Ég hef ítrekað verið beðin um að setja inn uppskrift af mínum uppáhalds hummus og eftir nokkra mánaða aðlögunar- og umhugsunarfrest er ég loksins tilbúin að deila uppskrift af hummus sem er að mínu mati sá allra besti. Hér eru það sólþurrkuðu tómatarnir sem setja algjörlega punktinn yfir i-ið. Með honum fylgir svo uppskrift af frábæru...
Category: <span>saumaklúbbsréttir</span>
Smákökurnar sem þú verður að baka áður en þú deyrð
Allra bestu smákökur sem ég og börnin mín hafa bakað. Fékk þær hjá góðri vinkonu fyrir löngu síðan og hélt ég yrði ekki eldri, svo góðar voru þær. En í dag var komið að því að skella í þessa dásemd og ekki ollu þær vonbrigðum. Hægt er að leika sér með uppskriftina með því að...
Marengs með berjarjóma
Snillingurinn hún Silla sem heldur úti blogginu Sillumatur sló rækilega í gegn á dögunum þegar hún var gestabloggari hér á GRGS með Besta kjúklingarétti EVER. Hún gaf mér jafnframt uppskrift af einum af sínum uppáhalds eftirréttum en það er marengs með berjarjóma sem er fullkominn í einfaldleika sínum og birtist nú hér fyrir ykkur að njóta....
Parmesan kartöflur
Þetta er alveg þrusugóður réttur til að hafa sem meðlæti með uppáhaldsaðalréttinum ykkar. Kjöt eða fiskur – allt prótein kann að meta góðar kartöflur sér til halds og trausts! Parmesan kartöflur Fyrir 4 500 g kartöflur Ólífuolía 50 g brauðmylsna 3 msk parmesanostur, rifinn ½ msk rósmarín, þurrkað 1 tsk hvítlauksduft salt og pipar Skerið...
Tælenskt kjúklingasalat
Þetta salat er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég er beðin um uppskrift af einhverju himnesku, hollu, en einföldu um leið, Tælenskt kjúklingasalat sem færir manni smá sól í hjarta með öllum þessum fallegu litum, er fljótlegt í gerð, himneskt á bragðið og með dressingu sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið. Tælenskt...
Mexíkósk tortillapizza með kjúklingi
Þessi uppskrift er margra ára gömul og hefur verið notuð við ýmis tækifæri í gegnum tíðina og stendur ávallt fyrir sínu. Það er því löngu orðið tímabært að endurvekja hann hér á GulurRauðurGrænn&salt. Tortillapizzan er dásamlega einföld í gerð, sérstaklega bragðgóð og hentar vel í saumaklúbbinn eða þegar fjölskyldan vill gæða sér á einhverju sem...
Tælenskar kjúklingabollur
Hér er komin uppskrift af dásasmlega einföldum og bragðgóðum tælenskum kjúklingabollum. Bollurnar henta vel bæði sem forréttur eða sem hollur og góður kvöldmatur með hrísgrjónum/núðlum, steiktu grænmeti og sweet chilísósu. Uppskriftina fann ég á Pinterest, en þar var henni var lofað í hvívetna og það ekki af ástæðulausu. Í þessa uppskrift notaði ég kjúkling frá Rose poultry...
Sykurlaus karmella með möndlum og dökku súkkulaði
Það var gaman að finna fyrir góðum viðbrögðum ykkar við uppskriftinni með sætunni frá Via Health, þar sem við gerðum sykurlausa eplaköku með pekanhnetukurli. Það er því ekki úr vegi að endurtaka leikinn og að þessu sinni prufuðum við okkur áfram með sykurlausa karmellu með möndlum og dökku súkkulaði…mæ ó mæ – hún sló gjörsamlega...
Sykurlaus eplakaka með pekanhnetukurli
Það eru margir sem hafa tekið þá ákvörðun að taka þátt í sykurlausum september, sem er ekkert nema gott mál, en frá því að vefurinn GulurRauðurGrænn&salt var opnaður höfum við orðið vör við miklar breytingar á matarræði fólks og um leið auknum áhuga á uppskriftum af kökum og fleira góðgæti þar sem unnið er með...
