Epla nachos, ójá….”I kid you not”!! Þessi réttur er svo mikil snilld að ég get varla lýst því. Hann er ofureinfaldur, fljótlegur, fáránlega bragðgóður og hollur..check check check…já hann hefur það allt! Hann hentar sérstaklega vel sem snarl fyrir börn, sem forréttur, smáréttur eða eitthvað alveg nýtt í saumaklúbbinn. Þennan verði þið að prufa. Ómótstæðilegt...
Recipe Category: <span>Fljótlegt</span>
Frönsk súkkulaðikaka með karmellukeim
Þessi uppskrift birtist í áramótablaði Gestgjafans og vakti mikla lukku í einni veislu sem ég hélt um daginn. Franska súkkulaðiköku hef ég oft gert áður og fáar kökur sem eru jafn einfaldar og bragðgóðar. Þessi er eins og þessar frönsku nema að í þessari uppskrift er kókoshrásykur sem gefur henni dásamlegan karmellukeim. Það ætti enginn...
Kjúklinga enchiladas
Þegar kemur að því að elda mexíkóskan mat vantar oft ansi mikið uppá frumlegheitin á þessum bæ og yfirleitt endar þetta á því að ég steiki kjúkling og grænmeti á pönnu og set í vefju sem er jú voða gott. En í þetta sinn langaði mig að prufa eitthvað alveg nýtt, eitthvað alveg sjúklega gott...
Einföld eplakaka með súkkulaðirúsínum
Það er kominn tími til að dusta rykið af þessari uppskrift. Þetta er uppskrift að eplaköku sem er ekki bara ein af þeim betri sem ég hef bragðað heldur einnig sú langeinfaldasta. Fullkomin eftirréttur eftir góða máltíð, í kaffitímanum eða saumaklúbbnum. Þessi eplakaka er pottþétt með ís eða rjóma og hefur aldrei klikkað á minni...
Epla & kasjúhnetusalat
Oft þegar ég fer á góða heilsuréttastaði hér á landi get ég ekki annað en fyllst öfund yfir því dásamlega meðlæti sem þeir hafa uppá að bjóða. Bara ég hefði getuna og tímann og frumlegheitin. Með þessu er ég ekki að hallmæla gamla góða kálinu og hrísgrjónunum, stundum er bara gott að fá eitthvað nýtt...
Zucchinipasta með risarækjum & peacanhnetupestó
Okei, okei, þetta er í raun ekki pasta í þeirri mynd sem flestir þekkja, heldur er zucchini rifið niður þannig að það líkist pasta. Þessi réttur hentar því þeim vel sem eru að reyna að auka grænmetisinntöku sína og jafnframt draga úr kolvetnum. Hollur, einfaldur og snilldargóður réttur sem ég mæli með að þið prufið....
Einfaldur kjúlli í karrý með eplabitum
Stundum er svo gott að fá sér bara venjulegan heimilismat sem fljótlegt og einfalt er að gera. Þennan rakst ég á food.com og kolféll fyrir honum enda ferskur, léttur og bragðgóður. Kjúklingur í karrý með litlum eplabitum sem gera ótrúlega mikið fyrir þennan einfalda rétt. Bragðið er milt og kjúklingarétturinn sérstaklega barnvænn. Strákurinn minn sem...
Kjúklingabollur með tómatgljáa
Ég er svo óóóóóótrúlega spennt að deila þessari uppskrift með ykkur að það hálfa væri nóg. Þessar kjúklingabollur eru hrikalega góðar og ég get ekki ímyndað mér þá mennskju sem ekki bilast af ánægju við að bragða þessar. NAMMI! Þær eru hollar, einfaldar og sjúklega góðar á bragðið. Algjörlega nýja æðið mitt og elskaðar af...
Coq au Riesling
Þessi réttur hefur fylgt mér lengi og hann hef ég oft eldað þegar gesti ber að garði. Hann er einfaldur og dásamlega bragðgóður. Uppskriftin er upprunarlega með beikoni, en ég nota hinsvegar yfirleitt parmaskinku í staðinn og það bragðast frábærlega. Nú nálgast helgin og um að gera að slá í gegn hjá heimilisfólkinu og elda...
