Nú þegar sumar er að mæta til okkar er ekki seinna vænna en að koma með uppskriftir að dásamlegum grillréttum sem vekja lukku. Þessi uppskrift er einmitt þannig, frábær og fersk. Kjúklingurinn sem við marinerum kemur dásamlega mjúkur og safaríkur af grillinu og gríska jógúrtsósan setur hér punktinn yfir i-ið. Frábær og ferskur miðjarðarhafskjúklingur með...
Category: <span>Lágkolvetna fæði</span>
Eygló Hlín gerir geggjaðar kókospönnslur
Það er svo gaman að fá sendar skemmtilegar uppskriftir frá ykkur elsku lesendur. Þið gerið GulurRauðurGrænn&salt að frábærum uppskriftavef. Ef þið lumið á einhverjum perlum verið ófeimin að senda mér línu á berglind@grgs.is og hver veit nema ykkar uppskrift birtist á vefnum. Hún Eygló Hlín er mikill matgæðingur og hér kemur hún með uppskrift að...
Ekta súkkulaðibrownies og sykurlaus áskorun
Hún Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi gaf í haust út bókina Lifðu til fulls og hlaut strax góðar viðtökur. Allar uppskriftirnar eru lausar við sykur, glútein sem og henta vel þeim sem eru vegan, ásamt sérkafla með kjötréttum. Í bókinni er m.a. að finna dásamlega morgunverði, millimál, hollar útfærslur af vinsælum skyndibitum, Mexíkóréttum og sektarlausum sætindum ásamt...
Bjórmarinerað nautakjöt
Hér er á ferðinni marinering fyrir nautakjöt sem er nú með þeim betri, þar sem bjórinn setur hreinlega punktinn yfir i-ið og gerir kjötið lungnamjúkt. Leyfið þessu að liggja í einfaldri marineringunni í að minnsta kosti 6 tíma og þið eruð komin með uppskrift sem erfitt er að gleyma. Njótið vel. Kjöt á diskinn...
Grillað lambalæri með bláberja- og hunangsmarineringu
Könguló könguló vísaðu mér á berjamó! Eftir þetta dásamlega sumar er berjauppskeran í hámarki og falleg og safarík ber finnast víða. Hvort sem á að nýta berin í sultur, eftirrétti, kökur eða hristinga þá hvetjum við ykkur til að skella ykkur út í náttúruna í berjatínslu. Fyrir fólk sem veit ekki hvar það á að...
Hin fullkomna steik á 6 mínútum
Í eldamennskunni sem og öðrum hlutum í þessu lífi hefur maður ákveðnar hamlanir og hvað eldamennskuna varðar eru mínar hamlanir klárlega steikur og sósur. Það kitlaði mig samt eitthvað þegar ég rakst á uppskrift að hinni fullkomnu nautasteik “for dummies”. Þarna var mögulega eitthvað fyrir mig. Ég brunaði því út í búð og keypti í...
Spicy eggjasalat með vorlauk og grillaðri papriku
Hér er á ferðinni snilldar eggjasalat með chilímauki, vorlauki og grillaðri papriku. Skemmtileg tilbreyting frá venjubundna eggjasalatinu sem er þó alltaf gott og svo ótrúlega gott. Chilímaukið setur hér punktinn yfir i-ið á þessu frábæra eggjasalati sem þið hreinlega verðið að prufa. Ómótstæðilegt eggjasalat tilbúið á 10 mínútum Dásamlegt á kex eða brauð Spicy...
Spínat berjasalat með chia hindberjadressingu
Dóttir mín hefur verið að spyrja mig síðan í desember hvenær sumarið mæti á svæðið. Eftir ævintýri vetrarins er það mikil gleði að geta sagt að sumarið sé loksins komið. Að því tilefni gerði ég þetta sumarlega spínat berjasalat með chia hindberjadressingu. Salatið meinhollt en í því er spínat sem er skilgreint sem ofurfæða og...
Kjúklingur í kókosmjólk með hvítlauk og basil
Himnasending á dögum þar sem eldamennskunennan er í lágmarki en þörfin fyrir eitthvað himneskt og hollt er í hámarki. Þetta er rétturinn!!!! Kjúklingur í kókosmjólk með hvítlauk og basil 1 kg kjúklingabringur, skornar í litla bita 3-4 hvítlauksrif, söxuð 1 rautt chili, saxað smátt (fræhreinsað ef þið viljið hafa réttinn mildan=barnvænan) 2 msk rautt karrýmauk,...
Túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinselju
Ég er búin að vera með löngun í gott túnfisksalat í nokkurn tíma en hingað til ekki dottið á réttu uppskriftina…fyrr en nýlega. Þessi uppskrift er skemmtilegt og öðruvísi og ótrúlega bragðgóð. Þetta túnfiskssalat inniheldur meðal annars kjúklingabaunir, hvítlauk, sítrónu, steinselju og fetaost, er meinhollt, frábært með hrökkkexi og vekur ávallt lukku. Ég mæli svo sannarlega...
Bacalo fyrir sælkera
Á Spáni og raunar flestum miðjarðarhafslöndum er saltfiskur yfirleitt borinn fram talsvert minna saltur en hér á landi. Þurrkaður fiskurinn er útvatnaður í 2 sólarhringa eða lengur, þ.e. látinn standa í vatni sem skipt er reglulega um. Mörg dæmi eru um það meðal Íslendinga að fólk hafi fyrst fengið smekk fyrir saltfiski eftir að hafa...
Ítölsk kjötsúpa eins og hún gerist best
Hvernig væri að leyfa jarmandi íslensku kjötsúpunni að hvíla sig eitt kvöld og prófa baulandi ítalska? Eins og með allar súpur á mjög einföld regla við um þessa: hún er betri á öðrum degi, jafnvel þriðja (og mögulega lengur en það veltur á smekk og hugrekki hvers og eins hvort fólk vill prófa það!). Svo að:...
Stir fry nautakjöt í chilísósu
Ég fer ekki leynt með dálæti mitt á tælenskri matargerð og fæ ekki nóg af því að dásama kryddin, litasamsetninguna og einfaldleikan sem felst í þessari tegund matargerðar. Hér má segja að hollustan sé í fyrirrúmi og það algjörlega áreynslulaust. Þessi einfaldi réttur með nautakjöti og grænmeti í himneskri chilísósu er kominn á uppáhalds listann...
Besti kjúklingaréttur EVER!
Það er kominn tími til að bjóða velkominn til okkar næsta gestabloggara með rétt sem ég held ég gæti ekki verið spenntari að kynna, en það er matgæðingurinn og snillingurinn hún Sigurlaug Jóhannesdóttir sem heldur úti hinu dásamlega bloggi Sillaskitchen. Silla elskar mat og allt sem tengist honum hvort sem það er að borða hann...
Tælenskar kjúklingabollur
Hér er komin uppskrift af dásasmlega einföldum og bragðgóðum tælenskum kjúklingabollum. Bollurnar henta vel bæði sem forréttur eða sem hollur og góður kvöldmatur með hrísgrjónum/núðlum, steiktu grænmeti og sweet chilísósu. Uppskriftina fann ég á Pinterest, en þar var henni var lofað í hvívetna og það ekki af ástæðulausu. Í þessa uppskrift notaði ég kjúkling frá Rose poultry...
Mínútusteik á asískan máta
Hér er uppskrift að skemmtilegri steik sem gaman er að prufa á næstu dögum. Marineringin gerir kraftaverk með saltri soyasósunni, pressuðum hvítlauki og mögnuðu bragði sesamolíunnar. Í uppskriftina notuðum við mínútusteik frá Kjarnafæði en hana er hægt að kaupa frosna í öllum helstu matvöruverslunum. Einföld og ótrúlega góð uppskrift sem gerir gott kvöld enn betra....
Kjúklingaréttur með pestó, fetaosti og döðlum
Þeir sem þekkja döðlu og ólífupestóið hennar Karinar vita að þar er á ferðinni eitt það allra gómsætasta pestó sem hugsast getur enda hefur það fyrir löngu slegið í gegn og verið einn sá allra vinsælasti réttur á grgs.is í langan tíma. Karin er svo mikill snillingur að hún á líka uppskrift að kjúklingarétti sem...
Mangósalat með grilluðum andabringum
Ég veit ekki hvort ég gæti verið mikið spenntari að deila með ykkur þessari uppskrift. Hún er svo mikið uppáhalds að það eina sem ég get sagt er – gerið þessa! Uppskriftin er hvort í senn dásamleg í einfaldleika sínum og svo bragðgóð að ég hreinlega get ekki beðið eftir því að elda hana aftur....