Hjónabandssæla með smá aukasælu
Hjónabandssæla hefur lengi verið vinsæl og hér birtum við uppskrift af ómótstæðilegri hjónabandssælu í örlítið breyttri mynd eða með súkkulaði og kókos. Nú er tilvalið að nýta rababarauppskeruna og skella í þessa – algjört nammi namm! Deigið sett í botninn Rababarasulta smurð yfir deigið Saxað súkkulaði látið yfir sultuna og svo mulið deig yfir allt...
Afmæliskakan
Þessa köku baka ég fyrir öll afmæli og alltaf vekur hún jafn mikla lukku enda mjúk og góð með dásamlegu súkkulaðikremi. Uppskriftina rakst ég á sínum tíma á síðunni hennar Sirrýjar lifa og njóta en þar má finna ógrinni af öðrum girnilegum uppskriftum. Ef þið eruð enn í leit að hinni fullkomnu afmælisköku mæli ég svo...
Skyrkakan sem slær alltaf í gegn
Þessa himnesku skyrköku bauð ég upp á í veislu sem ég var með á dögunum og er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn. Skyrkakan inniheldur vanilluskyr, rjóma og hvítt súkkulaði sem flattera hvort annað fullkomlega. Með henni er svo frábært að bera frosin eða fersk ber að eigin vali sem auka á...
Mars twix ostakaka með karmellusósu
Þessa ómótstæðilegu mars-twix ostaköku með karmellusósu gerði vinkona mín hún Birna Varðar fyrir veislu á dögunum. Þegar ég sá hana kom ekkert annað til greina en að ég fengi uppskriftina enda á ferðinni kaka sem er ómótstæðileg með meiru. Birna tók vel í það og hér er uppskriftin fyrir okkur hin að njóta en hún...
Súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu
Þegar ég hugsa um fullkomnun í bakstri hefur hugurinn oft leitað til Melkorku muffins sem færðu mig og aðra sem þær smökkuðu til muffinshimna. Þessar súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu eru nú komnar í sama flokk enda algjörlega ólýsanlega góðar og verða að komast á to do listann þinn. Súkkulaðideig sett í muffinsform Rjómaostakrem sett yfir Að lokum...
Ómótstæðilegar núðlur í hnetusmjörsósu
Það er alltaf jafn ánægjulegt að elda mat sem er hvort í senn fljótlegur og bragðgóður og það á svo sannarlega við réttinn sem hér birtist. Það má leika sér með þennan skemmtilega núðlurétt, bæta við kjöti eða grænmeti að eigin vali en í þetta sinn bætti ég við elduðum kjúklingabringum og papriku. Enn eina...
Kjúklingaréttur með pestó, fetaosti og döðlum
Þeir sem þekkja döðlu og ólífupestóið hennar Karinar vita að þar er á ferðinni eitt það allra gómsætasta pestó sem hugsast getur enda hefur það fyrir löngu slegið í gegn og verið einn sá allra vinsælasti réttur á grgs.is í langan tíma. Karin er svo mikill snillingur að hún á líka uppskrift að kjúklingarétti sem...
Mangósalat með grilluðum andabringum
Ég veit ekki hvort ég gæti verið mikið spenntari að deila með ykkur þessari uppskrift. Hún er svo mikið uppáhalds að það eina sem ég get sagt er – gerið þessa! Uppskriftin er hvort í senn dásamleg í einfaldleika sínum og svo bragðgóð að ég hreinlega get ekki beðið eftir því að elda hana aftur....
Snúðar með súkkulaðifyllingu
Himneskir snúðar með súkkulaðifyllingu sem bræða hjörtu og minna mig helst á gott sumar í París þar sem allir dagar byrja á nýbökuðu súkkulaðicroissant og góðum kaffibolla….ahhhhhh! Himneskir snúðar með súkkulaðifyllingu nýkomnir úr ofni Snúðar með súkkulaðifyllingu Gerir um 18 stk 240 ml mjólk, volg 75 g smjör, brætt 60 g sykur 1 pakki...