Tortilla með nautakjöti mozzarellaosti og spínati
Föstudagskvöld eru alltaf æðisleg! Vikan að klárast og tími til að hafa það notalegt með fjölskyldu og vinum, sofa út (svona eins langt og það nær), sundferðir, bakstur og almenn huggulegheit. Á föstudagskvöldum er nennan til að vera lengi í eldhúsinu hinsvegar lítil, en þá langar okkur samt í eitthvað voðalega gott. Þessi réttur smellpassar...
Sætkartöflupitsa með mozzarella og karmelluðum lauk
Ég hef áður komið með uppskrift að pitsu eða grænmetis- og ávaxtapistunni. Sú pitsa er dásemdin ein og ef þú hefur ekki prufað hana mæli ég með því að þú gerir það núna! Þessi fer alveg með tærnar þar sem hin er með hælana…eða botninn þar sem hin er með skorpuna (hlátur). Fyrir þá sem...
Fljótlega og holla kjúklingavefjan
Á virkum dögum er maður oft að glíma við tímaleysi þegar kemur að kvöldmat og oftar en ekki þarf maður að finna eitthvað fljótlegt og gott en er samt ekki tilbúin að gefa eftir í hollustunni. Þessi réttur er einmitt tilvalinn á svona dögum. Með tilbúnum grilluðum kjúklingi getur þessi réttur verið tilbúinn á innan...
Thailensk kjúklingasúpa fyrir sálina
Langar þig að bragða eina bestu súpu sem þú hefur á ævinni bragðað og skella þér um leið með bragðlaukana og hugann til Thailands? Ef svarið er já er þetta súpan fyrir þig! Hún færir þér sól í hjarta og gælir við bragðlaukana. Hér smellpassa öll hráefni einstaklega vel saman og úr verður þessi dásemdar...
Ofnbökuð eggjakaka með parmaskinku
Eggjakökur er einfaldar í framkvæmd, frábær næring og ljúffengar á bragðið. Í þessari uppskrift er eggjakakan ofnbökuð sem kemur í veg fyrir að botninn brenni við og er alveg sérstaklega bragðgóð. Frábær sem góður hádegismatur eða léttur kvöldmatur! Hér er hægt að leika sér með þau hráefni sem til eru í ískápnum hverju sinni. Nota...
Gestabloggarinn Ása M. Reginsdóttir
Þegar ég startaði þessari síðu minni var alltaf hugmyndin að fá hæfileikaríka og frumlega einstaklinga til að koma með sína góðu uppskrift. Nú er komið að því og fyrsti matgæðingurinn minn er hún Ása María Reginsdóttir, fagurkeri með meiru. Hún býr í Verona á Ítalíu með eiginmanni sínum Emil Hallferðssyni sem er atvinnumaður í knattspyrnu...
Sætkartöflu panini í pítubrauði
Perfecto Perfecto Perfecto Það er ótrúlegt hvað svona lítil og nett samloka getur gert mikið fyrir bragðlaukana. Hún nær fullkomnun eins langt og fullkomnun nær. Þessi panini er einföld og fljótgerð og á alltaf við hvort sem er sem hádegismatur eða veislumatur. Gleymdu öllum uppskriftum sem þú hefur áður séð og gerðu þessa..núna! Sætkartöflu panini...
Spaghetti með sítrónu, parmesan og klettasalati
Um þennan rétt langar mig svo að segja “it had me at hello” og ég veit að þegar þið takið fyrsta bitann og finnið pastað bráðna í munni ykkar og dásamlegt samspil sítrónunnar og parmesanostsins að þið eruð þið líka kolfallin. Það besta er svo að þessi réttur er fljótlegur, einfaldur og algjörlega óhætt að...
Bleikja í kókosmjólk
Fagur fiskur í sjó…. Þið þekkið eflaust öll hversu vel chilí, hvítlaukur og engifer eiga saman. Bætið kókosmjólk útí og þið eruð komin með sól og sumaryl í eldhúsið og það í október og toppið það! Þið stjórnið því hversu sterkan þið viljið hafa réttinn en hér vann ég með hálfan chilí með fræjum og...