Gestabloggari okkar að þessu sinni er hún Kristín Björk Þorvaldsdóttir. Kristín er flugfreyja hjá Icelandair og er þekkt fyrir sitt fagra bros, húmor og lífsgleði. Ekki nóg með það heldur er einstaklega gaman að fylgjast með henni töfra fram girnilega rétti. Eins og með allt besta fólkið þá er hún hógvær og vill nú ekki...
Recipe Category: <span>Ítalía</span>
Pepperoni pasta í piparostasósu
Helgin nálgast og því ekki að gera sér glaðan dag og fá sér dásaemdar pastarétt með pepperoni og piparostasósu. Rétturinn er ofureinfaldur í gerð og elskaður af öllum sem hann bragða. Í þennan rétt notaði ég nýja uppáhalds pastað mitt sem er ferskt og kemur frá RANA. Ég notaði í þetta sinn hvítt og grænt...
Pestófyllt tortellini með reyktum laxi og parmesan
Ég hef undanfarið verið í leit að góðu pastasalati eins þessu sem hefur verið í öllum veislum sem ég hef haldið síðustu 10 ár og loksins fann ég annað jafn æðislegt. Reyktur lax, klettasalat, ómótstæðileg parmesandressing og svo það sem setur punktinn yfir i-ið dásamlega bragðgott og ferskt pasta frá RANA. Reyndar svo gott að flestir...
Kjúklingapasta í rjómaostasósu með spínati og stökkum beikonbitum
Þessi pastaréttur er hreinn unaður og færir mann aðeins nær Ítalíunni yndislegu. Hann er einfaldur í gerð og fullkominn í gott matarboð án mikillar fyrirhafnar. Parmesan rjómasósan er með hvítlauk, spínati og ferskum tómötum og síðan er pasta bætt saman við og endað á kjúklingabitum, stökku beikoni og basilíku. Getur ekki klikkað og mun ekki...
Ómótstæðilegt spínatlasagna á mettíma
Ef þið vilijð hollan, góðan og dásamlega fljótlegan rétt með fáum hráefnum þá mæli ég með þessu spínatlasagna. Rétturinn tekur um 10 mínútur í gerð en gefur ekkert eftir í gæðum. Hér skiptir miklu máli að nota góða pastasósu, jafnvel heimatilbúna ef þið hafið tíma í það og ekki sakar að bera réttinn fram með góðu...
Grillað Kofta með guðdómlegri tzatziki sósu og flatbrauði
Það er vel við hæfi að nota þessa síðustu daga sumarsins í að grilla eins og enginn sé morgundagurinn. Þessi réttur, sem að hluta til kemur frá skemmtilegu matarbloggi sem kallast The Kitchn sló allhressilega í gegn á mínu heimili enda hrein dásemd. Uppskriftin er einföld og fljótleg og jafnvel flatbrauðið sem er án gers...
Litríki kjúklingarétturinn
Þá er komið að því…ég er komin í sumarfrí. Stefnan er sett á skemmtilegt ferðalag um Ísland þar sem ég mun heimsækja nokkra spennandi veitingastaði sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða. Eitthvað sem getur svo vonandi nýst ykkur síðar meir. Fylgist endilega með ferðalagi GulurRauðurGrænn&salt á Instagram. Reyndar er það svo að eftir því...
Grillaðar chillí risarækjur með fersku avacadósalsa
Um daginn fór ég í dásamlegum félagsskap með Icelandair til Edmonton. Þó stoppið hafið verið stutt var ferðin yndisleg og einkenndist af gleði, verslunarferð, sól, hvítvíni og góðum mat. Yndislegt alveg hreint. Ég steingleymdi að taka mynd af veitingastöðunum og matnum, sem þýðir að ég var líklega bara í fríi að njóta, en verð samt...
Humarpasta með tómatbasilpestói
Frábær helgi framundan þar sem margir Íslendingar munu njóta þess að horfa á Íslendinga keppa við Frakka á EM í fótbolta næstkomandi sunnudag. Ég veit í alvörunni ekki hvort taugarnar mínar þoli þetta og það í 90+ mínútur. Við sem verðum ekki í París á sunnudaginn þurfum endilega að gera okkur glaðan dag og hóa...
