Þessa uppskrift sá ég á matarblogginu RecipeTinEats og verandi aðdáandi tælenskra eldamennsku uni ég ekki fyrr en ég hafði prufað þetta. Það er óhætt að segja að þetta salat hafi staðið undir væntingum og vel það. Núðlur, grænmeti, kjúklingur og ómótstæðileg Satay dressing. Nomms! Núðlusalat eins og það gerist best Satay salat með kjúklingi og...
Recipe Category: <span>30 mínútna réttir</span>
Tagliatelle með kjúklingi, beikoni og aspas í löðrandi rjómaostasósu
Sumarið er smátt og smátt að detta inn og mikið sem það er dásamlegt. Góður matur er að mínu mati stór hluti af góðu sumri og svo gaman að hóa góðu fólki saman og gæða sér á góðum mat. Þessi pastaréttur er frábær sumarréttur. Hann er mjög einfaldur í gerð og inniheldur meðal annars kjúkling, beikon...
Quesadillas með nautahakki og bræddum osti
Einfaldur kvöldmatur eins og hann gerist bestur með þessari mexíkósku quesadillas uppskrift. Þó uppskriftin sé einföld kemur bragðið skemmtilega á óvart. Njótið vel! Quesadillas með nautahakki og bræddum osti 500 g nautahakk 1/2 bolli refried baunir 1 dós (4oz) græn chilli 1/2 tsk oregano 1/2 tsk cumin (ekki kúmen) 2 tsk chiliduft 1/2 tsk salt...
Grillaður miðjarðarhafskjúklingur með grískri dill jógúrtsósu
Nú þegar sumar er að mæta til okkar er ekki seinna vænna en að koma með uppskriftir að dásamlegum grillréttum sem vekja lukku. Þessi uppskrift er einmitt þannig, frábær og fersk. Kjúklingurinn sem við marinerum kemur dásamlega mjúkur og safaríkur af grillinu og gríska jógúrtsósan setur hér punktinn yfir i-ið. Frábær og ferskur miðjarðarhafskjúklingur með...
Geggjaðir grillborgarar með mexico- og piparosti
Gleðilegan Eurovision dag kæru Íslendingar. Það er alltaf gaman hóa í góðan hóp að fólki og gæða sér á góðum mat sama hvert tilefnið er og ég vona að þið eigið skemmtilegt kvöld í vændum. Læt fylgja með uppskrift að svaðalegum grillborgurum með mexico og piparosti sem bráðna í munni. NAMM! Geggjaðir grillborgarar 600...
Kókoskjúklingur með döðlum, hvítlauk og kasjúhnetum
Ég fell ávallt kylliflöt fyrir kjúklingaréttum sem innihalda döðlur enda slá þannig réttir einhvernveginn ávallt í gegn. Má þar kannski helst nefna snilldarkjúklingaréttinn með döðlum og beikoni sem sló eftirminnilega í gegn og er einn af vinsælli réttum GRGS fyrr og síðar. Þessi kjúklingaréttur sem hér birtist inniheldur meðal annars kókosmjólk, chilí, hvítlauk og döðlur er...
Bökuð kartafla með mexíkóskri kjúklinga og avacadofyllingu
Þessi réttur er fyrir alla sem elska mexíkóska rétti en eru fastir í sömu uppskriftinni. Þessi réttur er dásamlegur og ofureinfaldur í gerð. Hér eru við að tala um bakaða kartöflu með mexíkóskri kjúklingafyllingu, bræddum mozzarella og avacado. Frábær réttur á virkum dögum og þess vegna hægt að gera kartöfluna kvöldinu áður til að spara...
Penne pasta í tómatrjómasósu
Þessi pastauppskrift er ein af uppáhalds pastaréttum mínum. Hún kemur úr smiðu The Pioneer Woman sem er haldið út af Ree Drummond sem er mjög vinsæll matarbloggari. Ég get svo næstum þvi svarið það að allt sem ég hef bragðað úr hennar smiðju er dásemdin ein. Uppskriftin sem hér birtist er frábær pastaréttur í rjómasósu...
Ofnbakaður kjúklingur í beikonsósu
Hér er á ferðinni dásemdar uppskrift að ofnbökuðum kjúklingi í ljúfri beikonsósu. Rétturinn er sérstaklega einfaldur í gerð og slær svo sannarlega í gegn hjá ungum sem öldum. Borinn fram með hrísgrjónum og góðu salati, jafnvel hvítlauksbrauði ef ykkur hugnast það. Kjúklingaréttur í ljúfri beikonsósu Ofnbakaður kjúklingur í beikonsósu 600 g kjúklingalundir, t.d....
