ítalski eftirrétturinn sem við elskum
Recipe Category: <span>Jól</span>
Stökkar avacadorúllur með jalapeno og kóríandersósu að hætti Cheesecake Factory
Avacadorúllur með jalapenó-kóríandersósu
Oreo súkkulaðimúsin
Þessi eftirréttur er fyrir okkur, forföllnu Oreo aðdáendurna. Ekki nóg með það er hann einnig tilvalinn fyrir þá sem vilja henda í eitthvað gúrm á stuttum tíma. Eftirréttinn má gera með góðum fyrirvara og verður bara betri ef eitthvað er sólahring síðar.
Bragðmiklar kasjúhnetur sem slá í gegn
Hér er á ferðinni ansi skemmtileg uppskrift að bragðgóðum chilí kasjúhnetum sem slá í gegn hjá öllum sem þær bragða. Þetta hefur verið mitt snarl undanfarna daga enda hættulega bragðgóðar. Flottar sem millimál, kvöldsnarl nú eða með góðum fordrykk. Bragðmiklar kasjúhnetur Styrkt færsla 5 dl kasjúhnetur 3 msk hrásykur (eða púðursykur) 1 msk vatn...
Kalkúnabringa með trönuberjafyllingu, púrtvínssósu og sætkartöflumús með kornflextoppi
Hér er frábær uppskrift að kalkúni sem ég var með á jóladag, kalkúnabringan var lögð í pækil (kryddað saltvatn) sem gerði hana extra safaríka og styttir eldunartímann. Með þessu bar ég trönuberjafyllingu, sæta kartöflumús með geggjuðum Kornflex mulningi. Þetta var síðan toppað með yndislegri púrtvínssósu (má líka nota rauðvín) sem fyrst að ég gat gert...
Heimsins besta Tiramisu og dásamlegt Sjöstrand kaffi
Kaffiunnendur geta nú glaðst, og ég gleðst mikið, því það er komin frábær nýjung í íslensku kaffiflóruna. Margir þekkja Sjöstrand eflaust nú þegar en espressovélin þeirra er tímalaus og falleg sænsk hönnun, úr ryðfríu stáli með glansandi áferð. Sjöstrand var stofnað á Ingarö í Skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Þrátt fyrir að vörurnar seljast nú út um allan heim...
Jólamúslíið hennar Bergþóru með pekanhnetum og súkkulaði. Hin fullkomna matarjólagjöf
Ég þreytist ekki á að tala um það hvað ég er þakklát fyrir uppskriftirnar sem koma frá ykkur kæru lesendur. Þið gerið GulurRauðurGrænn&salt – það er bara þannig! Ég rakst á þessa uppskrift að dásamlegu jólamúslíi með pekanhnetum og súkkulaði á Instagram hjá henni Bergþóru og blikkaði hana til að gefa okkur uppskriftina. Það þótti...
Hægelduð önd með eplafyllingu, sósu lata mannsins og bestu sætkartöflumús allra tíma með pekanhnetukurli
Að hafa önd í matinn á aðfangadag nýtur orðið sívaxandi vinsælda á Íslandi. Líklega má rekja þann sið til frænda okkar dana en fyllt önd er einmitt algengasti rétturinn hjá Dönum á jólunum. Ekki síst nýtur mikilla vinsælda hjá frændum okkar að fylla heila önd með sveskjum og eplum og hafa ljúffenga sósu með. Ég...
Vanillubúðingur með karamellubotni og hvítu súkkulaði
Ein af fjölskylduhefðum okkar á aðfangadag snerist í kringum þennan skemmtilega eftirrétt. Grauturinn var settur í skálar og í eina skálina var látin heil mandla. Svo kom annar aðili en sá sem lét möndluna i skálina og lét á borð þannig að enginn vissi hvar mandlan væri falin. Svo gæddum við okkur á ljúffenga grautnum...
Andabringur í appelsínusósu
Andabringur eru að mínu mati hinn besti hátíðarmatur. Reyndar eru andabringur eitthvað sem er svo sannarlega hægt að bjóða uppá allan ársins hring og til dæmið mikið notaðar í asískri matargerð og þá ekki eingöngu til hátíðarbrigða. Hér er uppskrift að andabringum sem henta bæði sem hátíðarmatur eða einfaldlega þegar ykkur langar í eitthvað gúrm....
