Nú eru bláberin upp á sitt besta og tilvalið að skella sér í berjamó og týna ber í þennan einstaklega bragðgóða eftirréttur með bláberjum, tröllahöfrum og pekanhnetum. Þetta er svona hollari útgáfa af eftirrétt sem við getið notið alla daga með ís eða rjóma. Einföld og unaðarsleg bláberjaterta með haframjöli og pekanhnetum Styrkt færsla...
Category: <span>saumaklúbbsréttir</span>
Jógúrtkaka með berjafyllingu
Nú er tilvalið að skella sér í berjaleiðangur og nota uppskeruna í þessa dásamlega mjúku jógúrtköku sem þið munið elska. Fyrir þá sem ekki hafa tök á því þá skellið þið ykkur einfaldlega út í búð og græjið berin fersk eða frosin – valið er ykkar. Njótið vel. Dásamleg jógúrtkaka með berjablöndu Jógúrtkaka með...
Sumardrykkurinn sem slær alltaf í gegn
Mikið sem það er gott þegar sólin lætur loksins sjá sig eftir ansi langa bið. Þá er fátt betra en að skella sér í lautarferð í íslenska náttúru í góðum félagsskap. Taka með sér gott nesti og ekki verra að skála í góðan drykk. Aperol Spritz er ítalskur fordrykkur sem varð fyrst vinsæll árið 1950,...
Ofnbakaður kjúklingur með grillaðri papriku, mozzarella og furuhnetum
Undanfarið hafa tökur staðið yfir á nýrri bók GRGS sem mun koma út í haust. Bókin verður dásamlega fögur og mun innihalda nýjar uppskriftir í anda GRGS að sjálfsögðu með einfaldleikan að leiðarljósi. Fylgist með :) Vegna þessa hef ég nú ekki haft tök á því að elda mér til skemmtunar en nú verður bætt...
Tryllt nachos ídýfa
Þessa nachos ídýfu hef ég gert í mörg ár og lengi reynt að finna ídýfur sem nálgast þessa þegar kemur að dásemd og einfaldleika. Sama við hvaða tækifæri hún er borin fram ávallt vekur hún jafn mikla lukku. Þessi færir ykkur vel inn í helgina. Njótið vel! Heit nachos ídýfa 400 g Philadelphia naturell rjómaostur...
Satay salat með kjúklingi og eggjanúðlum – það allra besta!
Þessa uppskrift sá ég á matarblogginu RecipeTinEats og verandi aðdáandi tælenskra eldamennsku uni ég ekki fyrr en ég hafði prufað þetta. Það er óhætt að segja að þetta salat hafi staðið undir væntingum og vel það. Núðlur, grænmeti, kjúklingur og ómótstæðileg Satay dressing. Nomms! Núðlusalat eins og það gerist best Satay salat með kjúklingi og...
Ferskt ávaxtasalat með avacado og chia jógúrtsósu
Eftirréttir geta líka verið næringarríkir og hollir – gleymum því ekki! Hér er einn slíkur á ferðinni og dásamlega bragðgóður að auki. Ferskt og ljúffengt ávaxtasalat þar sem avacado kemur skemmtilega á óvart og chia jógúrtsósan setur svo punktinn yfir i-ið. Rétturinn kemur úr matreiðslubók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera sem kom út árið...
Jarðaberjakaka með vanillurjóma, makkarónum og Daimsúkkulaði
Ef við erum ekkert að flækja þetta að þá er þetta klárlega einfaldasti og besti eftirréttur sem ég hef gert og bragðað. Tekur innan við 10 mín í gerð og bragðast dásamlega. Mæli svo mikið með þessari dásemd. Jarðaberjakaka með vanillurjóma, makkarónum og Daimsúkkulaði 1 kg jarðaber 200 g Daim súkkulaði 200 g...
Dásemdar súkkulaðikaka með glassúr
Uppskrift að dásemdar súkkulaðiköku með glassúr sem vekur lukku hjá öllum þeim sem hana bragða. Sumir segja að hér sé á ferðinni allra besta súkkulaðikakan. Hvort sem það er rétt eða ekki látum við liggja á milli hluta, en frábær er hún að minnsta kosti. Njótið vel. NOMMS Dásemdar súkkulaðikaka með glassúr 175 g...
