Þessa uppskrift hef ég margoft verið beðin um að setja inn á síðuna, en einhverra hluta vegna hefur það ekki gerst. Pavlova er elskuð og dáð á mínu heimili og ég veit ekki hversu oft ég hef gert hana fyrir afmæli eða aðrar veislur. Þessi kaka er klárlega leynivopnið mitt. Uppskriftina fékk ég fyrir mörgum...
Recipe Category: <span>Partý</span>
Lakkrískubbar
Uppskriftin af þessum dásemdar lakkrískubbum barst frá einni vinkonu til þeirrar næstu þar til að hún barst mér. Þeir eru hrikalega fljótlegir og einfaldir í gerð en um leið hættulega góðir og ég get ekki annað en leyft ykkur að njóta þeirra líka. Lakkrískubbar 500 g döðlur saxaðar smátt 250 g smjör 120 g púðursykur...
Partýostur með basilpestó og sólþurrkuðum tómötum
Partý, partý, partý! Það er svo gaman að prufa nýja rétti sem gott er að nasla í þegar góðir vinir koma saman. Partýostinn tekur ekki langan tíma að gera og er dásamlegur með kexi, brauði eða nachos og góðu rauðvíni og/eða öl. Ég mæli með því að þið gerið basilpestóið sjálf, það er svo miklu...
Rababarapie með kókos og karmellusúkkulaði
Ég er svo heppin að eiga góða nágranna sem gáfu mér rababara í svo miklu magni að hann mun eflaust duga mér út sumarið, kærar þakkir Hanna Björk! Ég var ekki lengi að nýta mér þennan happafeng og skella í þessa dásamlegu uppskrift af rababarapie. Uppskriftin er einföld og fljótleg og bragðast dásamlega með vanilluís....
Smáborgarar með brie, sultuðum lauk og chillí mayo
Ég hélt á dögunum smá veislu þar sem ég bauð meðal annars upp á þessa litlu, krúttlegu og veisluvænu hamborgara. Til að gera langa sögu stutta að þá slógu þeir allrækilega í gegn og gerðu þar af leiðandi veisluna enn betri fyrir vikið. Góðir hamborgarar á sumarkvöldi koma svo sannarlega sterkir inn og það er...
Klassísk frönsk súkkulaðikaka
Ég get ekki látið það vera að setja þessa dásamlegu köku inn á síðuna. Hér er þó ekkert nýtt á ferðinni, heldur hin dásamlega og ofureinfalda franska súkkulaðikaka sem svo margir kannast við. Hana hef ég eldað í mörg ár og mun eflaust gera í mörg ár í viðbót, enda hefur þessi aldrei klikkað og...
Sumarsalat með jarðaberjum og balsamik kjúklingi
Á sumrin veit ég fátt betra en að fá mér kjúklingasalat og hvítvín í sólinni. Eins og allir vita hefur hinsvegar lítið borið á sólinni þetta sumarið og kjúklingasalatið óvart setið á hakanum. Biðinni lauk hinsvegar í dag! Sólin kemur kannski ekki, en kjúklingasalat skyldi ég fá mér og mögulega hvítvínglas með. Þetta kjúklingasalat er ferskt,...
Kjúklingur fyrir heimska
Þennan kjúkling hef ég eldað frá því að ég byrjaði að búa. Uppskriftina fann ég á netinu og mig minnir að hún hafi þar borið nafnið “Chicken for dummies”. Þar sem uppskriftin var þá einungis til einkanota þá fékk hún nafnið “Kjúklingur fyrir heimska”. Síðan þá hafa margir beðið um og fengið uppskriftina, svo nafninu...
Kjúklingabringur með rjómaosti og sólþurrkuðum tómötum
Þetta er réttur sem hefur fylgt mér lengi og klikkar aldrei. Ofureinfaldur í gerð, með fullt af grænmeti og frábær með góðu salati og tagliatelle. Hef oft boðið upp á hann fyrir gesti og hann hefur alltaf vakið mikla lukku. Uppskriftin er ekki heilög og tilvalið að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum....
