Til að elda góðan mat þarf ekki mikið annað en ástríðu og áhuga fyrir matargerð. Það þarf að prufa sig áfram, skoða, lesa, mistakast, byrja aftur og gleðjast þegar manni er umbunað erfiðið með einhverju sem slær algjörlega í gegn. Ef maður er ekki fyrir það að vera lengi í eldhúsinu en vill engu að...
Category: <span>saumaklúbbsréttir</span>
Eggaldinmauk með myntu
Þessa eggaldinmauk geri ég reglulega þegar okkur langar í hollt og gott snarl og bragðast alveg frábærlega með ristaðri tortillu, pítubrauði eða sem álegg á samloku. Reykt eggaldinmauk með myntu 1/3 bolli möndlur 1 stórt eða 2 lítil eggaldin 2 msk ólífuolía 2-3 msk sítrónusafi 2 hvítlauksrif, pressuð 2 msk fersk mynta, söxuð 2 msk...
Foccacia með vínberjum
Foccacia er eitt af mínum uppáhalds. Þetta er brauð sem þarf að gefa sér tíma fyrir og nostra við en verðlaunin eru mikil og þarna verður til listaverk í höndunum á manni. Annað sem ég er svo hrifin af við foccacia er að þú getur látið brauðið ganga milli borðgesta og allir rífa sinn hluta....
Sætkartöflu panini í pítubrauði
Perfecto Perfecto Perfecto Það er ótrúlegt hvað svona lítil og nett samloka getur gert mikið fyrir bragðlaukana. Hún nær fullkomnun eins langt og fullkomnun nær. Þessi panini er einföld og fljótgerð og á alltaf við hvort sem er sem hádegismatur eða veislumatur. Gleymdu öllum uppskriftum sem þú hefur áður séð og gerðu þessa..núna! Sætkartöflu panini...
Spaghetti með sítrónu, parmesan og klettasalati
Um þennan rétt langar mig svo að segja “it had me at hello” og ég veit að þegar þið takið fyrsta bitann og finnið pastað bráðna í munni ykkar og dásamlegt samspil sítrónunnar og parmesanostsins að þið eruð þið líka kolfallin. Það besta er svo að þessi réttur er fljótlegur, einfaldur og algjörlega óhætt að...
Sæt með fyllingu
Mér þykir fátt skemmtilegra en að prufa að elda eitthvað nýtt og einstaklega skemmtilegt þegar vel tekst til. Þessi sæta kartafla er það sem ég kalla matur fyrir sálina og þannig matur er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Fallegir litir sem mætast, góð næring og jafnframt svo ólýsanlega bragðgott. Hér er hægt að leika sér...
Súkkulaði-espresso kökur
Kaffi-súkkulaði, súkkulaði-kaffi…hvort kemur á undan skiptir engu máli, en þegar þessi tvö hráefni koma saman er veisla hjá bragðlaukunum. Ég rakst á þessar litlu dásamdarkökur á netinu og vissi að þær yrði ég að prufa. Viti menn 10 mínútum síðar voru þær að mestu tilbúnar (og næstum búnar) enda þurfa þær ekki að fara inní...
Einfaldi eftirrétturinn
Það er erfitt að trúa því að þessi réttur hafi aðeins tekið 5 mínútur! Þessi eftirréttur er svo einfaldur í undirbúningi. Að auki er hann bragðgóður, lítríkur, fallegur og pottþétt hollur líka. Hér getur ekkert klikkað. Hægt er hægt að leika sér með framsetninguna t.d. bera hann fram í litlum sultukrukkum eða í snaps glösum,...
Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana
Kjúklingarétturinn sem allir elska Í einu orði sagt dásamlegur réttur og sannkölluð hátíð fyrir bragðlaukana. Ég prufaði hér í fyrsta sinn að ofngrilla paprikur og eggaldin sem gerir gæfumuninn í þessum rétti og komst að því að það er ótrúlega einfalt og skemmtilegt. Ekki láta það fæla ykkur frá. Nú ef þið leggið alls ekki...