Rjómasveppasúpa að hætti Hótel Rangá og tilboð fyrir lesendur GRGS
Ein vinkona mín hafði á orði að það ætti að vera skylda fyrir alla að fara á Hótel Rangá á aðventunni og þar er ég henni hjartanlega sammála. Fátt er betra en að keyra út úr bænum og upplifa sveitasæluna í þessu dásamlega umhverfi. Hótel Rangá er fyrsta flokks fjögurra stjörnu lúxus sveitahótel sem byggt...
Besti jólaísinn með Toblerone súkkulaði og piparkökukurli
Ég hef tekið eftir því að margir halda að það sé mikið mál að útbúa ís, en svo er þó alls ekki eins og kemur berlega í ljós í þessari ofureinföldu og fljótlegu uppskrift. Ég held að í heildina hafi tekið um 10 mínútur að útbúa þessa uppskrift sem veldur ávallt mikla lukku. Hér er...
Rice Krispies Sörurnar hennar Hrefnu sem slegið hafa í gegn
Ilmurinn úr eldhúsinu eru nýjir jólaþættir sem voru gerðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir sem unnir voru af SKOT production eru fjórir og í hverjum þætti elda matgæðingar sinn uppáhalds jólamat og segja frá sínum matarhefðum. Matgæðingarnir eru Ragnar Freyr, Læknirinn í eldhúsinu, Jói Fel, Hrefna Sætran og undirrituð fyrir hönd GRGS. Þættirnir eru hinir glæsilegustu...
Lúxus Twix hafraklattar
Þessa hef ég bakað áður við mikla lukku enda eru hér á ferðinni lúxus útgáfa af hafraklöttum sem innihalda saxað Twix súkkulaði. Einfaldir og fljótlegir en ofboðslega ljúffengir. Twix hafraklattar 250 g smjör, lint 180 g púðursykur hrært vel saman með smjörinu 2 egg bætt við og hrært vel saman 1 tsk vanillusykur...
Dumle karamellubitar tilbúnir á 5 mínútum
Þá er komið að notalegasta mánuði ársins, að mínu mati, og loks orðið fullkomlega löglegt að missa sig í smá jólastemmningu. Ég elska þennan árstíma og nýt hans i botn. Undanfarið hefur verið töluvert mikið í gangi með útgáfu nýju matreiðslubókar minnar GulurRauðurGrænn&salt, flutningar á nýtt og dásamlega heimili, ásamt öllu þessu sem maður sinnir...
Besta laufabrauðið hennar Bjarnveigar
Mikið sem ég hef saknað þess að fá til okkar gestabloggara – það er svo gaman að fá uppskriftir frá lesendum. Verið ófeimin að senda mér línu ef þið lumið á einhverju dásamlegu. Ég hef svo gaman af því að skoða matarblogg, eins og gefur að skilja og dáist að því hvað margir eru duglegir...
Hafrakökur með kókos og súkkulaðirúsínum & ný matreiðslubók GRGS
Ég er að komast í jólaskap – ójá ég er ein af þessum sem kemst í jólaskap aðeins of snemma. Kannski er ein ástæða þess sú að hjá mér byrjar undirbúningur fyrir jólauppskriftir strax í haustbyrjun, jafnvel fyrr. Í fyrra gerði ég til dæmis jólakökubækling í júní. Þannig að jólaskap í nóvember í því samhengi...
Heimagerðir hraunbitar með söltuðum möndlum og daimkurli
Þessir heimagerðu sælgætisbitar eru algjört æði. Þeir minna helst á hraunbita þar sem saltaðar möndlur og Daimkurl setja punktinn yfir i-ið. Ókosturinn við þessa annars dásamlegu bita er að þrátt fyrir að vera fljótlegir í gerð þá klárast þeir oftast enn hraðar. Því er gott að tvöfalda uppskriftina bara strax. Varist að vera ein heima...