Quesadillas með nautahakki og bræddum osti
Einfaldur kvöldmatur eins og hann gerist bestur með þessari mexíkósku quesadillas uppskrift. Þó uppskriftin sé einföld kemur bragðið skemmtilega á óvart. Njótið vel! Quesadillas með nautahakki og bræddum osti 500 g nautahakk 1/2 bolli refried baunir 1 dós (4oz) græn chilli 1/2 tsk oregano 1/2 tsk cumin (ekki kúmen) 2 tsk chiliduft 1/2 tsk salt...
Grillaður miðjarðarhafskjúklingur með grískri dill jógúrtsósu
Nú þegar sumar er að mæta til okkar er ekki seinna vænna en að koma með uppskriftir að dásamlegum grillréttum sem vekja lukku. Þessi uppskrift er einmitt þannig, frábær og fersk. Kjúklingurinn sem við marinerum kemur dásamlega mjúkur og safaríkur af grillinu og gríska jógúrtsósan setur hér punktinn yfir i-ið. Frábær og ferskur miðjarðarhafskjúklingur með...
Betra en allt nammibitar með karamellu og saltkringlum
Þetta er uppskrift að einu rosalegasta nammibitum sem til eru. Þeir innihalda einungis fjögur hráefni og taka nokkrar mínútur í gerð en mæÓmæ hvað þeir eru mikil dásemd. Ég hef gert þá með það í huga eða eiga í frysti þegar góða gesti ber að garði en gestirnir hafa enn ekki náð að fá smakk...
Bökuð kartafla með mexíkóskri kjúklinga og avacadofyllingu
Þessi réttur er fyrir alla sem elska mexíkóska rétti en eru fastir í sömu uppskriftinni. Þessi réttur er dásamlegur og ofureinfaldur í gerð. Hér eru við að tala um bakaða kartöflu með mexíkóskri kjúklingafyllingu, bræddum mozzarella og avacado. Frábær réttur á virkum dögum og þess vegna hægt að gera kartöfluna kvöldinu áður til að spara...
Dásamlegir Dumle nammibitar
Hvar á ég eiginlega að byrja. Þetta eru náttúrulega stórhættulegir nammibitar enda alltof góðir og ég mæli eiginlega með því að þið séuð ekki ein þegar þið prufukeyrið þá..einu sinni byrjað og þið getið ekki hætt! Dumle nammibitar Styrkt færsla 30-40 stk. 250 g Dumle karamellur 50 g smjör 5 dl Rice Krispies 125...
Ofnbakaður kjúklingur í beikonsósu
Hér er á ferðinni dásemdar uppskrift að ofnbökuðum kjúklingi í ljúfri beikonsósu. Rétturinn er sérstaklega einfaldur í gerð og slær svo sannarlega í gegn hjá ungum sem öldum. Borinn fram með hrísgrjónum og góðu salati, jafnvel hvítlauksbrauði ef ykkur hugnast það. Kjúklingaréttur í ljúfri beikonsósu Ofnbakaður kjúklingur í beikonsósu 600 g kjúklingalundir, t.d....
Pestó pasta með aspas og sólþurrkuðum tómötum
Ómæ…það sem ég elska góðan mat, gott pasta og já …aspas. Settu ferskan aspas í mat og ég mun elska hann. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað mér finnst um þennan gúrm pastarétt sem inniheldur basilpestó, sólþurrkaða tómata, mozzarella og grillaðan aspas. Þvílíkt “match made in heaven” sem þessi blanda er. Rétturinn er tilbúinn...
Geggjuð ostaídýfa
Hér kemur uppskrift að geggjaðri ostaídýfu sem ég er spennt að deila með ykkur. Ídýfan er fullkomin með flögum á kózýkvöldum, í partýið, með mexíkóskum mat og í raun bara hvenær sem er. Ofureinföld í gerð og alveg tryllt góð! “Guilty pleasures” eins og þær gerast bestar Geggjuð ostaídýfa 25 g smjör 1/2 chili,...
Chillí tómatsúpa
Það er alltof langt síðan við komum með uppskrift af girnilegri ilmandi súpu og ekki seinna vænna en að bæta úr því. Þessi súpa kemur úr smiðju snillingsins Jamie Oliver sem ætti að vera flestum kunnugur. Hér notast hann við geggjaða tómata og chilli pastasósu sem er úr vörulínu hans og þroskaða tómata og úr...