Bjútífúl bláberjaís
Þennan ís getið þið borðað með góðri samvisku alla daga og í allar máltíðir. Hann er bara hollur og góður.. svo gaman þegar það fer svona vel saman. Nú er tilvalið að nýta bláberin og búa til ís á ótrúlega einfaldan hátt. Bjútífúl bláberjaís 2 frosnir banana, niðurskornir áður en settir í frysti 1 bolli...
Brauðið
Reisulegt & fallegt, hér fyllt með hvítlauk og rósmarín Hafið þið reynt að gera heimabakað brauð, en aldrei tekist almenninlega? Eftir að þið prufið þessa uppskrift er misheppnaður brauðbakstur úr sögunni. Undirbúið ykkur undir aðdáun annarra og mögulega frægð (amk meðal fjölskyldu og vina) fyrir brauðIÐ ykkar! Fólk á eftir að dásama útlitið, bragðið og...
Fljótleg panna cotta
Panna Cotta er einn af þessum eftirréttum sem virðist alltaf hitta í mark og í algjöru uppáhaldi. Frosinn vanillubúðingur með hindberjasósu heillar alla sem á vegi hans verða. Tilvalinn í fínt matarboð eða yfir hátíðirnar og svo dásamlega einfaldur. Prufið og njótið! Panna cotta með hindberjasósu (ca. 10 stk) 4 dl rjómi 2 1/2 dl kaffirjómi...
Graskers & eplasúpa
Ahhhh þessi er notaleg yfir vetrartímann Súpur bjóða uppá endalausa möguleika, grænmeti, fiskur, kjöt. Súpur sem eru í léttari kantinum eins og chillí, kókossúpur og svo þær sem eru í þyngri kantinum eins og kjötsúpur. Valið er endalaust og svo gaman að prufa sig áfram. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki notað grasker...
Reyktur silungur með rauðlauk, capers & steinselju
Fljótlegur & frábær smáréttur Þessi réttur er einn af mínum uppáhalds. Hann er ótrúlega einfaldur í framkvæmd, en alveg dásamlegur á bragðið. Hann hentar vel sem forréttur eða á hlaðborð, jafnvel með smá rjómaosti eða sýrðum rjóma. Hér skiptir mestu að vera með góðan fisk. Reyktur silungur finnst mér passa best við hérna, en vel...
Sumarleg salatpitsa
Þessi frábæra salatpitsa er ein af mínum uppáhalds. Hún er bæði fljótleg og einföld í gerð og stútfull af góðri næringu. Hér er tilvalið að nota bara það sem þið eigið til í ísskápnum, en útkoman er engu að síður algjör sælkeramatur. Hér myndi ég segja að aðalmálið væri að gera pestóið sjálf. Það er...
Kjúklingapasta með cajunkryddi
Geta 1233 einstaklingar haft rangt fyrir sér? Þetta hugsaði ég þegar ég las umfjöllun um það sem leit út fyrir að vera óskaplega venjulegt kjúklingapasta. Þvílíka lofið sem það fékk! Forvitnin náði tökum á mér og ég varð að prófa. Gæti þetta klikkað? Ég breytti uppskriftinni aðeins og setti fullt af grænmeti. Pastað var frábært...
Víetnamskar sumarrúllur með hoisin sósu
Víetnamskar sumarrúllur með hoisin sósu Sumarrúllur er víetnamskur réttur sem hentar sérstaklega vel sem forréttur. Hann sameinar allt sem ég er svo hrifin af og er léttur, ferskur, litríkur, fallegur og bragðgóður. Til að gera þennan rétt þarf að fara aðeins út fyrir þægindarammann í innkaupum, þar sem þið getið ekki búist við því að fá...
Bruschetta með tómötum
Bruschetta er frábær forréttur en einnig kjörið miðdegissnarl, einfalt í framkvæmd og dásamlegt á bragðið. Hráefni 1 baguette-brauð extra virgin ólífuolía 6 plómutómatar, fræhreinsaðir og skornir í teninga 3-4 hvítlauksrif 1/2 rauðlaukur, smátt skorinn 10-12 fersk basilíka söxuð salt og pipar balsamiksýróp Aðferð Skerið brauðið í sneiðar og hellið ólífuolíu yfir það. Ristið á pönnu....