Pestó pasta með aspas og sólþurrkuðum tómötum
Ómæ…það sem ég elska góðan mat, gott pasta og já …aspas. Settu ferskan aspas í mat og ég mun elska hann. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað mér finnst um þennan gúrm pastarétt sem inniheldur basilpestó, sólþurrkaða tómata, mozzarella og grillaðan aspas. Þvílíkt “match made in heaven” sem þessi blanda er. Rétturinn er tilbúinn...
Mangó chutney kjúklingaborgari
Ég gerði á dögunum þennan dásemdar kjúklingaborgara sem börnin elska og er stúfullur af “falinni” hollustu. Hér er leynivopnið ljúf Mango Chutney sósa sem kemur með sætuna og gefur þeim suðrænt bragð, ásamt nokkrum dropum af tabasco sósu sem gera þá bragðmeiri en ekki þó svo að þeir verði sterkir, þau auðvitað sé alltaf hægt...
Chillí tómatsúpa
Það er alltof langt síðan við komum með uppskrift af girnilegri ilmandi súpu og ekki seinna vænna en að bæta úr því. Þessi súpa kemur úr smiðju snillingsins Jamie Oliver sem ætti að vera flestum kunnugur. Hér notast hann við geggjaða tómata og chilli pastasósu sem er úr vörulínu hans og þroskaða tómata og úr...
OMG pasta
Það er oftar en ekki sem ég heyri fólk tala um að oft eftir annasaman vinnudag sé það statt í búðinni og hafi ekki hugmynd um hvað það eigi að hafa í kvöldmatinn. Þá er ekki úr vegi að geta leitað í uppskriftir sem eru ofureinfaldar í gerð og með fáum hráefnum. Þessi pastauppskrift er...
Aloha kjúklingur
Þessi uppskrift fer nú eins og eldur um sinu um netheimana enda er hér um að ræða kjúklingarétt sem er algjör veisla fyrir bragðlaukana. Það er gott að gefa sér smá tíma í marineringuna og leyfa jafnvel kjúklinginum að liggja í henni yfir nótt. En ef tíminn er af skornum skammti þá bara eins lengi...
Mexikóskt fajitas á ofureinfaldan hátt
Maður fær aldrei nóg af mexíkóskum mat og hér er uppskrift sem ætti að vekja mikla lukku. Hráefnin eru fá og matreiðslan einföld en lykillinn liggur í dásamlegri kryddblöndu sem setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið. Þetta fajitast má bera fram sem aðalréttur með góðu salati og hrísgrjónum eða sem fylling í dásemdar tortillur. Ykkar...
Pastasalatið sem allir elska
Hér er á ferðinni uppskrift að frábæru pastasalati sem mun nú líklegast slá í gegn hjá flestum sem það bragða. Uppskriftin inniheldur góðgæti eins og kjúkling, penne pasta, stökkt beikon, parmesan, pestó, hvítlauk og rjóma ofrv. Það er borið fram kalt og hentar vel í veislur og mannfögnuði þar sem þarf að metta marga munna....
Himneskt humarsalat með hvítlauk, chilli og graskersfræjum
Hún Elín Traustadóttir grunnskólakennari heldur úti dásamlega girnilegri uppskriftasíðu sem ber nafnið Komdu að borða. Elín er mikil áhugamanneskja um mat og matargerð og fær mikla ánægju út úr því að stússast í eldhúsinu og matreiða hollan og góðan mat. Það sem einkennir eldamennsku hennar er einfaldleikinn og á síðunni má finna uppskriftir sem allir...
Tælenskar fiskibollur “Tod Man Pla” með dásemdar chilí sósu
Við elskum hreinlega þessar dásamlegu fiskibollur sem kallast “Tod man pla” og henta vel í léttan hádegis eða kvöldverð en er einnig skemmtilegt sem forréttur. Borið fram með dásemdar heimagerðri chilísósu sem mun vekja mikla lukku. “Tod Man Pla” Tælenskar fiskibollur með ómótstæðilegri chilísósu 400 g laxaflök, roðlaus (eða fiskur að eigin vali)...