólskinskjúklingur
Það eru réttir eins og þessir sem veita mér mesta ánægju í eldamennskunni. Réttir sem eru svona fallegir á litinn, gaman að meðhöndla og lykta eins og sumarið. Þessi gómsæti kjúklingaréttur er sumarið! Hann er súperhollur, það tekur enga stund að útbúa hann og hann rennur sérstaklega ljúflega niður með kældu hvítvíni. Gleðilegt sumar..aftur! Sólskinskjúklingur ...
Kjúklinga kebab með líbönskum hrísgrjónum
Ummm þessi réttur er snilldin ein og þvílík veisla fyrir bragðlaukana. Uppskriftin er ofureinföld þó hráefnin séu í meira lagi að þessu sinni, en látið það ekki fæla ykkur frá. Ég vann mér í haginn og útbjó þennan rétt kvöldinu áður en ég eldaði hann og lét hann marinerast í sólahring. Útkoman var stórkostleg! Hrísgrjónin...
Kjúklingur í basil rjómasósu
Þessi skemmtilegi kjúklingaréttur var gerður hérna eitt kvöldið og vakti mikla lukku. Sósan er hér í algjöru aðalhlutverki með keim af basil, rjóma og sólþurrkuðum tómötum. Réttinn tekur ekki langan tíma að gera, en útkoman er sannkallaður veislumatur. Kjúklingur í basil rjómasósu 1/2 bolli mjólk 1/2 bolli brauðrasp (eða 2 vel ristaðar brauðsneiðar settar í...
Grillaður kjúklingur með heimagerðri bbq sósu
Sunnudagskjúklingurinn var að þessu sinni marineraður með þessari ómótsstæðilegu heimagerðu barbeque sósu. Bbq sósuna lét ég að þessu sinni á heilan kjúkling en auðvitað er tilvalið að hluta hann í sundur og einfalda þar með grillunina. Það er lítið mál að gera sósuna fram í tímann og geyma í lokuðu íláti en hana tekur einungis...
Suðrænn og sólríkur kjúklingaborgari
Nú þegar sólin skín og það er virkilega orðið raunhæft að leyfa sér að hlakka til sumarsins er ekki úr vegi að koma með uppskrift að þessum ljúffengu kjúklingaborgurum. Þeir eru súperhollir enda stútfullir af grænmeti og öðru gúmmelaði. Grillaðir í ofni og bornir fram með grænmeti, sýrðum rjóma og jalapenos eru þið komin með...
Kjúklinga enchiladas
Þegar kemur að því að elda mexíkóskan mat vantar oft ansi mikið uppá frumlegheitin á þessum bæ og yfirleitt endar þetta á því að ég steiki kjúkling og grænmeti á pönnu og set í vefju sem er jú voða gott. En í þetta sinn langaði mig að prufa eitthvað alveg nýtt, eitthvað alveg sjúklega gott...
Pad thai með kjúklingi
Thailenskur matur og eldamennska býður uppá svo margt sem hentar okkar lífsstíl. Hann er yfirleitt fljótlegur, bragðgóður og hægt að stútfylla hann af grænmeti að eigin vali. Þessi Pad Thai réttur er snilldarréttur sem hentar fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Þó hráefnalistinn sé í lengra lagi látið það ekki stoppa ykkur því undirbúningstíminn undir 30 mínútum og...
Mozzarella og kúrbíts pönnukjúklingur
Fátt betra en góðir kjúklingaréttir og þetta er klárlega einn af þeim. Hann inniheldur kúrbít sem passar hreint út sagt fullkomlega með ítölskum réttum eins og þessum. Ferskur, hollur og einfaldur og mallar á pönnunni meðan þið nýtið tímann í eitthvað allt annað. Berið fram með góðu pasta og njótið þessarar góðu máltíðar. Mozzarella og...
Næringaríka kjúklingasalatið
Vinkona mín minntist á það við mig um daginn hvað það væri skrítið að ég hafi ekki enn ekki komið með eina einustu uppskrift að kjúklingasalati. Allir sem þekkja mig vita að ég er sjúk í kjúklingasalöt og allan þann fjölbreytileika sem þau hafa upp á að bjóða og ef ég get pantað mér kjúklingasalat...
Auðveldur appelsínu kjúklingur
Í nokkra daga hefur mig dreymt appelsínukjúkling og lét nú loks verða að því að elda hann í kvöld. Ég sá ekki eftir því þar sem hann vakti enga smá lukku hjá fjölskyldumeðlimum. Elsti drengurinn minn kom til mín áðan sérstaklega til að fullvissa sig um að þessi réttur færi örugglega inn á síðuna og...
Kjúklingaleggir með sítrónu og rósmarín
Áhuginn á fæði sem inniheldur lítið af kolvetnum hefur notið aukinna vinsælda. Ég ákvað því að setja inn nýjan flokk í uppskriftirnar mínar með heitir lágkolvetna fæði. Það ætti því að einfalda fólki á þannig matarræði að finna uppskriftir sem hentar. Þessi uppskrift fellur einmitt í þennan lágkolvetna flokk. Hún hentar þó jafnframt öllum enda...
Krakkavæni kornflexkjúklingurinn
Þessa uppskrift rakst ég á þegar ég var að leita að uppskrift sem hentaði öllum aldurshópum en væri um leið extra barnvæn. Kornflexkjúklingurinn er mildur á bragðið og stökkur. Hann er ótrúlega einfaldur, inniheldur aðeins 5 hráefni og bragðið kemur svo sannarlega skemmtilega á óvart. Í stað kjúklings er svo tilvalið að nota fisk eins...