Sælusalat með rósmarínkrydduðum sætkartöflum og balsamikdressingu
Fyrir okkur sem elllllskum sætar kartöflur að þá er hér er á ferðinni stórkostlegt salat sem hentar frábærlega sem meðlæti með góðum kjúklinga- eða kalkúnarétti en einnig dásamlegt eitt og þá er t.d. hægt að bæta grilluðum kjúklingi saman við. Hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi sem og svo oft áður og á örskömmum tíma og...
Kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarella í hvítlauksrjómasósu
Hér er á ferðinni einfaldur og ljúfur penne pastaréttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og bræddum mozzarellaosti í hvítlauksrjómasósu sem smellpassar í helgarmatinn….ummmm. Kjúklingapasta með mozzarella og sólþurrkuðum tómötum 3 hvítlauksrif, pressuð 1 krukka sólþurrkaðir tómatar 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry salt paprikuduft 240 ml matreiðslurjómi 110 g rifinn mozzarellaostur 250 g pasta, t.d....
Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri
Brauðbollur með hvítlauks og steinseljusmjöri fylltar með mozzarellaosti sem lekur úr bollunum við fyrsta munnbita….þarf að segja eitthvað meira. Gerið þessar!!!! Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri 450 g hveiti 1 tsk sykur 240 ml fingurvolgt vatn 2 ½ tsk þurrger 1 tsk sjávarsalt 4 msk ólífuolía 2 pokar litlar mozzarellakúlur (24 stk) Hvítlauks...
Panna cotta með hvítu súkkulaði
Panna cotta er réttur sem slær alltaf í gegn. Hann er hinsvegar einnig réttur sem fáir hafa eldað og þar held ég að matarlímsblöðin komi við sögu. Það er eitthvað við matarlímsblöð sem fælir fólk frá og líklegast er það sú hugmynd fólks að þá hljóti rétturinn að vera flókinn. En því er sko öðru...
Himneskur pastaréttur með risarækjum, pestó, chillí, hvítlauk og steinselju
Helgarrétturinn er mættur í öllu sínu veldi en hér er á ferðinni frábær pastaréttur sem á vel við bæði þegar á að gera vel við sig á góðum degi sem og þegar halda skal matarboð eða stærri veislur. Pastarétturinn er ofur einfaldur í gerð og svo góður að þið sláið í gegn með þennan og...
Ítölsk kjötsúpa eins og hún gerist best
Hvernig væri að leyfa jarmandi íslensku kjötsúpunni að hvíla sig eitt kvöld og prófa baulandi ítalska? Eins og með allar súpur á mjög einföld regla við um þessa: hún er betri á öðrum degi, jafnvel þriðja (og mögulega lengur en það veltur á smekk og hugrekki hvers og eins hvort fólk vill prófa það!). Svo að:...
Ostafyllt ravioli með rjómalagaðri graskerssósu
Rrrravioli! Gæti verið nafn á fiðlusnillingi eða hjartaknúsara en er þó miklu bitastæðara í raun. Rekja má sögu þess aftur til einkabréfa auðugs vopnasala og listaverkakaupmanns í Toskana á 14 öld og við páfakjörið 1549 (Júlíus III páfi, einhver?) var það á borðum með soðnum kjúklingi. Eintalan er „raviolo“ – en hver borðar svo sem...
Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum
Enn eina ferðina nálgast helgin og það er kærkomið. Það þýðir að það er kominn tími á helgarréttinn sem að þessu sinni er jafnframt minn uppáhalds pastaréttur. Beikon og döðlur í þessum rétti eiga vel saman sem endranær, hvort tveggja kröftugt og afgerandi, en vínberin gefa smá sætu og fínleika á móti. Hér er á...
Lambahryggsvöðvi með ólífu- og chilímauki
Umhverfis Ítalíu – Fiskfélagið Ég fór á Fiskfélagið í síðustu viku en frá 8. – 27. október eru þeir með matseðil þar sem kokkarnir hafa útbúið ferðalag bragðlaukanna um Ítalíu. Þar má finna sjö rétta matseðill með sérvöldu íslensku hráefni, kryddað með keim af borginni eilífu. Matseðillinn samanstendur meðal annars af rauðsprettu, kálfaþynnum, saltfiski...