Sushipítsa
Ef ég ætti að nefna einn af mínum uppáhalds réttum væri það klárlega þessi. Sushipitsa kemur frá veitingastaðnum Rub23 og ég man þegar ég bragðaði hann fyrst á Akureyri fyrir mörgum árum. Sú upplifun var algjörlega ólýsanleg! Uppskriftin að sushipítsunni birtist í Morgunblaðinu þann 17. febrúar á þessu ári og hreinlega öskraði á mig. Heppin...
Mexíkóveisla með kjúklinga Taquitos
Það er oft gripið til þess að elda mexíkóskan mat á þessu heimili enda er það fjölskylduvænn matur sem krakkarnir eru alltaf hæstánægðir með. Þessar kjúklinga og rjómaostafylltu taquitos eru hreint afbragð og fljótlegar í framkvæmd. Hefðbundnar taquitos eru djúpsteikar en þessar eru bakaðar í ofni, en eru engu að síður stökkar og með himneskri...
Ofnbakaðar ostastangir
Ostastangir eru vinsæll réttur á veitingastöðum og hentar sem vel sem partýmatur eða snarl. Í flestum tilfellum eru ostastangirnar þó djúpsteiktar, en ég brá á það ráð að baka ostastangirnar í ofninum. Þær heppnuðust frábærlega og voru engu síðri en þær djúpsteiku. Osturinn lekur út og góð salsaídýfa setur hér punktinn yfir i-ið. Algjört gúmmelaði!...
Uppáhalds kjúklingasúpan
Það eru til ótal uppskriftir af kjúklingasúpum, en ennþá hefur að mínu mati engin náð að skáka þessari dásamlegu kjúklingasúpu. Upprunarlega uppskriftin gerir ráð fyrir rjóma, en eins og ég hef sagt áður að þá eigum ég og kókosmjólk í ástarsambandi þannig að rjóminn fær að víkja í þetta sinn og það gefur að mínu...
Ómótstæðilegt epla nachos!
Epla nachos, ójá….”I kid you not”!! Þessi réttur er svo mikil snilld að ég get varla lýst því. Hann er ofureinfaldur, fljótlegur, fáránlega bragðgóður og hollur..check check check…já hann hefur það allt! Hann hentar sérstaklega vel sem snarl fyrir börn, sem forréttur, smáréttur eða eitthvað alveg nýtt í saumaklúbbinn. Þennan verði þið að prufa. Ómótstæðilegt...
Sumardrykkurinn Basil Gimlet
Það er algjörlega við hæfi að enda þennan síðasta vetrardag á þessum frábæra sumardrykk. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem með uppskrift að kokteil, en eflaust ekki í það síðasta, enda alltaf jafn skemmtilegt að fá sér góðan kokteil á björtum sumardegi. Gleymið Mojito því þetta sumarið er það Basil Gimlet sem verður...
“Man burger”
Þetta er fyrir ykkur karlmennina þarna úti sem hafið sætt ykkur við grænmetisrétti, hrákökur, boozt og rauðrófudrykki þegjandi og hljóðalaust meðan ykkur dreymir um eitthvað aðeins meira djúsí. Það er skemmtilegt að gera sinn eigin hamborgara og sérstaklega skemmtilegt þegar að útkoman er svona góð. Lykillinn að þessari dásemd felur það í sér að láta...
Ofnbakaður brie með mango chutney
Þessi ómótstæðilega bragðgóði, einfaldi og fljótlegi réttur slær alltaf í gegn. Hann hentar frábærlega sem forréttur eða eftirréttur á góðu kvöldi og er svo gaman hvað hann tekur stuttan tíma í undirbúningi. Bráðinn ostur með hnetum, kexi, rifsberjasultu ásamt góðu glasi af rauðvíni..þarf ég að segja eitthvað fleira? Ofnbakaður brie með mangó chutney 1 stk brie...
Frönsk súkkulaðikaka með karmellukeim
Þessi uppskrift birtist í áramótablaði Gestgjafans og vakti mikla lukku í einni veislu sem ég hélt um daginn. Franska súkkulaðiköku hef ég oft gert áður og fáar kökur sem eru jafn einfaldar og bragðgóðar. Þessi er eins og þessar frönsku nema að í þessari uppskrift er kókoshrásykur sem gefur henni dásamlegan karmellukeim. Það ætti enginn...